Morgunblaðið - 04.07.2016, Síða 13
Morgunblaðið/Kristín Heiða
þær hvítu verpa hvar sem er,
stundum beint á grasið, en þær
brúnu verpa einvörðungu í varp-
kassana. Ég færi skýlin til þegar
þær eru búnar að kroppa grasið
sem er undir þeim, en þær borða
líka orma og skordýr sem þær
finna. Með því að færa skýlin fá
hænurnar nýtt undirlag og það
dregur úr smitálagi. Auk þess verð-
ur gaman að sjá á næsta ári hvort
það verður meira gras þar sem
hænurnar hafa verið. Þetta er til-
raun hjá mér, en þessi hugmynd
kemur frá bandarískum manni, Joel
Salatin, sem byrjaði á þessu á ní-
unda áratugnum,“ segir Mads og
bætir við að stundum hafi hæn-
urnar sloppið út og ekki sé auðvelt
að ná þeim.
„Tíkin mín hún Kráka sér um
að smala þeim saman aftur. Hún
hefur líka náð nokkrum minkum
fyrir mig, meðal annars mink sem
drap hjá mér á einu bretti tuttugu
og eina hænu.“
Bjó í Borgundarhólmi
Mads flutti til Íslands fyrir tólf
árum og hann er með dagsetn-
inguna á hreinu, það var 15. apríl.
Hann segist kunna vel við að búa á
Íslandi og hann vinnur á kúabúi á
bænum Fossi í Hrunamannahreppi.
„Ég bjó í sveit í Danmörku, í
Borgundarhólmi, og foreldrar mínir
voru með hænur, nautkálfa, hross,
svín og andar- og gæsaunga. Ég
var með fugla þegar ég bjó í Dan-
mörku en ég byrjaði ekki að rækta
fugla hér á Íslandi fyrr en haustið
2009. Mér finnst gaman að rækta
bæði skepnur og gróður, ég er með
gróðurhús hjá tengdaforeldrum
mínum í Arnarholti og þar rækta
ég grænmeti, jarðarber og kart-
öflur. Þar er ég líka með bý-
flugnabú. Ég geri ráð fyrir að halda
áfram uppteknum hætti og svo verð
ég fullgildur smábóndi þegar við
Mæja flytjum í Maríugerði, það er
draumurinn.“
Lærði að búa til brennimerki
með því að fylgjast með afa
Þá er komið að því að forvitn-
ast um þá staðreynd að María lærði
af afa sínum, Jóni Karlssyni, að búa
til brennimerki.
„Jú, ég hef búið til nokkur slík.
Það er ekkert flókið, en til að geta
búið til brennimerki þarf að verða
sér úti um koparstykki, sem er ekk-
ert mjög auðvelt. Síðan þarf að hita
koparinn og berja hann til svo að
þetta verði í laginu eins og maður
vill hafa það. Ég lærði af afa að
nota meitla til að móta stafi og töl-
ur úr málminum, maður sker þetta
bara út með járnsög, litlum bor og
meitlum. Meitlarnir okkar eru
heimagerðir, Jón afi minn var flink-
ur að endurnýta hluti og hann bjó
til meitla úr sláttuvélarhnífum, því
þeir eru sérstaklega hertir til að
halda biti. Ef manni tekst að skera
meitla úr hnífnum án þess að hita
málminn of mikið svo hann tapi
ekki herslunni verða þetta góðir
meitlar.“
María dregur fram brenni-
merki sem hún hefur búið til, með
stöfunum EirikrJ.
„Þetta er endurgerð á öðru
eldra, erfðagrip sem Eiríkur frændi
minn fékk frá nafna sínum sem bjó
hér í nágrenninu fyrir margt löngu
og var kallaður stutti Eiríkur. Við
eigum upprunalega brennimerkið
hans, það er gripur sem ætti að
vera á Þjóðminjasafninu, því þessi
karl var fæddur á nítjándu öldinni.
Það var orðið gamalt og slitið svo
ég gerði nýtt fyrir Eirík, því allar
kindur á bænum eru brennimerktar
með þessu.“
Mæja er hógvær og segir að
brennimerkin sem hún og Jón afi
hennar hafa búið til séu klunnaleg, í
það minnsta í samanburði við mörg
eldri brennimerki. „Ingvar í Arnar-
holti bjó til brennimerki sem voru
listasmíði, stafirnir voru svo flottir
að það var eins og úr prentvél
Morgunblaðsins,“ segir hún og hlær
og bætir við að hún geti alveg tekið
að sér að búa til brennimerki fyrir
fólk ef það sækist eftir því. Nafnar Gylturnar Spaki Gummi og Styggi Gummi eru góðir vinir.
Gantast Mads og María
slógu á létta strengi við
svínastíuna.
Varphænur Mads færir skýlin til svo þær fái reglulega hreint undirlag.
Kurr Þeim leist ekki meira en svo á gestina, dúfunum hans Mads.
Flott Mæja bjó til brennimerkið
Mæja, svona kemur það út á horni.
Lagin Mæja með mörg brennimerki
sem hún og afi hennar bjuggu til.
Heimagert Mæja með brennimerki
sem öll eru búin til heima.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
AFP
Atgangur Strandverðir freista þess að ná dauðri skepnunni af ströndinni
með því að koma á hana böndum sem síðan voru tengd voru við báta.
AFP
Ýta Ekkert minna en öflug beltagræja dugði til að koma flykkinu til hafs. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.