Morgunblaðið - 04.07.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 04.07.2016, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Nú stendur til að fara að afnema lög um mannanöfn, hvað sem það á nú að þýða. Í umræðum um þetta mál kom mér í hug sögukennari minn í MR, Sveinn Skorri Höskuldsson, sem átti það til að segja við nemendur sína að þeir skyldu nefna börn sín eftir hinum og þessum persónum Íslandssög- unnar. Einu sinni var hann að segja okkur frá aðdraganda kristnitökunnar hér á landi og gíslatöku Noregskonungs í því sambandi. Einn þeirra gísla, sem teknir voru, hét Svertingur Run- ólfsson. Þá sagði Sveinn Skorri við eina bekkjarsystur mína, sem hann var að spyrja út úr um at- burðinn: „Ef þér eignist einhvern tíma myndarlegan son, þá skuluð þér láta hann heita Sverting.“ Öðru sinni var Sveinn Skorri að tala um Órækju Snorrason (Sturlusonar), og sagði þá: „Ef ein- hver ykkar eignast einhvern tíma myndarlegan son, þá skuluð þið láta hann heita Órækju.“ Náttúr- lega átti þetta að vera grín, því að jafnvel þótt einhver okkar hefði reynt að fá því framgengt, að dreng- irnir væru skírðir þessum nöfnum, þá stórefast ég um, að það hefði verið hægt, eða presturinn hefði viljað það. Ég minnist þess líka, að þegar ég sagði frá þessu síðara heima fyrir, þá sagði móðir mín: „Af hverju ekki að eignast strák og stelpu og láta þau heita Humar og Rækju?“ Ég stórefast um, að nokkru okkar hefði dottið það í hug eina mínútu, að þetta gæti orðið raunhæfur möguleiki í fram- tíðinni, sem virðist nú vera í aug- sýn, ef fram heldur sem horfir. Af hverju ætti líka íslenska þjóðin ekki vilja láta börnin sín heita í höfuðið á þeim fiskum, sem finnast innan landhelginnar og færa okkur björg í bú og milljónir í ríkiskass- ann, þeim til heiðurs, eins og Bat- mann, Supermann eða hvað ann- að? Kannske maður eigi nú eftir að sjá í símaskránni nöfn eins og Þorskur og Humar Makrílssynir, Rækja og Ýsa Hákarlsdætur, eða einhver hávaxin stelpa væri látin heita Langa og letiblóðið Skata! Væri það svo út í hött, eða jafnvel að fröken Lína langsokkur gæti eignast nöfnu í framtíðinni? Hitt er svo annað mál, hvort nokkrum dytti það í hug í alvöru, en það gæti gerst, þó að spurning sé, hvort vígð skólasystkini mín og kollegar kærðu sig um að þurfa að skíra börn þessum nöfnum. Ég er heldur ekki viss um, að blessuð börnin yrðu mjög hrifin af að þurfa að drattast með þvílík nöfn í gegnum allt lífið. Þó að faðir minn hafi verið sjómaður og foringi sjó- manna um langan aldur, einnig fisksali um tíma, og haldið mikið upp á blessaða fiskana okkar, þá efast ég um, að hann hefði viljað láta börnin sín heita eftir þeim, og hefði fundist það furðulegt, ef af- komendur hans hefðu getað látið skíra börnin sín fiskanöfnum, ef þeim dytti það í hug. Ég minnist þess líka, að ein frænka mín vildi láta dóttur sína heita Friðsemd eftir langömmunni, en fékk það ekki, nema það væri annað nafn, og það þurfti að fara í manntöl langt aftur í aldir til þess að athuga, hvort nafnið fyrirfyrnd- ist nokkurs staðar þar, svo að það fengist samþykkt. Það hefur líka verið skopast með það, að ein vest- firsk stúlka var látin heita Fimms- umtrína, vegna þess að hún fædd- ist fimm dögum fyrir trinitatis eða þrenningarhátíð. Á síðustu öld, meðan kommúnisminn var vel við lýði, var algengt, að börn voru lát- in heita eftir byltingarforingj- unum. Móðir mín sagði mér frá því, þegar hún var eitt sumar gjaldkeri í Karfavinnslunni á Sól- bakka við Önundarfjörð. Þegar kom að launaútgreiðslum, þá kom þar ungur maður, sem sagðist að- spurður heita Karl Marx, svo að móðir mín hélt að hann væri að atast í sér og spurði, hvort hann vildi ekki koma með Engels, Len- in, Stalín og alla hina, en hann sagðist heita þetta, þótt ég viti til þess, að hann hafi alltaf skrifað sig fyrra nafninu einu sér. Ég staðhæfi líka, að eineltið og stríðnin í skólum landsins er nógu mikið fyrir út af alls kyns hlutum, stórum sem smáum, þótt ekki verði nú farið að stríða blessuðum börnunum okkar út af nöfnunum, sem þau bera og snúa út úr þeim, svo að nöfnin yrðu þeim hin mesta áþján, sem ég kannast svo sem við út af mínu síðara nafni, sem er þó hátíð hjá öðrum nöfnum, sem börn framtíðarinnar gætu þurft að heita, og ég geti svo sem ekki kvartað. Ég mundi a.m.k. ekki öf- unda þann strák í skóla, sem þyrfti að heita Þorskur, enda vita allir að sá er yfirleitt nefndur þorskur og jafnvel þorskhaus sem þykir ekki vaða í vitinu. Gæti ein- hver hugsað sér að láta son sinn heita þvílíku nafni? Það held ég varla. Menn skyldu því skoða málið vandlega, áður en manna- nafnanefnd verður aflögð með öllu og fólk getur látið börnin sín heita hvað sem hverjum dettur í hug og þau gætu verið lögð í einelti fyrir vikið svo að viðkomandi foreldrar iðrist gerða sinna í þeim efnum. Það verður ekki aftur tekið. Mér finnst því mjög misráðið að leggja af allt aðhald í þessum efnum og vona að þingmenn hafi vitið meira og leggi ekki mannanafnanefndina alfarið niður því að það þarf vissu- lega að hafa eftirlit með þessu, ef ekki á illa að fara, og hið mesta óráð að hleypa þessu með öllu frjálsu. Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur »Menn skyldu skoða málið vandlega áður en mannanafnanefnd verður aflögð með öllu. Guðbjört Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. Um mannanöfn og ónefni Nú þegar við höfum kosið okkur nýjan for- seta á lýðræðislegan hátt er full ástæða til að óska Guðna Th. Jó- hannessyni, eiginkonu hans og fjölskyldu til hamingju með kjörið og farsældar og bless- unar í framhaldinu. Það er bæn mín að störf hans og verk verði okkur öllum til framfara og heilla. Þakkir til annarra frambjóðenda Þá finnst mér einnig rík ástæða til að þakka hinni frambærilegu, sann- arlega hæfu og geðþekku Höllu Tóm- asdóttur fyrir hlýja og hrífandi nálg- un á menn og málefni með sínu geislandi viðmóti sem eftir var tekið og smitaði út frá sér. Enda skilaði það henni frábærum árangri. Vonandi fáum við að sjá meira af þeirri konu í framtíðinni og nýta og njóta hennar krafta, hugrekkis og hugsjóna. Einnig ber að þakka þjóðhetjunum okkar miklu, mikilvægu og mögnuðu, Davíð Oddssyni og Andra Snæ Magnasyni sem eru ólíkir um margt en samt ekki svo þegar allt kemur til alls. Báðir unna þeir hag lands og þjóðar, vilja vel og er þakkarvert að fá tækifæri í kosningum að fá slíka aðila til að ljúka upp augum okkar og leiða til umhugsunar. Þeir eiga sann- arlega báðir meira en allt gott skilið. Eins ber að þakka öllu því góða fólki sem lagði það á sig að gefa kost á sér til embættisins fyrir framlag sitt. Þetta voru ólíkir einstaklingar um margt með misjöfn viðhorf, þó ótrú- lega svipaðar skoðanir þegar allt kemur til alls. Fólk með virðing- arverða reynslu en mis- jafna. Fólk sem lagði sjálft sig á borð þjóð- arinnar af einlægni en festu og alveg örugglega knúið áfram af fallegu hjartalagi og með hag þjóðarinnar og landsins í huga. Þeim ber að þakka fyrir fróðleik og skemmtanagildi og fyrir að opna augu okkar fyr- ir málefnum, auka víð- sýni okkar og skilning og fyrir að hjálpa okkur að koma auga á fordómana í okkur sjálfum, dómhörku og vanþakklæti. Heill forseta vorum Nú er niðurstaða fengin og nú ríð- ur á að við veljum þótt ólík séum og nálgunin misjöfn að við sameinum hugi okkar, hjörtu og hendur til stuðnings nýjum forseta hvar í flokki sem við kunnum að hafa skipað okk- ur. Ég segi því af heilum hug: Heill forseta vorum, Guðna Th. Jóhann- essyni. Ég hvet okkur til að biðja fyrir honum og fjölskyldu hans. Uppörvum hann og hvetjum með hugprýði, vel- vild, hæfilegri en eðlilegri og sjálf- sagðri virðingu sem honum ber. Mun- um að hann er jú bara manneskja. Bara einn af okkur sem þráir að fá að þjóna okkur og láta gott af sér leiða. Bæn fyrir forseta Íslands Þeir sem treysta sér til að taka undir með mér í meðfylgjandi bæn er það að sjálfsögðu meira en velkomið: Almáttugi Guð, skapari himins og jarðar! Blessaðu forseta Íslands, landið okkar gjöfula, þjóðina okkar og allt hið góða sem við getum haft fram að færa. Hjálpaðu okkur að standa sam- an, umbera hvert annað, virða og taka tillit hvert til annars. Því þá líður okkur svo miklu betur og þannig farnast okkur best. Blessaðu Guðna Th. Jóhannesson í öllum störfum sínum. Veittu honum dómgreind, yfirvegun og visku, þrek og úthald í vandasömum verkefnum sem og í einkalífi. Veittu honum styrk. Gef að hann mætti vinna af heilindum, vera okkur fyrirmynd sem einn af okkur. Hjálp- aðu honum að koma fram af auðmýkt. Lát hann ekki ofmetnast. Hjálpaðu honum heldur að starfa af einlægni og sannfæringu, heiðarleika og heil- indum með hag heildarinnar, þjóð- arinnar allrar og alls mannkyns í huga. Með kærleika, mannúð og mildi að leiðarljósi. Hjálpaðu honum að leggja sig fram. Móta þú hann og hjálpaðu hon- um að leita sér hvíldar, styrks og hvatningar hjá þér sem nærir og styður hefur allt að gefa. Blessaðu Elizu, eiginkonu forset- ans, börnin þeirra og fjölskylduna alla. Gef að þau fái lifað sem eðlileg- ustu lífi og hjálpaðu okkur samborg- urum þeirra að taka tillit til einkalífs þeirra og þarfa. Virða þau, koma eðli- lega fram við þau og styðja þau. Já, blessaðu þau og launaðu þeim. Þess leyfi ég mér í einlægni að biðja eins og ég er vanur, í nafni frels- arans Jesú Krists. Amen. Bæn fyrir forseta Íslands Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Ég hvet okkur til að biðja fyrir forset- anum og fjölskyldu hans. Uppörvum hann og hvetjum. Sýnum hon- um velvild og þá virð- ingu sem honum ber. Höfundur er rithöfundur og aðdáandi lífsins. Ýmis úrgangsefni falla til á landinu, t.d. við fiskvinnslu, sem hægt er að nýta í áhugaverðar vörur. Mörg dæmi eru um að slíkt hafi tekist með góðum árangri. Hér er bent á ný tækifæri sem gætu hentað til atvinnusköpunar en það er hagnýting á hreistri, síldarhreistri og karfahreistri, og á hýalúrónsýru úr fiskaugum. Úr síldarhreistri er unnt að vinna perlugljáa eða silfur- gljáa, sem er verðmætt efni sem er einkum notað í snyrtivörur. Karfa- hreistur er áhugavert fyrir list- munagerð og sem föndurefni. Hýal- úrónsýru er unnt að vinna úr glerhlaupi fiskauga, en hún er not- uð í snyrtivörur og lyf. Framleiðsla á silfurgljáa úr síldarhreistri – Verklýsing á vinnslu perlugljáa er fyrir hendi á netinu, sjá: www.raust.is (2. hefti 2004) orkusjá úr síldarhreistri. Skemmti- legt verkefni er að búa til orkusjá úr síldarhreistri, sem er t.d. hægt að búa til úr perlugljáa af hreistrinu með einföldum búnaði. Hreistrið losnar frekar auðveldlega af síldinni og fellur þá til sem úrgangur þar sem hún er verkuð eða meðhöndluð. Þessi orkusjá er hitaskynjari sem getur sýnt orkustreymi frá húðinni eða yfirborðinu og vekur forvitni og er oft tilefni líflegrar umræðu og nýrra hugmynda. Silfurgljái eða perlugljái (e. pearl essence) af síldarhreistri er örsmáar þunnar gúanín-kristallaflögur (um 0,5% af hreistrinu) sem gefa yfirborðinu fal- lega áferð. Vegna smæðar og ein- stakra ljóseiginleika getur silfur- gljái í sviflausn gert vökvaflæði sýnilegt. Silfurgljái er notaður til að húða skrautgripi, t.d. perlur, og í snyrtivörur svo sem naglalakk, varalit og augnskugga og ætti að vera áhugaverður fyrir margs kon- ar nýsköpun. Orkusjáin sýnir orku- flæði, en það er t.d. glerhylki með sviflausn af silfurgljáa í asetóni. Silfurgljáinn sest til og þarf að hrista hylkið til að fá hann í sviflausn. Þegar glerhylkinu er þrýst að lófa eða fingri myndast iðustraumar í sviflausninni. Varma- streymi frá húðinni hit- ar þunnt lag af vökv- anum og verður orkustreymið sýnilegt. Föndurefni úr karfa- hreistri – Karfahreist- ur er eins og litlar skeljar og hentar til listmunagerðar og sem föndurefni, til dæmis í mósaíkmyndir. Hreistrið er hreinsað, þurrkað og litað með ýmsum litarefnum. Verklýsingu er að finna á netinu, sjá: www.raust.is (2. hefti 2004) Föndurefni úr karfahreistri – Litað og ólitað hreistur er notað við gerð mósaíkmynda og til að skreyta með ýmsum hætti, þ.e. líma á fleti (pappír, plast, gler o.s.frv.). Hentar bæði börnum og fullorðnum. Hreistrið er úrgangur frá fisk- vinnslu því að karfinn er (af) hreistraður áður en hann er flak- aður. Framleiðsla sem þessi er ekki á markaði en gæti verið áhugaverð fyrir þann sem er að leita að nýjum tækifærum. Vert væri að kanna fleiri tegundir af hreistri því mikill munur getur verið á eiginleikum þeirra eftir fisktegundum. Hýalúrónsýra úr fiskaugum – Fleiri tækifæri eru möguleg, svo sem vinnsla á hýalúrónsýru til lyfja- gerðar eða í snyrtivörur. Hýalúrón- sýru má vinna úr glerhlaupi fisk- augans, en karfi og þorskur eru meðal þeirra fisktegunda sem hafa stór augu. Glerhlaup augans er m.a. úr hýalúrónsýru, sem er fjölsykra samsett úr tveimur sykrusam- eindum. Hýalúrónsýra hefur meðal annars verið notuð í húðvörur og við aðgerðir í augum. Eftir Sigmund Guðbjarnason Sigmundur Guðbjarnason »Hvernig er unnt að skapa verðmæti úr verðlausum úrgangi? Höfundur er prófessor emeritus. Nýsköpunar- hugmyndir fyrir sumarið Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.