Morgunblaðið - 02.06.2016, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
1 Inga Lind Karlsdóttir, kynnir í The Biggest Loser og framleiðandi, skoraði hátt í könnuninni um bestklæddu konur landsins að mati karla. Inga Lind þykir geisla af heilbrigði og þokka og ef marka má stigin
sem hún fékk í þessari könnun er hún alveg með þetta. Inga Lind er óhrædd við að klæða sig í liti og í raun
ætti hún að vera í gulu allan daga því sá litur fer eitthvað svo vel við húðlitinn og hárið.
2 .Svava Johansen, forstjóri NTC eða Sautján-veldisins, var körlum ofarlega í huga. Það kemur ekki áóvart því að Svava er svo sannarlega með puttana á púlsinum þegar kemur að tísku og klæðaburði. Það
er þó ekki bara klæðaburðurinn sem er Svövu til sóma því hún hugsar vel um heilsuna og lætur ekki hvað
sem er ofan í sig.
3 Kolbrún Pálína Helgadóttir, fjölmiðlakona og markaðsstjóri Sporthússins, fékk mörg stig í þessarikönnun. Það kemur ekki á óvart því að hún er með þennan látlausa og áreynslulausa stíl. Hún klæðist
gjarnan mjúkum litum sem fara henni vel. Líkt og Svava hugsar Kolbrún Pálína vel um sig, æfir mik-
ið og fer oft í sjósund.
4 Lilja Sigurlína Pálmadóttir þykir ein af best klæddu konunum að mati karla. Húnhefur sinn persónulega stíl sem er blanda af rokki og afslappelsi. Hana má gjarnan
sjá í gallabuxum og vel sniðnum jökkum. Hún fílar gróf belti og er mikið í grófum flott-
um stígvélum – í það minnsta þegar hún mætir eitthvert opinberlega. Ef Lilja er ekki á
hestbaki norður í landi er hún á rauða dreglinum í Hollywood.
5 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, fjölmiðlakona á RÚV, þykir hafa fágaðan og sjarm-erandi fatastíl. Hún státar líklega af fallegustu upphandleggjum norðan Alpafjalla og
ætti aldrei að vera í neinu öðru en ermalausu. Þetta veit hún og notar þetta trix óspart í sjón-
varpinu.
6 Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Laugar Spa, þykir vel klædd. Hafdís, eða Dísa eins og hún er kölluð, ermikil skvísa og leggur mikið upp úr fallegum klæðaburði. Hún á gott töskusafn sem hún notar grimmt
og er oft í svörtum þröngum fötum sem klæða hana vel. Hún þolir það enda vel þjálfuð og með fallegar línur.
7 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er alltaf fallega klædd á þinginu. Björt hugsar vel umsig og kann að klæða sig fallega. Hennar stíll er klassískur en þó getur verið stutt í hippann og blandar
hún þessum stílum saman á heillandi hátt.
8 Edda Andrésdóttir, fréttaþulur á Stöð 2, hefur einstakan fatastíl.Hún á örugglega eitt stærsta jakkasafn landsins og nær einhvern
veginn að vera alltaf eins og klippt út úr franska Vogue í kvöldfrétt-
unum.
9 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra komst á blað. Hún hefurverið töluvert áberandi upp á síðkastið eða eftir að hún tók við
embætti. Hún hefur þennan elegant stíl og þeir sem nefndu Lilju á þess-
um lista töluðu sérstaklega um hvað hún væri glæsileg í hvíta jakkanum.
10Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, vakti athygli fyr-ir klæðaburð sinn þegar hún var ráðherra. Ragna hefur unun af fal-
legum fötum og veit nákvæmlega hvað klæðir hana best. Svo er hún alltaf með flott gler-
augu sem setja punktinn yfir i-ið.
11Birta Björnsdóttir, fatahönnuður í Júniform, þykir ákaflega fallega klædd. Birtaklæðir sig alltaf eins og ævintýraprinsessa enda gengur hún mest í eigin hönnun.
12Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, er alltaf fallega klædd. Á sinn látlausa háttfylgir hún ráðandi tískustraumum án þess að verða þræll tískunnar.
13Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þykir hafa áberandi góðanfatasmekk.
14Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er og hefur alltaf verið áberandi fallega klædd. ÞorgerðurKatrín er kannski ekki mjög frumleg þegar kemur að klæðaburði en hún veit hvað klæðir hana best og vinnur með
það. Hún gengur mikið í íslenskri hönnun og er óhrædd við liti.
15Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur, er líka óhrædd við að klæðast litumog sést oft í íslenskri hönnun. Áslaug þykir hafa þennan afslappaða heillandi fatastíl sem er svo sjarmerandi.
Yfir 30 karlar úr öllu litrófi atvinnulífsins tóku þátt í þessari könnun.
Svava
Johansen
Edda
Andrésdóttir
Ragna
Árnadóttir
Inga Lind
Karlsdóttir
Lilja
Pálmadóttir
Hafdís
Jónsdóttir
Álfrún
Pálsdóttir.
Hildur
Sverrisdóttir
Klæðaburður kvenna er sérstök fræði út af fyrir sig.
Reglulega velja konur best klæddu konurnar. Við
ákváðum að fara aðra leið og spyrja karla hverjar
væru best klæddu konurnar að þeirra mati.
Marta María | martamaria@mbl.is
best klæddu konurnar
að mati karla
Lilja
Alfreðsdóttir
Áslaug
Guðrúnar-
dóttir
Björt
Ólafsdóttir
15
Kolbrún
Pálína
Helgadóttir.
Ragnhildur
Steinunn
Jónsdóttir
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
Birta
Björnsdóttir