Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 17

Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 17
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 17 Body Slim-gelið frá Nip+fab er frískandi kremkennt líkamsgel. Gel- ið þéttir, styrkir og nærir húðina. Mælt er með að bera kremið á húðina með hring- laga nudd- hreyfingum á þau svæði þar sem húðin er slöpp. Gelið er ríkt af koffíni sem þéttir húð- ina, eins inni- heldur það Co- coa Butter sem hefur mýkjandi og sefandi áhrif á húðina. +Un- islim-formúla kremsins er þá sögð minnka um- fang mjaðma allt að 1,9 sentimetra með reglulegri notkun yfir einn mánuð. Til að fá sem mesta virkni er mælt með að bera kremið á strax eftir æfingar eða heitt bað. Líkamsgel sem þéttir og sléttir Kremið hentar vel fyrir þá sem eru að reyna að losna við slappa húð. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum snyrtivörum í júní sumarlitirnir 2016 eru komnir til okkar GRÉTA BOÐA verður í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ fimmtudag, föstudag og laugardag og kynnir nýju sumarlitina. Bylgja Ýr Tryggvadóttir kynntist asískum húðvörum þegar hún bjó í Asíu og varð fljótt heilluð. Hún segir asískar kon- ur almennt hugsa mun meira um húðina á sér heldur en vestrænar konur. Bylgja rekur nú vefverslunina Seoul Se- arching, þar sem suðurkóresku vörurnar frá Mizon fást. „Mér finnst suðurkóreskar snyrtivörur vera mun þróaðri en aðrar, og margar af þeim nýjungum sem koma á markað í dag eru upprunnar í Suður-Kóreu,“ útskýrir Bylgja, sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á snyrtivörum. „Ég var búin að vera í fæðingarorlofi í 15 mánuði og nýútskrifuð sem förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School þegar mig langaði að koma þessum æðislegu vörum frá Mizon á íslenskan markað.“ Bylgja segir Mizon vera eitt vandaðasta snyrtivörumerki í Suður-Kóreu; þess vegna varð það fyrir valinu þegar hún opnaði vefverslun. „Mizon er stofnað af sérfræðingum sem sérhæfa sig í rannsóknum og þróun á húðvörum. Og Seoul Searching hefur fengið frábærar viðtökur, reksturinn hefur farið fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Bylgja. Spurð hvaða Mizon-vara sé í uppáhaldi hjá henni segir hún 8% AHA Peeling sermið vera bjargvætt sinn. „Ég hugsa mjög vel um húðina mína, dekra við hana kvölds og morgna, en ég er bara eins og allir og ég fæ mínar bólur af og til og þá bjargar 8% AHA Peeling sermið mér. Einnig nota ég Sheet Masks 2-3 í viku, það er slökun mín á kvöldin eftir að stelpan mín er sofnuð.“ gudnyhronn@mbl.is Spennandi vefverslun Framúrskarandi húðvörur Bylgja Ýr bjó í Asíu í átta ár og þekkir því asískar húðvörur vel. 8% AHA Peeling sermið er „bjarg- vættur“ Bylgju. Bylgja mælir með að nota Sheet Masks frá Mizon til að ná slökun. Dolce & Gabbana hefur nú sent frá sér nýjar útgáfur af Light Blue- ilmunum, sumarútgáfu ársins 2016. Ilmirnir eru tveir, annars vegar er það Love in Capri sem ætlaður er konum og hins vegar er það Beauty of Capri sem ætlaður er körlum. Love in Capri ilmar meðal annars eins og blómið geitatoppur og mandarína en Beauty of Capri ilmar sem sítrusávöxtur og hefur við- arundirtón. Eins og nafnið gefur til kynna eru nýju Light Blue-ilmirnir innblásnir af eyjunni Capri og fagurbláa sjónum sem umlykur eyjuna. Þessir sumarlegu ilmir, sem minna helst á sólríkan dag á strönd- inni, fást í takmörkuðu upplagi. Dolce & Gabb- ana með nýja sumarilmi Nýjasta nýtt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.