Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 10
SVIÐSLJÓS
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Það sem er í hillunum í okkar
búðum er eitthvað sem selst. Við
hendum út þeim vörum sem ekki
seljast. Hver fermetri er dýr í
búðinni og leiguverð í miðbænum
er svo hátt að það er ekki hægt
að hafa vörur sem ekki seljast,“
segir Jón Andrés Valberg, einn af
eigendum Bolasmiðjunnar sem
rekur heildsölu sem selur minja-
gripi til fjölda fyrirtækja. Þá rek-
ur félagið sex verslanir, meðal
annars Ísbjörninn við Laugaveg,
Woolcano og Ég tala ekki ís-
lensku á Skólavörðustíg, sem sel-
ur ýmiskonar varning til ferða-
manna.
Töluvert hefur verið gagnrýnt
að miðbærinn sé að verða eins-
leitur í verslunarflórunni og finn-
ur Jón fyrir því sjálfur. Hann
mundi vilja að fjölbreytnin ykist
en til að svo gæti orðið þyrfti
leiguverð á húsnæði í miðbænum
að lækka. „Það þarf að hafa mikla
veltu til að geta borgað leiguna,
laun og vörur. Það þarf að vera
verslun með biðröð á kassann,
alla daga, allan daginn. Annars
nær viðkomandi ekki að reka sig
á Laugaveginum. Það er leið-
inlegt því það minnkar fjölbreyti-
leikann, sem okkur finnst leið-
inleg þróun.“
Lopapeysurnar vinsælar
Flest allt sem er til sölu í
minjagripabúðunum er íslensk
hönnun en einnig er margt búið
til erlendis. „Við seljum töluvert
af bolum í okkar verslunum. Það
er okkar hönnun sem við prentum
hér heima. Við eigum okkar
prentsmiðju en bolurinn er vissu-
lega ekki saumaður hér á Íslandi.
Annað, eins og bolla og staup og
annað álíka, borgar sig ekki að
láta merkja á Íslandi þannig það
er gert annars staðar.
Við kaupum í gegnum breska
birgja, til dæmis litla lunda sem
eru framleiddir í Kína. En það
sem er fyrir ferðamanninn í okkar
búðum hönnum við sjálfir, gerum
sjálfir eða látum gera fyrir okkur
erlendis,“ segir Jón Andrés.
Eitt af því sem hefur alltaf
haldist vinsælt í vörulínu Bola-
smiðjunnar eru íslensku lopapeys-
urnar en 30 konur, víðsvegar á
landinu, prjóna fyrir fyrirtækið.
„Þær seljast alltaf mjög vel. Ég
var einmitt að hringja til Seyðis-
fjarðar að biðja um svarta peysu í
grunninn með hvítu gömlu
munstri,“ segir hann.
Aðrir með erlendar vörur
Lovísa Óladóttir, framkvæmda-
stjóri Rammagerðarinnar, sem er
með eina stóra minjagripaverslun
á Keflavíkurvelli auk annarrar
minni, þrjár verslanir í miðbæ
Reykjavíkur og eina á Akureyri,
segir að fyrirtækið sé að reyna að
halda í sögu sína, en verslunin er
elsta minjagripabúð landsins.
„Það sem við státum af í okkar
verslunum er mikil breidd. Kúnn-
inn okkar er að leita að íslenskri
vöru og íslensku handverki og við
gerum út á slíkt. Við erum að
reyna að byggja á þessari gömlu
Rammagerðar-arfleifð og eftir því
sem árin líða þá nær maður betri
tökum á því. Þegar ég byrjaði fyr-
ir fimm árum hjá fyrirtækinu var
mun meira af innfluttri vöru hér í
hillum. Aðrir hafa tekið við því er-
lenda og við viljum einbeita okkur
að gömlu hugmyndunum.“
80 þúsund króna vara á lager
Íslenska ullarpeysan selst mjög
vel, ullarteppin og húfur og vett-
lingar auk annars sem er búið til
að miklum meirihluta hér á Ís-
landi. „Við seljum mikið af póst-
kortum, seglum sem Íslendingar
gera, litlum eftirlíkingum af ís-
lenskum byggingum þó eitthvað af
þeim sé búið til í Taívan.“
Viðskiptavinir eyða að meðaltali
6-10 þúsundum í verslunum
Rammagerðarinnar en með auk-
inni flóru ferðamanna er orðið
gerlegt að selja dýrari vörur.
„Með auknum straumi ferðamanna
hefur breiddin einnig aukist. Við
seljum töluvert af dýrari vöru. Við
getum núna átt 50-80 þúsund
króna vöru á lager, sem seldist
varla fyrir fjórum árum,“ segir
hún.
Ekki pláss fyrir það sem ekki selst
Vörurnar í minjagripabúðunum eru að stórum hluta búnar til á Íslandi Leita til birgja í Kína,
Bretlandi og Þýskalandi með það sem upp á vantar Sóst er eftir íslenskri hönnun og handverki
Morgunblaðið/Þórður
Skoðað Minjagripaverslanir eru víða í miðbæ Reykjavíkur en þar er hægt að finna mikið vöruúrval viðkomandi Íslandi.
Ísland Mikið af fatnaði er saumað erlendis en hannað á Íslandi.
Jón Andres
Valberg
Lovísa
Óladóttir
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Byrjað er að taka upp kartöflur á
Seljavöllum í Hornafirði. Nýju kart-
öflurnar fara í sölu í Nettó á Höfn
en fyrsta sending er væntanleg til
Reykjavíkur í dag. „Sennilega eru
þetta um þrjú tonn sem ég er búinn
að taka upp í það heila, það fara
rúm tvö tonn suður í fyrramálið,“
sagði Hjalti Egilsson, bóndi á Selja-
völlum í gær.
„Það er hin snemmsprottna Pre-
mier sem er verið að taka upp, núna
síðan verður kannski hægt að byrja
að taka upp Gullaugað í næstu
viku,“
segir Hjalti. Hann segir hlýindi
yfir sumartímann hafa mikið að
segja fyrir vöxt kartöflunnar en það
skipti líka miklu máli hvernig akr-
arnir komi undan vetri. Mjög mik-
ilvægt sé að frost sé farið úr jörðu
þegar kartöflur eru settar niður og
því fari það mikið eftir vetrinum
hvenær hægt sé að hefja sáningu.
Hjalti segir fyrstu kartöflurnar
vera nokkuð smáar en það sé eðli-
legt í fyrstu uppskeru. Kartöflurnar
hafi þó sprottið vel hingað til.
400 tonn á innlendan markað
Kartöfluuppskeran í fyrra var af-
ar góð. Þá seldi Hjalti í heildina um
400 tonn af kartöflum á innlendan
markað. „Það var mjög góð upp-
skera af Gullauga í fyrrahaust og
við erum bara nýbúnir að selja þær
kartöflur, nú er svo að byrja ný ver-
tíð,“ segir Hjalti.
Hann segir gott að geta selt sem
mest yfir sumarmánuðina þar sem
annars þurfi að koma kartöflunum í
geymslu. elvar@mbl.is
Kartöflur Hjalti Egilsson, bóndi á
Seljavöllum í Hornafirði.
Nýjar kartöflur
á leið í verslanir
Fyrsta kartöfluuppskera sumarsins