Morgunblaðið - 04.07.2016, Page 16

Morgunblaðið - 04.07.2016, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fátt getur núkomið í vegfyrir að Do- nald Trump hljóti útnefningu á lands- fundi Repúblík- anaflokksins, þrátt fyrir að enn heyrist raddir sem vilji að reglur flokksins verði sveigðar til að koma í veg fyrir það. Þá hefur Bernie Sanders loks lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton demókrata- megin og getur hún því horft áhyggjulaus fram á veginn, í það minnsta hvað það snertir. Rannsókn alríkislögreglunnar FBI á tölvupóstsmálinu svo- nefnda hangir þó enn yfir henni eins og Damóklesarsverð og á laugardag fór hún í skýrslutöku vegna málsins hjá FBI. Það er ekki til að styrkja stöðu hennar, en fellir hana svo sem ekki heldur gangi málið ekki lengra. Flestar skoðanakannanir benda við fyrstu sýn til þess að Clinton eigi sigur nánast vísan í haust. Þegar skyggnst er und- ir yfirborðið birtist önnur mynd. Í flestum skoðanakönn- unum sem horft hefur verið til er aðeins spurt um Clinton og Trump. En það eru fleiri í framboði en repúblíkanar og demókratar, þó að það fari ekki alltaf hátt. Þegar einnig er spurt um þá breytist myndin verulega. Í nýlegri könnun sem The Wall Street Journal og NBC sjónvarpsstöðin stóðu að mældist Clinton með 39% at- kvæða og Donald Trump með 38%. Tveir aðrir frambjóð- endur, frjálshyggjumaðurinn Gary Johnson og græninginn Jill Stein fengu samtals 16% atkvæða. Hefur frambjóð- endum „þriðja“, hvað þá „fjórða“ flokksins ekki gengið svo vel síð- an Ross Perot kom öllum á óvart með framboði sínu árið 1992. Athyglisvert er að bæði Johnson og Stein buðu sig einnig fram fyrir fjórum árum og fengu þá rétt um 1% stuðn- ing samtals. Ein skoðanakönnun getur eingöngu gefið vísbendingu um stöðu mála og langt er til kosn- inga. Hins vegar eiga Trump og Clinton ef til vill það eitt sameiginlegt að þau eru bæði tiltölulega óvinsælir frambjóð- endur, og er Trump sýnu óvin- sælli. Kosningarnar í haust gætu því orðið mjög tvísýnar. Á yfir- borðinu ætti Gary Johnson, sem mælist nú með 10%, að höfða frekar til óánægðra repúblíkana en demókrata, en kannanir benda til þess að hann sé vinsælli meðal óháðra en Clinton. Þá sækir Stein lík- lega allt fylgi sitt af vinstri kanti bandarískra stjórnmála og reynir sérstaklega að höfða til stuðningsmanna Sanders, sem margir geta ekki hugsað sér Clinton. Þá er víst að reyndir demó- kratar á borð við Hillary Clin- ton hafa ekki gleymt því að Ralph Nader fékk 100.000 at- kvæði í Flórída þegar George Bush sigraði Al Gore þar með nokkur hundruð atkvæða mun og tryggði sér þar með forseta- embættið. Án Naders hefði Gore án efa sigrað. Ætli Hillary velti því fyrir sér hvort Stein, eða jafnvel Johnson, verði sami örlagavaldurinn í komandi kosningum? Clinton virðist mælast mun hærri en Trump, en ekki er allt sem sýnist} Óvæntir örlagavaldar? Íslenska karla-landsliðið í knattspyrnu hefur nú lokið keppni á Evrópumótinu í Frakklandi. Strákarnir okkar börðust glæsilega og skoruðu tvö mörk gegn geysiöflugu liði gestgjafanna á heimavelli þeirra í París. Flesta daga hefðu tvö mörk dugað en ekki í gær. Liðið snýr engu að síður heim með fullri sæmd eftir frá- bæran árangur, miklu betri ár- angur en nokkur gat búist við. Þessi árangur liðsins hefur enda vakið mikla athygli og Ís- lendingar geta verið stoltir honum og allri framgöngu liðs- ins. Verðskuldaður sigurinn á Englendingum í 16 liða úrslit- um verður lengi í minnum hafð- ur sem ein skærasta stund ís- lenskrar íþróttasögu. Fyrir vikið hefur liðið nú uppskorið virðingu og vin- sældir víða um ver- öld. Velgengni Ís- lands á mótinu hef- ur einnig orðið til að draga fram samhug og samstöðu þjóðarinnar. Stuðningsmenn liðsins hafa vakið eftirtekt fyrir óvenjulega, skemmtilega og áberandi þátttöku í ævintýr- inu. Þessi samstaða og stolt Ís- lendinga vegna landsliðs síns hefur verið ánægjulegt og upp- örvandi í senn. Þrátt fyrir allt þetta eru vissulega nokkur vonbrigði að falla úr keppni. Íslendingar geta þó huggað sig við að góður grunnur hefur verið lagður og að landsliðið okkar er tiltölu- lega ungt að árum. Fátt er því til fyrirstöðu að liðið geri at- lögu að fleiri stórmótum í ná- inni framtíð. Landsliðið lýkur keppni með sæmd}Farsæl ferð á enda runnin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen F átt er ríkisvaldinu óviðkomandi. Það teygir anga sína í hvern krók og kima mannlegs lífs og telur sig hafa mikilvægum skyldum að gegna við að hafa vit fyrir full- orðnu fólki. Eitt afsprengi þessarar af- skiptasemi eru lög um mannanöfn. Samkvæmt þeim fær sérstök nefnd á vegum hins opinbera þau völd í hendur að ákveða – innan marka lag- anna – hvað fólk má og má ekki heita. Innanríkisráðherra hefur nú látið vinna frumvarp til breytinga á þessum lögum þar sem lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður og foreldrum verði frjálst að velja börn- um sínum nánast hvaða nafn sem er. Frum- varpið er til bóta, en þó verður að hafa í huga að það er aðeins eitt skref í rétta átt. Auðvitað ætti að afnema þessi vondu lög með öllu og leyfa fólki að ráða því alfarið hvað það heitir. Fólki er treyst til þess að eignast börn og ala þau upp. Af hverju kemur það ríkinu við hvaða nöfn það gefur þeim? Fylgjendur mannanafnalaganna halda því annars veg- ar fram að hætta sé á því að þjóðtungan okkar bíði hnekki ef fólki verður frjálst að taka upp alls konar nöfn sem falla ekki að tungumálinu. Það er misskilningur. Útlensk nöfn verða ekki íslensk vegna þess að þau falla að íslensku mál- kerfi. Útlensk nöfn verða íslensk af því að þau verða nöfn Íslendinga. Jón, algengasta „íslenska“ nafnið, er til dæm- is útlenskt. Það er leitt af nafninu Jóhannes sem er komið úr Biblíunni. Fyrsti Jóninn á tólftu öld hefði því vart kom- ist í gegnum nálarauga mannanafnanefndar. Nafnið hefur hins vegar orðið íslenskt með tíð og tíma. Hins vegar er því haldið fram að koma þurfi í veg fyrir að foreldrar velji börnum sínum ónefni. „Hvað með börnin?“ heyrist gjarnan og mætti stundum halda af umræðunni að for- eldrar geri sér það að leik að nefna börnin sín nöfnum sem eru þeim til ama. Það stenst hins vegar enga skoðun þegar litið er á úrskurði mannanafnanefndar. Þar finnast seint nöfn sem eru sett fram af illum ásetningi. Og ef slíkt myndi tíðkast ætti það frekar heima á borði barnaverndaryfirvalda en mannanafna- nefndar. En hvað eru annars ónefni? Það hlýt- ur að fara eftir tíðarandanum á hverjum tíma. Smekkur okkar breytist og það sem kann að hljóma furðulegt nú verður það ekki eftir nokkur ár, þegar við höfum vanist því. Maður getur hugsað til þeirra daga þegar allir karl- menn hétu ýmist Jón eða Sigurður. Fyrsti Guðmundurinn hefði trúlega valdið hneykslan. Tungumálið á líka að fá að þroskast og dafna eins og því sýnist, en ekki að vera stjórnað að ofan. Íslenskan er lif- andi og sjálfsprottið tungumál og á ekki vera háð duttl- ungum embættismanna. Nafn er sterkur þáttur í sjálfsmynd hvers manns. Það hefur einhverja tilfinningalega skírskotun fyrir manni sem enginn annar skilur. Og þannig á það að vera. Nafnið manns kemur einfaldlega engum öðrum við. Réttur hvers og eins til þess að heita það sem hann vill er nefnilega mik- ilsverðari en hagsmunir samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill Það kemur þér ekki við sögu rétt eins og starf Hjólakrafts hefur gert. Það hófst fyrir alvöru árið 2014 en þá kynnti Þorvaldur starfsfólki Barnaspítala Hringsins þá hugmynd að krakkar sem glíma við lífsstílssjúkdóma myndu reyna sig í hjólreiðum. Hugmyndin fékk strax góðar viðtökur og starfið hef- ur algjörlega sannað gildi sitt. Hjóla á sínum forsendum „Í Heilsuskólann, sem barnaspítalinn stendur að, koma gjarnan krakkar sem eru að glíma við eitthvað tengt þeirra lífsstíl sem mætti bæta,“ segir Þorvaldur. „Þetta eru unglingar sem finna sig kannski ekki í hefðbundnu íþrótta- starfi sem foreldrar og aðrir hvetja þau þó til að vera í. En svo finna þessir krakkar sig í hjólreiðunum og þá gerast góðir hlutir. Fjöldi krakka úr heilsuskólanum og reyndar víðar frá hefur komið til mín og þau bókstaflega blómstra. Sum hafa litla trú á sér í byrjun en þegar vel gengur styrkjast þau lík- amlega og sjálfstraustið er fljótt að eflast.“ Í dag starfar hann með skólum og ýmsum tómstundahópum – þar sem hjólreiðar eru komnar á dagskrá og stundatöflu. Þarna má til dæmis nefna skólana í Norðlingaholti í Reykjavík, á Selfossi, Grindavík, Sandgerði og víðar. Einnig hefur Þorvaldur starfað með tómstunda- hópum í Gufunesbænum í Reykja- vík – og svo mætti lengi áfram telja. „Hjólreiðar eru einfaldlega þann- ig sport að fólk tekur hlutina á sín- um hraða og forsendum, fer jafn langt og það treystir sér til og lengra ef vilji er sterkur,“ segir Þorvaldur Daníelsson að síðustu. Krakkarnir styrkjast og sjálfstraustið eflist Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólakraftur Þorvaldur Daníelsson segir marga krakka finna sig í hjólreiðum. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikil fjölgun hjólreiða-fólks á undanförnumárum er nokkuð semjafna má við byltingu. Fyrir ekki svo löngu þekkti maður þá fáu sem stunduðu hjólreiðar á löngu færi en nú skipta iðkendur orðið þúsundum. Vissulega hafa samgöngubætur í Reykjavík og víð- ar, svo sem gerð hjólreiðastíga og brúa, ýtt undir áhuga, en ekki gert útslagið,“ segir Þorvaldur Daníels- son hjólreiðamaður. Að minnsta kosti einu sinni í viku er mæting hjá Reiðhjólabændum, áhugamannahópi í Reykjavík sem kallar sig svo. Uppspretta þessa hóps var á facebook eins og margt annað í dag. Það var árið 2010 sem nokkrir „miðaldra karlar“, eins og Þorvaldur kemst að orði, fóru að hittast reglulega og hjóla saman. Mjög hefur fjölgað í þessu sam- félagi, bæði á netinu og í raun- heimum, og þegar hjólabændurnir sprettu úr spori eitt kvöldið nýlega voru þeir um 80 talsins. Í léttleikandi leiðangri „Við vorum upphaflega nokkrir strákar sem langaði að komast út og hreyfa okkur. Þetta vatt upp á sig og í dag hittumst við gjarnan á Sprengisandi, við gatnamót Reykja- nesbrautar og Bústaðavegar, og leggjum þaðan upp,“ segir Þorvald- ur. „Það hvernig hópurinn er sam- settur ræður því svo gjarnan hvert haldið skal hverju sinni. Þegar þú hittir okkur fórum við í léttleikandi leiðangur, hjóluðum upp Elliðaárdal og svo um Árbæinn, Grafarholt, Grafarvog, rennum okkur svo yfir brúna á Elliðaárósum og þaðan þvert í gegnum borgina og alla leið vestur í Skerjafjörð þar sem við enduðum á veitinga- og kaffihúsinu Bike Café. Og fátt er skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni á fleygi- ferð á fallegum sumarkvöldum.“ Í keppninni WOW Cyclothon, þegar hjólað var umhverfis landið á dögunum, var hópurinn Hjólakraft- ur nokkuð áberandi. Í því liði voru 130 krakkar undir forystu Þorvalds sem tóku hringinn. Þarna var hópi Hjólakrafts skipt upp í 13 tíu manna lið, sem skiptust á um að hjóla. Allt í hringferðinni gekk eins og í Þorvaldur Daníelsson fæddist árið 1970. Hann er stjórnmála- fræðingur og MBA að mennt og sinnti lengi markaðs- og stjórn- unarstörfum í ferðaþjónust- unni. Í dag er Hjólakraftur aðal- starfið. Hver er hann? ÞORVALDUR DANÍELSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.