Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Bfldshofoa 16, 110 Reykjavfk • 414 84 00 • www.martex.is MARTEX Vinnufataverslun Fákafeni 11 Fatnaður fyrir fagfólk Píratar eru búnir að halda sittfyrsta prófkjör og slógu með því líklega heimsmet í þátttöku. Eða þátttökuleysi. Heilir 78 píratar kusu á milli 14 frambjóð- enda, sem ætla má að séu hluti þessara 78.    Og nú streyma framboðshugleið-ingar annarra pírata inn á net- ið. Ásta Guðrún Helgadóttir hefur lýst yfir framboði sínu í prófkjöri í Reykjavík. Hún lýkur framboðs- yfirlýsingu sinni með þessum orð- um: „Ég hlakka til þess að vinna með Pírötum út um land allt í kom- andi kosningabaráttu! Yarr!“    Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-maður Pírata, vill ekki fara fram aftur en ætlar að vinna í gras- rót flokksins á næsta kjörtímabili og bjóða sig svo fram aftur árið 2020, eða fyrr. Með ákvörðun sinni um að hætta segist Helgi ekki vera að draga sig út úr starfi Pírata, heldur þvert á móti.    Jón Þór Ólafsson, fyrrverandiþingmaður, veltir fyrir sér framboði til að tryggja reynslu í þingflokki pírata. Hann hætti í fyrra eftir fullra tveggja ára þaul- setu, þar sem Pírataverkefnið væri þá orðið „sjálfbært“ eins og hann lýsti því.    En nú þarf sem sagt aftur áreynslu Jóns Þórs að halda og það þrátt fyrir að enn sitji Birgitta Jónsdóttir ótrauð á þingi.    Og ekki er nóg með að hún látiekki bilbug á sér finna. Nú hafnar hún því fyrir fram og af stöku lítillæti að verða ráðherra, en ætlar að verða forseti Alþingis í staðinn. Er það ekki tilvalið! Píratar hugleiða framtíð sína STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 14 rigning Ósló 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 skúrir Stokkhólmur 19 léttskýjað Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 19 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 13 skýjað London 20 léttskýjað París 16 súld Amsterdam 19 rigning Hamborg 18 léttskýjað Berlín 21 léttskýjað Vín 21 rigning Moskva 23 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 25 rigning Mallorca 28 heiðskírt Róm 27 heiðskírt Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 22 léttskýjað New York 24 skýjað Chicago 22 skýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:14 23:52 ÍSAFJÖRÐUR 2:14 25:01 SIGLUFJÖRÐUR 1:52 24:49 DJÚPIVOGUR 2:31 23:33 Tveir sérfræð- ingar Náttúru- stofu Norðaust- urlands, Yann Kolbeinsson og Þorkell L. Þór- arinsson, eru meðal höfunda nýrrar rann- sóknar á farhátt- um og vetr- arstöðvum stuttnefja í Norður-Atlantshafi. Alþjóðleg rannsókn Rannsóknin er fjölþjóðlegt sam- starfsverkefni og birtust nið- urstöður hennar í tímaritinu Biologi- cal Conservation nýlega. Þær eru m.a. að þeir stofnar stuttnefju sem hafa vetursetu í Kanada eru stöð- ugir en stofnarnir á Svalbarða og Ís- landi hafa minnkað töluvert. Stuttnefja er svartfugl og stærsta tegund svartfugls eftir að geirfugl- inn dó út. Helsta ógnin við fuglinn virðist vera fæðuskortur en breyt- ingar á hafsvæðinu í kringum landið hafa valdið minnkun á fæðustofnum sjófugla. elvar@mbl.is Stuttnefju fækkar við Ísland  Hnignun líklega vegna fæðuskorts Svartfugl Stutt- nefjur í Papey Tvær nýjar stofnanir hafa tekið til starfa eftir sameiningu og endur- skipulagningu sem hefur í för með sér töluverðar breytingar í stofnanakerfi ríkisins. Ný Hafrannsóknastofnun Hafrannsóknastofnun og Veiði- málastofnun hafa verið sameinaðar í eina rannsóknastofnun um nytja- stofna undir heitinu Hafrannsókna- stofnun, rannsókna- og ráðgjafar- stofnun hafs og vatna. Starfs- stöðvar nýju stofnunarinnar verða þær sömu og stofnanirnar tvær höfðu fyrir sameiningu en Sigurður Guðjónsson verður forstjóri. Óvissa er um hvar stofnunin verður til húsa í framtíðinni. Tekin verður í notkun einn vefur hafogvatn.is þar sem tilkynningar og upplýsingum verða birtar en eldri heimasíður stofnananna verða þó uppi fyrst um sinn. Skógræktin endurskipulögð Skógrækt ríkisins og landshluta- verkefni í skógrækt hafa verið sam- einuð í nýja stofnun sem ber heitið Skógræktin. Nýja stofnunin tók til starfa nú um mánaðamótin. Hér- aðs- og Austurlandsskógar, Suður- landsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum og Norðurlandsskógar munu allir heyra undir nýju stofnunina. Þröst- ur Eysteinsson verður áfram skóg- ræktarstjóri og höfuðstöðvar Skóg- ræktarinnar verða áfram á Egils- stöðum. „Sameining þessara fimm skóg- ræktarverkefna og skógræktar rík- isins eru stór tímamót og hefur gengið afar vel,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auð- lindaráðherra, í ávarpi sem hún flutti á Silfrastöðum í tilefni sam- einingarinnar. elvar@mbl.is Tvær nýjar stofnanir taka til starfa  Ný Hafrannsóknastofnun og Skógrækt verða til eftir sameiningu stofnana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.