Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Sjávarútvegur er og hefur verið und- irstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og það hef- ur ekki breyst þrátt fyrir og sem betur fer að aðrar greinar at- vinnulífsins hafi sótt í sig veðrið. Umræða um skipulag fiskveiði- stjórnunarkerfisins er því miður of oft byggð á misskilningi og er á ómálefna- legum nótum. Þrátt fyrir ákveðna galla fiskveiðistjórnunarkerfisins hefur tekist að skapa þjóðhagslega arðsama atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu miklum tekjum og tryggir að auðlindin er nýtt með ábyrgum og arðsömum hætti. Þessi staðreynd á að vera í forgrunni þeg- ar rætt er um breytingar sem eiga að auka sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið. Það verður að vanda vel til verka ef breyta á kerfi sem skilar slíkum árangri að það þykir fyrir- mynd fyrir aðrar þjóðir. Fyrirsjáanleiki Aukin fjárfesting hefur orðið í sjávarútvegi á undanförnum fáum árum. Hún er nauðsynleg, en póli- tísk óvissa og ytri aðstæður hömluðu henni um tíma og var fjárfesting í greininni langt undir því sem eðli- legt var og stefndi í óvissu um þróun hennar vegna þess. Úr þessu hefur sem betur fer ræst og heilmikil endurnýjun og nýsköpun orðið. Við mögulegar breytingar verður að skapa sjáv- arútvegsfyrirtækjum langtímaöryggi í starf- semi sinni. Flestir stjórnmálaflokkar hafa verið sammála um að útfæra þetta at- riði með langtíma- samningum við veiði- réttarhafa. Þannig eru skapaðar forsendur fyrir fjárfestingum þar sem horft er til lengri tíma. Veiðigjöld Veiðigjöld hafa verið innheimt í mörg ár og lengst af deilt um upp- hæð þeirra. Aldrei hafa verið inn- heimt hærri veiðigjöld en á þessu kjörtímabili. Flóknir útreikningar um afkomu veiða mismunandi stofna við mismunandi aðstæður hafa verið tilefni deilna. Óhætt er að fullyrða að stórkarlalegar yfirlýsingar um fleiri tuga milljarða í veiðigjöld geta aldrei orðið að veruleika og því sigldu stjórnvöld á síðasta kjör- tímabili stöðugt í strand í tilraunum sínum um breytingar á kerfinu. Mik- ilvægt er að veiðigjöld séu innheimt af veiðihluta greinarinnar en fisk- vinnslunni ekki refsað fyrir að há- marka verðmæti afurðanna. Ég held ég geti fullyrt að allir þeir sem hafa komið nálægt útreikningum á veiði- gjöldum á síðustu árum séu sam- mála um að mikilvægt sé að einfalda kerfið frá því sem nú er. Markaðurinn Víða er kallað eftir því að láta „markaðinn“ ráða ferð þegar kemur að því að móta grunn fyrir útreikn- ing veiðigjalda. Sumir ganga svo langt að segja að allur afli skuli fara á opinberan markað. Slíkt væri mik- ið óráð eins og frændur okkar í Nor- egi hafa fengið að reyna. Svona fyr- irkomulag myndi setja markaðsstarf fyrirtækja í uppnám og leiða til lækkunar á útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ég vil ganga svo langt að fullyrða að enginn sem kynnir sér málið vel vilji það. Hitt er svo annað mál að mikilvægt er að finna leiðir til að auka framboð á almennum mörk- uðum og það getum við gert án þess að setja langtímasamninga við stóra erlenda kaupendur í uppnám. Þjóðarsátt um sjávarútveg Ég hef í nokkurn tíma velt fyrir mér mögulegri lausn á þeim ágrein- ingsatriðum sem rakin eru hér á undan og legg því til að eftirfarandi leið verði skoðuð með það í huga að ná þjóðarsátt um þessa mikilvæg- ustu atvinnugrein landsmanna. Það má segja að í hugmyndum þessum felist blanda helstu tillagna að lausn- um sem fram hafa komið, þ.e. áfram verði miðað við að kerfið byggi á hlutdeildarkerfi, innheimtu veiði- gjalda, samningaleið, fyrningarleið og markaðsleið. 1. Gerður verði langtímasamn- ingur við veiðiréttarhafa þar sem uppsagnarákvæði er með þeim hætti að þau hamli ekki eðlilegum lang- tíma fjárfestingum. 2. Veiðigjöld verði tiltekið hlutfall aflaheimilda. Veiðigjöld væru þá greidd í upphafi fiskveiðiárs þannig að ákveðið hlutfall heimildanna í hverri tegund yrði greitt til ríkisins sem fullnaðargreiðsla á veiðigjöld- um vegna yfirstandandi fiskveiðiárs. 3. Við þessa leið kæmu tugir þús- unda tonna árlega til ráðstöfunar hjá ríkinu sem andlag veiðigjalda. Ríkið myndi síðan eftir skýrum leikreglum bjóða nýtingarrétt á þessum afla- heimildum innan viðkomandi fisk- veiðiárs til þeirra sem starfa í grein- inni. Reikna má með að mismunandi sjónarmið geti verið uppi þegar velja á leið til að selja eða ráðstafa með öðrum hætti þessum heimildum. Í mínum huga er mikilvægt að allar útgerðir geti átt kost á aðgengi að þessum aflaheimildum þó engin einn eigi að geta tekið stóra sneið af kök- unni á hverjum tíma. Sé kerfið út- fært með skynsamlegum hætti á það að geta auðveldað kvótalitlum að- ilum og nýliðum að ná í aflaheimildir auk þess sem mjög líklegt er að framboð á afla á fiskmörkuðum auk- ist til muna. Það er mjög mikilvægt fyrir okk- ur öll að vel takist til við mögulegar breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Miklir þjóðhagslegir hags- munir eru undir auk afkomu fjöl- margra fyrirtækja og einstaklinga. Alþingi hefur að mínu mati brugðist hlutverki sínu í þessu máli á und- anförnum árum. Óábyrgir stjórn- málamenn hafa talið það stefnu sinni til framdráttar að halda uppi ágrein- ingi um fiskveiðistjórnunarkerfið og sett fram fullyrðingar sem ekki fá staðist. Slíkur málflutningur er ekki til sátta fallinn. Afkoma í sjávar- útvegi er mjög breytileg eftir út- gerðarflokkum og verðmæti mis- munandi afurða er mjög ótryggt til lengri tíma. Þeir sem í greininni starfa hafa iðulega haft mikið hug- myndaflug og aðlögunarhæfni til að laga rekstur sinn að breyttum að- stæðum á hverjum tíma. Sennilega á fjölbreytileiki kerfisins stóran þátt í því. Það er því mikilvægt fyrir þjóð- arbúið og greinina sjálfa að við leggjumst öll á eitt við að viðhalda fjölbreytileikanum í stað þess að veiðiheimildir færist á fáar hendur. Hér stangast eflaust á í huga ein- hverra sjónarmið sem snúa að hag- ræðingu, en í fjölbreytileikanum eru fólgin mikil verðmæti sem ekki má glata. Ég ber þá von í brjósti að með nánari útfærslu á þeim atriðum sem ég hef hér nefnt megi skapa grund- völl þjóðarsáttar um mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Þjóðarsátt um sjávarútveg Eftir Jón Gunnarsson » Aldrei hafa verið inn- heimt hærri veiði- gjöld en á þessu kjör- tímabili. Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Golli Kraftur Stuðningsmenn landsliðsins létu finna fyrir sér í gær, ekki síður en liðið sjálft. Þegar upp er staðið eru allir Íslendingar sigurvegarar, innan vallar og utan, á Íslandi og í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.