Morgunblaðið - 04.07.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
Hjólavagnar
Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is/hjolavagnar | stilling@stilling.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég stunda sjálfs-þurftarbúskap og þessirfuglar munu enda áborðinu hjá okkur Mæju,
enda er bannað að selja þetta kjöt.
En við gefum vinum og vanda-
mönnum að sjálfsögðu stundum
bringur og læri. Þetta er gott dökkt
kjöt sem við matreiðum á einfaldan
hátt, setjum inn í ofn og kryddum
með salti og pipar,“ segir danski
búfræðingurinn Mads Jörgensen
þegar hann hleypir út í rigninguna
hvæsandi gæsahjónum með hóp af
rúmlega mánaðargömlum ungum.
Inni kúra nokkrar bústnar endur.
Þessi fiðurfénaður Mads held-
ur til í gamla bænum í Gýgjarhóls-
koti í Biskupstungum, en þar býr
Eiríkur móðurbróðir Maríu Jóns-
dóttur, sem er sambýliskona Mads.
„Ég fæ að hafa dýrin mín hér á
meðan við Mæja erum að byggja
okkar eigin bæ hér í sveitinni, og
þangað flytjum við með skepnurnar
þegar það er tilbúið.“
María segir að landspildan
þeirra sé úr landi Kjaransstaða og
þau séu að hugsa um að láta bæinn
heita Maríugerði.
„Afabróðir minn, Arnór Karls-
son sem bjó í Arnarholti, gantaðist
oft með það að ég ætti eftir að gera
hjáleigu úr landi hans sem heita
mundi Maríugerði. Þetta fór í taug-
arnar á mér þegar ég var unglingur
en það hefur breyst og sennilega
munum við sækja um þetta nafn,“
segir María og bætir við að þar
muni hún heimta að vera með roll-
ur, sem gætu reyndar tekið upp á
því að éta trén hans Mads, en hann
hefur þegar byrjað að gróðursetja
trjáplöntur fyrir skjólgerði við kom-
andi Maríugerði.
En endur og gæsir eru ekki
eini fiðurfénaðurinn sem Mads
ræktar; hann er líka með dúfur,
hænur og hana.
„Fólk heldur að dúfur séu frið-
elskandi en þær slást heilmikið og
halda eins mikið framhjá og þær
mögulega geta,“ segir Mads og
hlær. „En þær eru afar gómsætar.
Kjötið af þeim er dökkt og ekki líkt
neinu öðru sem við höfum smakkað.
Við slátrum þeim rúmlega
mánaðargömlum.“
Í öðru hólfi dúfnakofans vekja
athygli tveir sérlega stórir hanar
með loðnar lappir, en þeir eru af
Brama-kyni. „Jú, jú, við borðum
líka hanana,“ segir Mads, sem því
næst fer með okkur út að litlum
kofa og gerði þar sem hann er með
tvö svín. Þetta eru ungar gyltur
sem bera nöfnin Styggi Gummi og
Spaki Gummi, í höfuðið á verknema
sem var á bænum.
„Eitthvað urðu þær að heita.
Og er ekki alltaf verið að tala um
jafnrétti? Við höfum með þessu til-
einkað okkur nýju nafnalögin, þar
sem allt er leyfilegt.“ Mads segir
Gummana tvo væntanlega eiga eftir
að verða beikon og skinka á jóla-
borði hans og Maríu.
Kráka smalar hænunum
Því næst höldum við út á tún
skammt frá bænum þar sem Mads
er með 25 brúnar hænur og 25
hvítar í lágreistum aðskildum skýl-
um.
„Þetta er eggjaframleiðslan
mín og það er munur á hænunum,
Danskur smábóndi
í íslenskri sveit
Mads og Mæja eru að byggja sér bæ sem fær sennilega nafnið Maríugerði. Þar
ætla þau að vera með hinar ýmsu skepnur, endur, gæsir, dúfur, hænur og grísi. Og
auðvitað ætla þau að rækta sjálf sitt grænmeti, jarðarber og kartöflur. Mæja seg-
ist ætla að heimta að vera með kindur, sem eflaust muni borða trén hans Mads.
Fiðurfé Gæsaparið hvæsti til varnar ungum sínum þegar Mads rak þær út.
Þegar strandverðir komu til starfa
um helgina á ströndinni „Dockweiler
State “ í henni Kaliforníu reyndist
dauður hvalur vera þar í flæðarmál-
inu og lagði svaðalega vonda lykt af
hræinu eins og ævinlega gerir af
rotnandi holdi.
Mikið var reynt að koma þessari
stóru skepnu á haf út hið fyrsta, svo
strandgestir þyrftu ekki frá að hverfa
vegna dauns, og tók það sinn tíma og
gekk nokkuð brösuglega. Fyrst var
reynt að koma böndum á hvalinn og
tengja þau við báta, en það dugði
ekki til, svo grípa varð til þess ráðs
að fá stórvirkar vinnuvélar til að
moka ferlíkinu út á dýpi. Fólk dreif að
enda ekki oft sem þetta gerist á
þessum slóðum, en von er á þús-
undum strandgesta til Suður-
Kaliforníu á sjálfan fjórða júlí. Gera
má ráð fyrir að penir strandgestir
muni hlaupa hratt í burtu með hand-
klæði sín ef inn um þeirra fögru við-
kvæmu nef berst sú stæka ýldulykt
sem leggur af dauðum dýrum. Því er
ekki að undra að alls hafi verið freist-
að til að fjarlægja hræið af hvalnum,
því búast má við litlum viðskiptum á
illa lyktandi strönd.
Gripið til ýmissa ráða til að koma hvalnum aftur á haf út
Illa lyktandi hvalshræ gleður
ekki nebba strandgesta
AFP
Oj Stúlkur grípa fyrir nef sér þegar þær mæta fnyknum á ströndinni.
Íslenska landsnámshænan er merki-
legur fugl og full ástæða fyrir okkur
að passa upp á hana, vernda hana
og viðhalda. Allir sem kynnst hafa
hænum og umgengist þær í lengri
tíma vita að þær eru skemmtilegar
og ljúfar í umgengni. Á vefsíðunni
www.haena.is sem er heimasíða eig-
enda- og ræktendafélags landnáms-
hænsna má fræðast um þessa fögru
skepnu. Þar eru meðal annars ýmis
góð ráð og líka hænsnasálfræði. Á
þessari skemmtilegu síðu kemur
eftirfarandi fram um vinskap
hænsna:
„Hænur velja sér stundum „vin-
konur“ úr hænsnahópnum og sumar
hænur halda sig saman alla ævi. Oft
eru það 2-3 ungar úr sama klaki
sem halda hópinn, en það kemur
fyrir að hænur á ólíkum aldri velji
félagsskap hvor annarrar um langan
eða skamman tíma. Hanar eiga sér
oft „uppáhaldshænu“ sem er eins
konar fyrsta frú í hópnum og það
fer frekar eftir skapferli hænunnar
en aldri hvaða hænu hann velur.
Vefsíðan www.haena.is
Hænur velja
sér uppáhalds
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Íslenska landnámshænan Þessar
eru frá Lyngbrekku í Reykjadal.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.