Morgunblaðið - 02.06.2016, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
hef mjög gaman af þessu starfi, er
alltaf að gera nýja hluti og læra
eitthvað nýtt. Ég myndi helst vilja
vera í vöruþróun alla daga og ein-
blína á umhverfisþáttinn og tækni-
málin og vinna að því að koma okk-
ur út úr því neyslumynstri sem
tíðkast í dag á öllum sviðum, það er
algjörlega úrelt,“ útskýrir Björg,
sem verður þess vör að fólk velji
gjarnan mikið magn fata fram yfir
gæði því að það sé oft á tíðum ein-
faldast ákvörðunin. „Það er komin
hefð að kaupa nýtt frekar en að
laga, finna, þvo eða hvað það er sem
þarf að gera. En sem betur fer er
ákveðin vitundarvakning hafin í
sambandi við sóun og neyslu. Það
er ekki lengur flott að grobba sig af
því að þetta eða hitt hafi ekki kost-
að meira en einhver tiltekin upp-
hæð því að þýðir einfaldlega að ein-
hver annar er að borga
raunverulegt verð
vörunnar – vinnuafl
eða náttúran.“
„Reksturinn hefur
alltaf verið erfiður“
Björg segir fata-
hönnunarbransann að-
eins vera fyrir þrjósk-
asta liðið. „Reksturinn
hefur alltaf verið erfiður. En ég hef
alltaf átt mína frábæru viðskiptavini
sem elska fötin og nota þau við alls
konar tækifæri. Með árunum bæt-
ast svo alltaf nýjar konur við hóp-
inn og í dag eru t.d. dætur fyrstu
viðskiptavinanna minna meðal
minna bestu kúnna, það er ótrúlega
gefandi. Markaðurinn hér heima er
samt eiginlega of lítill fyrir „slow
fashion“-búð eins og Spaksmanns-
spjarir og það er mjög flókið að
fara á erlendan markað. Til þess
þarf þolinmótt fjármagn og áhættan
er mikil, meðal annars þar sem
krónan okkar er óútreiknanleg.
Framleiðsluferlið er langt og marg-
ar breytur eiga sér stað frá því að
S
purð hvenær hún hafi
byrjað í fatahönn-
unarbransanum kveðst
Björg hafa byrjað ung.
„Það má segja að ég
hafi byrjað ferilinn fyr-
ir fermingu. Þegar ég var 13 ára
réði ég fyrsta starfsmanninn til mín
til að sauma og breyta fötum. Það
var aðallega fyrir sjálfa mig en ég
fór síðan að framleiða og selja upp
úr því. Sem unglingur vann ég í
fataiðnaðinum á Akureyri og í fata-
verslunum í Reykjavík, þar til ég
fór í nám til Danmerkur,“ segir
Björg, sem útskrifaðist sem fata-
hönnuður árið 1987 frá Københavns
Mode- og Designskole. Síðan þá
hefur hún starfað sem fatahönn-
uður. „Ég vann í Max og 66°N á
sínum tíma við að koma útivist-
arfatnaðinum á koppinn sem tísku-
vöru. Á þessum tíma þótti ég ótrú-
lega bjartsýn þegar ég hélt því
fram að það þyrfti að gera útivist-
arlínur fyrir konur. Þá dugði að
eiga skíðaföt og regnjakka. Árið
1993 voru Spaksmannsspjarir svo
stofnaðar og við vorum þrjár saman
í byrjun. Á þeim tíma var staðan
svipuð og núna, sem sagt ekki mikið
um störf í þessu fagi og eina leiðin
til að starfa við fagið var að stofna
sitt eigið fyrirtæki. Árið 2014 keypti
ég svo meðeigenda minn út úr fyrir-
tækinu og seinna sama ár komu
dóttir mín og eiginmaður hennar
inn með mér.“
Björg og Björg í Spaksmanns-
spjörum hafa fyrir löngu runnið
saman í eitt
Björg segir einkalífið og starfs-
framann vera fyrir löngu orðið einn
og sama hlutinn. „Það hefur bara
ekki tekist,“ segir Björg spurð
hvernig hafi gengið að púsla per-
sónulega lífinu saman við vinnuna.
„Ég hef ekki hugmynd um hvernig
á að gera það. Björg og Björg í
Spaksmannsspjörum hafa fyrir
löngu runnið saman í eitt. Ég er
alltaf í vinnunni en ég velti mér
ekkert sérstaklega upp úr því. Ég
prufur eru gerðar og þar til pening-
urinn skilar sér á endanum í kass-
ann frá erlendri sölu. Þess vegna er
svo mikið atriði að aðal „útflutning-
urinn“ fari fram hér land í formi
sölu til ferðamanna.“
Björg segir miklar breytingar
hafa orðið á miðbænum á und-
anförnum árum, sumar góðar en
aðrar ekki. „Hér er nóg af fólki alla
daga vikunnar og yfirleitt mikil og
góð stemming. En svokallaðar
lundabúðir hafa verið að spretta
upp í auknum mæli í takt við fjölg-
un erlendra ferðamanna á kostnað
margra lítilla sérverslana. Ég verð
að viðurkenna að ég sakna fyrir-
tækjanna sem hafa farið af þessum
punkti sem mín verslun er á. Það
hafa a.m.k. sex íslensk
hönnunarfyrirtæki hætt eða flutt úr
nágrenninu á undanförnum sex til
sjö árum,“ segir Björg og telur upp
verslanirnar ELM, STEiNUNN,
Gust, Orr, Birna og ELLA. „Eft-
irspurnin eftir húsnæði fyrir minja-
gripaverslun er mikil og það hefur
leitt af sér hækkun á leiguverði í
miðbænum. Verð á húsnæði hefur
að minnsta kosti tvöfaldast á síð-
ustu tveimur árum. Þetta gerir það
að verkum að lítil fyrirtæki eru á
höttunum eftir ódýrara húsnæði en
vita ekki hvert þau eiga að fara.“
Spurð út í aukin viðskipti við er-
lenda ferðamenn kveðst Björg alltaf
fá fleiri og fleiri erlenda við-
skiptavini í verslunina sína. „En ég
hefði viljað sjá enn meiri vöxt í
samræmi við gífurlega fjölgun
ferðamanna sem koma til landsins.
„Vonandi er stutt í
að við getum öll
prentað fötin okkar í
3D-prenturum“
Björg Ingadóttir, fatahönnuður og einn af eigendum Spaksmannsspjara, er
reynslubolti í bransanum sem hún segir aðeins vera fyrir þá allra þrjóskustu, sér-
staklega þessa stundina þegar neyslumynstur fólks er eins og raun ber vitni;
þegar magn virðist oft skipta mestu máli. Björg er ekki hrifin af þessu neyslu-
mynstri en sér fram á vitundarvakningu hjá neytendum í nákominni framtíð.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
„Ég myndi helst vilja vera í
vöruþróun alla daga og ein-
blína á umhverfisþáttinn og
tæknimálin og vinna að því að
koma okkur út úr því neyslu-
mynstri sem tíðkast í dag.“
Húðfegrun er húðmeðferðarstofa sem sérhæfir sig í
heildrænum húðmeðferðum án skurðaðgerða. Húðfegrun
var stofnuð árið 2000 og er stofan sú eina sinnar tegundar
hér á landi. Eigendur stofunnar eru mæðgurnar Bryndís
Alma Gunnarsdóttir, hagfræðingur og Díana Oddsdóttir,
hjúkrunarfræðingur. Meðferðir á stofunni eru eingöngu
framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum sem hafa fengið
sérhæfða þjálfun á öll þau tæki og meðferðir sem stofan
hefur upp á að bjóða. Meðferðir stofunnar eru Laserlyfting,
Gelísprautun, Dermapen, Húðslípun, Litabreytingar í húð,
Háræðaslit og Rósroði, Ör og Húðslit, Háreyðing, Tattoo-
eyðing, Sveppaeyðing, Cellulite vafningur, Húðþétting
og Fitueyðing. „Hjá okkur geta allir fundið meðferð við
sitt hæfi þar sem stofan hefur upp á að bjóða gríðarlega
fjölbreytt úrval af húðmeðferðum,“ segir Bryndís.
Nýtt á markaðnum: Húðþétting og Fitueyðing
Starfsfólk á Húðfegrun er stöðugt að fylgjast með öllum
nýjungum sem koma á markaðinn og þeim meðferðum
sem skila viðskiptavinum bestum árangri. Nýjasta viðbótin
hjá okkur á Húðfegrun er gríðarleg bylting í líkams-
meðferðum. Meðferðirnar eru Húðþétting og Fitueyðing.
Húðþétting er meðferð sem byggir upp og þéttir slappa
húð. Það sem gerir meðferðina Húðþéttingu einstaka
er radio frequency (RF) tæknin sem tryggir örugga og
árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi
húðarinnar með náttúrulegum hætti. Hægt að framkvæma
meðferðina hvar sem er á líkama og andliti.
Fitueyðing er bylting í húðmeðferðum þar sem um er að
ræða nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar án
skurðaðagerða. Verið er að brjóta niður fitu og eyða henni.
Það sem gerir Fitueyðingu
einstaka er ultrasound
tæknin sem tryggir
stórkostlegan langtíma
árangur með náttúrulegri
aðferð. Engin sársauki
fylgir meðferðinni. Árangur
af Fitueyðingu er sam-
bærilegur við árangur af
fitusogi með skurðaðgerð
en það sem Fitueyðing
hefur fram yfir er að einstaklingur getur farið í vinnu strax
eftir meðferð.
Fitueyðing er meðferð sem hentar öllum sem vilja losna
við fitu sem erfitt er að losna við á ákveðnum svæðum
líkamans. Algengustu svæðin sem eru til vandræða þrátt
fyrir heilbrigt mataræði og heilbrigðan lífstíl eru undirhaka,
upphandleggir, læri og bak/hliðarfita á bæði konum og
körlum.
Persónuleg og fagleg þjónusta
Hjá Húðfegrun er lagt mikið upp úr persónulegri og fag-
legri þjónustu. Boðið er upp á viðtalstíma þar sem við-
skiptavinir geta fengið ráðleggingar hjá fagaðila. „Breyti-
legt er hvað hentar hverjum og einum, við leiðbeinum
öllum og finnum réttu meðferðina í samráði við hvern og
einn“ segir Bryndís. Húðfegrun er staðsett í Fákafeni 11,
2. hæð. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni,
www.hudfegrun.is
°Unnið í samstarfi við Húðfegrun
Húðfegrun ehf – Fákafen 11 – Sími 533 1320 – hudfegrun@hudfegrun.is - www.hudfegrun.is
Meðferðir stofunnar:
• Laserlyfting
• Gelísprautun
• Dermapen
• Húðslípun
• Litabreytingar
í húð
• Háræðaslit &
Rósroði
• Ör & húðslit
• Háreyðing
• Tattooeyðing
• Sveppaeyðing
• Cellulite
vafningur
• Húðþétting
• Fitueyðing
Húðmeðferðarstofan Húðfegrun
sérhæfir sig í heildrænum húðmeðferðum án skurðaðgerða
Fallegri og heilbrigðari húð með náttúrulegum húðmeðferðum