Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2003, Page 18

Víkurfréttir - 17.07.2003, Page 18
Fimmti sigur Grindvíkinga Grindavík sigraði Val 2-1 á Hlíðarenda í Lands- bankadeildinni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld en þetta var fimmti sigur Grindvíkinga í röð í deildinni. Grindvíkingar misstu mann útaf á 46. mínútu en þrátt fyrir það að vera manni færri höfðu þeir sigur í hörkuleik. Oli Stefán Flóventsson kom Grindavík yfir á 25. mínútu eftir góða sendingu ffá Paul McShane og þannig var staðan í hálfleik. Ray Jónsson fékk rauða spjaldið á 46. mínútu fýrir brot á Sigurði Þorsteinssyni en fiestum ber saman að það hafi verið afar hæpinn dómur hjá Ólafi Ragn- arssyni, dómara leiksins. Paul McShane kom Grindvík- ingum yfir í 2-0 á 70. mínútu og þá virtist þetta vera komið hjá þeim gulklæddu en Armann Smári Bjömsson leikmaður Vals náði að minnka muninn á 80. mínútu en lengra komust þeir ekki. Axmann Smári átti reyndar skalla í slánna í lokamínútum leiksins en inn vildi boltinn ekki. Bæði Þorlákur Arnason og Bjami Jóhannsson þjálfarar lið- anna vom sammála eftir leikinn að rauða spjaldið hafi verið bull og það að Valsmenn hefðu átt að fá vítaspymu mínútu síðar. Þetta var fimmti sigur Grindvík- inga í röð og þeir eru komnir í þriðja sæti deildarinnar, með 18 stig eins og Þróttur sem er í öðm sæti deildarinnar. Víkingur og Keflavík skiidujöfn Víkingur og Keflavík skildu jöfh, 1:1, í 1. deild karla í knattspymu fyrir helgi. Daníel Hjaltason kom Víkingi yfir úr vítaspymu strax á 3. mínútu en Ólafur Ivar Jónsson jafnaði fyrir Keflvíkinga á 37. mínútu. Keflvíkingar eru með sex stiga forystu á toppi 1. deild- ar þegar umferðin er háfnuð. Njarðvík vann Aftureidingu Njarðvíkingar unnu Aftureldingu 3-1 í 1. deild karla í knattspymu í Njarðvík. Afturelding komst yfir snemma leiks en Jón Fannar Karlsson, Eyþór Guðnason og Sverrir Þór Sverrisson svöruðu fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig en þijú önnur lið í deildinni hafa sömu stigatölu. Meistaramót Meistaramót golfklúbbanna eru haldin þessa vikuna. Hér er um að ræða eitt stærsta mót sumarsins og hjá Golfklúbbi Suðurnesja eru nær 200 þátttakendur en einnig er góð þátttaka í Sandgerði og Grindavík. Einmuna veðurblíða leikur þessa dagana við lands- menn eins og þessar myndir sýna sem teknar voru á Hólmsvelli í meistaramótsstemningu. Meistaramótunum lýkur á laugardag. Hér má sjá nokkrar hressar kvensur á 18. flöt að Ijúka leik. í sumarblíðu! Ástþór Valgeirsson, (t.v.) 72 ára gamall kylfingur fór holu í höggi í annað sinn á ferlinum þegar hann setti beint í holu á 8. braut í fyrrakvöld. Ketill Vilhjálmsson, sem var meðal spilafélaga Ástþórs hefur farið tvisvar holu í höggi á þessari braut. Hann lagði sinn bolta upp að pinna og fékk léttan fugl. Ástþór lét það ekki nægja og lék holuna á einu höggi. Hér eru þeir félagar með Þorstein Erlingsson á milli sín sem vildi heyra golfsöguna! { 1 -.-afe- ' nyl '1 I f ^ mmmm 3." 3m\í lyl . | 11 I FJÖRÍ FYRIRTÆKJA MÓTIGS Múr og Málningar- þjónustan varð í efsta sæti í Fyirtækjamóti GS sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru si. föstudag. Húsanes varð i 2. sæti, Trésmiðja Madda og Guðna í þriðja sæti og IGS, Keflavíkurflugvelli í 4. sæti. Hluti verðlaunahafa sést hér á myndinni, allir glaðbeit- tir enda verðlaun óvenju glæsi- leg. 18 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.