Víkurfréttir - 17.07.2003, Side 14
Feður fasteignasalanna! Það fór vel á með þeim Ragnari Jónassyni og
Jóni Böðvarssyni í opnunarhófinu. Ragnar erfaðir Sigurðar og Jón er
faðir Böðvars fasteignasala og bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ.
+
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar,
faðir, tengdafaðir, bróðir og afi,
Jens Ingvi Arason
Mávabraut 3d, Keflavík,
sem lést þriðjudaginn 8. júlí verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. júlí kl 14:00.
Hjördís Ólafsdóttir,
Halldóra Jensdóttir, Ari Sigurðsson,
Halldóra Ingibjörg Jensdóttir, Rúnar J. Garðarsson,
Bjarney Rut Jensdóttir, Jóhann Geir Hjartarson,
Fanney Jensdóttir,
Jóhann Liljan Arason,
Ágúst Guðjón Arason,
Halldór Ari Arason,
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát
og útför ástkærs frænda okkar
Jóhanns Bergmanns Guðmundssonar (frænda)
Melstað,
Klapparstíg 16, Ytri Njarðvík
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
Garðvangi, Garði.
Þórunn Magnúsdóttir,
Þórhanna og Hrefna Guðmundsdætur
Falleg ný húsakynni að Hafnargötu 20 í Keflavík:
Eignamiðlun
Suðurnesja
og Húsanes
flytja í nýtt
skrifstofu-
og íbúðahús
Eignamiðlun Suðumesja,
Húsanes og Fasteigna-
félagið Þrek opnuðu nýtt
glæsilegt skrifstofuhúsnæði að
Hafnargötu 20, Reykjanesbæ
fyrir síöustu helgi. Auk þess
voru formlega teknar í notkun
fjórar ieiguíbúðir á 2. og 3.
hæð hússins.
Fjölmenni var við sérstaka mót-
töku hjá fyrirtækjunum þremur.
Eignamiðlun Suðumesja stendur
á tímamótum um þessar mundir,
en fyrirtækið fagnar nú 25 ára
aftnæli og sagði Sigurður
Ragnarsson fasteignasali að tími
hafi verið komin á breytingar.
„Ég þurfti að gera eitthvað meira
en að mála og skipta um hús-
gögn“.
í ávarpi sem þeir bræður,
Sigurður og Halldór Ragnars-
synir héldu gestum kom fram að
Húsanes er einnig að fylla aldar-
fjórðunginn, en félagið var stofn-
að ári síðar en Eignamiðlun
Suðumesja. Húsanes hefur sam-
tals byggt um 500 íbúðir á þess-
um tíma og fjöldann allan af
atvinnuhúsnæði bæði hér á
Suðumesjum og víðar.
Fasteignafélagið Þrek er síðan
undir vemdarvæng Húsaness, en
er í eigu þeirra og fleiri aðila. Það
leigir út íbúðir á efri hæðum
hússins að Hafnargötu 20 og
stendur að byggingu fleiri íbúða
sem verða kynntar nánar síðar.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar
Bragi í opnunarhófínu.
14
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!