Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Klukkuholti 22, Álftanesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 6. júlí klukkan 13. . Þorsteinn Svörfuður Kjartansson, Kristinn Þorsteinsson, Sigríður Olga Magnúsdóttir, Gestur Örn Ákason, Eyrún Valþórsdóttir, Andri Þorsteinsson, Mary Joy Repato, Klara Lind Þorsteinsdóttir, Arnar Gísli Hinriksson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR VEIGAR GUÐMUNDSSON læknir, er látinn. Útförin fer fram miðvikudaginn 6. júlí frá Kópavogskirkju, klukkan 15. . Birna Friðriksdóttir, Helga Þorvaldsdóttir, Douglass Turner, Sólveig Þorvaldsdóttir, Valgeir Ómar Jónsson, Arndís Þorvaldsdóttir, Geir Fenger og barnabörn. Elsku eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN MARÍA EINARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Ásakór 13, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans 27. júní. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 6. júlí klukkan 13. . Páll Einarsson, Sigrún Rósa Steinsdóttir, Sigrún Birgitte Pálsdóttir, Einar Pálsson, Kristjana Jónsdóttir, Gunnar Þór Pálsson, Chloë Malzac, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA JÓNSDÓTTIR frá Bíldudal, lést mánudaginn 27. júní. Útför hennar fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 9. júlí klukkan 14. . Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir, Haukur Þ. Sveinbjörnsson, Magnús B. Óskarsson, Björk Hafliðadóttir, Rakel Óskarsdóttir, Aðalsteinn Klemenzson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, ÞÓRNÝ JÓNSDÓTTIR frá Reyni í Mýrdal, til heimilis að Sólheimum í Grímsnesi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal þriðjudaginn 5. júlí klukkan 14. . Jón Sveinsson, Erla Pálsdóttir, systkini og fjölskyldur. ✝ Bryndís Einars-dóttir fæddist 9. desember 1952. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 20. júní 2016. Foreldrar henn- ar eru Guðbjörg Sigríður Kristjóns- dóttir, f. 7. maí 1928, og Einar Matthías Kristjáns- son, f. 2. október 1926, d. 4. febr- úar 1997. Bræður Bryndísar eru Kristján Einarsson, f. 1949, Daði Þór Einarsson, f. 1958 og Pétur Einarsson, f. 1967. 25. maí 1974 giftist Bryndís Guðmundi Óskari Her- mannssyni, f. 25. maí 1950. For- dóttir, f. 6. júní 1972, gift Daníel Sveinbjörnssyni, f. 6. október 1966. Börn þeirra eru Kristófer og Svava Ósk. Móðir Sólveigar er Sesselja Svava Svavarsdóttir, f. 1953. Starfsævi Bryndísar var fjöl- breytt. Almenn skólaganga og seinna eftir unglingsár fór hún á Húsmæðraskólann á Varma- landi í Borgarfirði. Bryndís var ávallt vinnusöm og sinnti jafnt skrifstofu- störfum, ritarastörfum, verslunarstörfum og störfum við umönnun samhliða heimilis- haldi, sem aldrei fór varhluta af orkusemi hennar. Síðustu starfsárin rak hún ásamt eigin- manni sínum veitingastað á Laugarvatni. Þar, sem og ann- ars staðar sem hún bjó, var Bryndís ávallt virk í félags- málum og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Útför Bryndísar fer fram í dag, 4. júlí 2016, klukkan 13 frá Grafarvogskirkju. eldrar hans voru Þórdís Ólafsdóttir, f. 2. maí 1922, d. 2. júlí 1982, og Her- mann Guðmunds- son, f. 12. júní 1917, d. 12. desember 2005. Börn þeirra eru: a) Hermann Guðmundsson, f. 16. desember 1975, sambýliskona hans er Signý Magnús- dóttir, f. 22. febrúar 1978. Börn þeirra eru Rakel Ýr, Óskar Máni og Bryndís Lína. b) Ingþór Guð- mundsson, f. 10. júlí 1978, kvæntur Sigríði Hörpu Bene- diktsdóttur, f. 21. júlí 1982. Börn þeirra eru Egill Hrafn og Katla Björk. c) Sólveig Guðmunds- Elsku amma. Þegar ég hugsa til baka til þín man ég varla eftir augnabliki þar sem þú varst ekki glöð og hlæj- andi, en það er einmitt það sem einkenndi þig, dugnaður og gleði. Kallið þitt kom vissulega of snemma og sorgin er mikil, en þú barðist hetjulega allan tímann og getur gengið stolt í burtu. Fyrsta minning mín með þér er þegar ég fór vestur á Patró til ykkar afa og þú kenndir mér að sauma út, það gekk ekki betur en það að ég stakk nálinni á kaf í hnéð á mér. Þú auðvitað kysstir á bágtið eins og þér einni var lagið og gerðir ávallt eftir það. Ég man eftir einni útilegunni þegar mig langaði bara í jafning með matnum. Þú varst ekki lengi að fara inn í tjald og búa hann til fyrir mig. Ef það var eitthvað sem mig vantaði, og þú gast græjað, þá gerðirðu það í hvert einasta skipti með bros á vör. Við áttum kannski ekki eins margar stundir saman og ég hefði viljað sökum fjarlægðar, en þær sem við áttum voru allar jafn yndislegar og góðar. Þrátt fyrir það veit ég að þú fylgdist alltaf mjög vel með mér og hafðir mik- inn áhuga á því sem var að gerast í lífi mínu hverju sinni, það þykir mér ótrúlega vænt um. Ég veit að þú munt halda áfram að vaka yfir mér og fylgjast með á nýjum stað. Sagt er að ömmur séu englar í mannsmynd, en nú hefur mín fengið vængi. Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég vona að þú sért komin á betri stað og líðir vel, ég mun sakna þín. Svava Ósk. Elsku Bryndís mín, þá kom fréttin sem við höfum hræðst að fá, en ekki er þó hægt að segja að hún hafi komið á óvart. Við erum búin að fylgjast með hetjulegri baráttu þinni undanfarin ár. Nú er þeirri baráttu lokið og það er óhætt að segja að henni lauk ekki fyrr en í fulla hnefana. Þvílík kjarnorkukona sem þú hefur ver- ið í gegnum tíðina. Við vorum stödd á Spáni þegar við fengum fréttina um andlátið. Við sáum reyndar þegar við kvöddum þig að baráttunni færi brátt að ljúka og ég veit að þú skynjaðir það líka. Það er ekki hægt að segja að lífið hjá mágkonu minni hafi allt- af verið dans á rósum. En það var alveg sama hvað á gekk og hvar hún bjó, alltaf var hún komin í vinnu og alltaf var líf og fjör þar sem Bryndís var. Þau hjónin áttu það sameiginlegt að eiga marga góða vini og hafa alls staðar verið með fullt af vinum í kringum sig, hvort sem þau bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu, úti á landi eða er- lendis. Núna undanfarið hafa þau búið á Laugarvatni og þar hefur þeim liðið mjög vel. Fyrst með Tjaldmiðstöðina sem þau ráku í nokkur ár og nú undanfarin þrjú ár, en síðan heilsu Bryndísar hafði hrakað mjög mikið bjuggu þau í litlu sætu íbúðinni sinni í Torfholtinu. Alls staðar sem Bryndís bjó tókst henni að gera smekklegt og fínt í kringum sig. Bryndís var ótrúlega fjölhæf kona. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hvort sem hún var að vinna við heim- ilishjálp, skrifstofustörf, ritara- störf hjá Alþingi, verslunarstörf, vera ásamt manni sínum eigandi veitingahúss og sjá um allt ut- anumhald í kringum það og margt fleira sem hún hefur starf- að við. Alls staðar skilaði hún sínu dagsverki með stakri prýði og var vinsæl og eftirsóttur starfskraftur. Meira að segja eft- ir að hún varð sjúklingur var leit- að til hennar og hún var komin með verkefni sem hún leysti með stakri prýði og naut þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Elsku Bryndís mín, það verður svo skrýtið að koma heim og þurfa að upplifa að þú sért ekki lengur til staðar. Ég veit að ég á eftir að sakna þín mikið. Það eru að verða 50 ár síðan ég kom í fjöl- skylduna og við urðum strax góð- ar vinkonur enda á svipuðu reki. Það er svo ótrúlega ósanngjarnt að þú fékkst ekki tækifæri á að njóta þess að vera með fjölskyld- unni lengur og að barnabörnin, sem þú elskaðir út af lífinu, hafi ekki átt þess kost að hafa þig hjá sér lengur. Við reynum samt að sjá ljósu hliðarnar og sjá þig fyrir okkur með pabba þínum og öllum vinum og skyldmennum, sem voru farin á undan og vita að þau taka á móti þér með útbreiddan faðminn. Það er líka huggun að vita að þú ert laus við kvalirnar sem þú þurftir að líða síðustu mánuði. Við kveðjum þig, elsku Bryndís mín, þakka þér fyrir, Brynhildur mágkona. Bryndís Einarsdóttir, vinkona mín og svilkona, er fallin frá eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er með söknuð í huga og hjarta sem ég minnist hennar í þessum fátæklegu orð- um. Við Bryndís áttum langa sögu saman, en um þessar mund- ir eru 42 ár síðan leiðir okkar lágu saman á Eyrarbakka. Þar hafði Gummi tekið við stöðu úti- bússtjóra í útibúi Kaupfélags Ár- nesinga, en þau bjuggu á efri hæðinni og vann Bryndís sömu- leiðis við afgreiðslu í búðinni. Hún sá um að afgreiða kost í bátana en ég var ungur skipstjóri hjá Hraðfrystistöðinni á Eyrar- bakka og kynntist þeim hjónum í gegnum þessi kostviðskipti. Ör- lögin höguðu því svo þannig að systir Gumma, Herdís, varð eig- inkona mín og þar með vorum við orðin tengd fjölskylduböndum. Það sem einkenndi Bryndísi var mikill drifkraftur og hversu vel henni gengu samskipti við annað fólk; þessi meðfæddi hæfileiki hennar að láta fólki líða vel aflaði henni stærri vinahóps en al- mennt gerist. Væntumþykja til fjölskyldu sinnar, foreldra og bræðra var einlæg og umhyggjan fyrir börnum, tengdabörnum og barnabörnum var mikil. Þegar leiðir skilja og kveðjustundin er upp runnin flæða minningar um hugann og þrátt fyrir söknuðinn sem ég finn fyrir er ég fullur þakklætis fyrir samferðina. Við Hedda og fjölskylda okkar send- um aðstandendum öllum, Gumma og fjölskyldunni þeirra Bryndísar, Gígí, sem kveður dóttur sína, og bræðrum hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur á þessari sorgarstundu. Gísli Vilhjálmur Jónsson. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ekki átti ég von á því að þurfa að kveðja mágkonu mína, hana Bryndísi, svona snemma á lífs- skeiðinu. Hana sem hefur fylgt mér í gegnum lífið á einn eða annan hátt frá æskuárum og ver- ið mér frekar sem systir en mág- kona. Það er erfitt að hugsa sér komandi ár án þess að hún sé hluti af daglegu lífi okkar. Ég man enn þegar ég hitti Bryndísi fyrst, en það var þegar Gummi bróðir kom heim á Aðalgötu 2 í Súgandafirði um páska. Stóri bróðir var að koma heim og ég, krakkinn, hlakkaði til að hitta hann. En ég varð eitt spurning- armerki þegar hann birtist svo með unga stúlku upp á arminn sér við hlið. Nokkuð sem ég, krakkinn, átti erfitt með að skilja þá, en nokkuð sem lífsþroskinn og viðkynni af stúlkunni gerðu skiljanlegt. Frá þessari stundu varð Bryndís ein af fjölskyldunni og mun alltaf vera. „Gummi og Bryndís“ er nokkuð sem hefur verið samofið í tæp fimmtíu ár og mun verða áfram um ókomna tíð. Elsku mágkona, þú varst ósér- hlífin, glaðlynd og hjálpsöm. Hvar sem þú varst varstu drif- kraftur í því sem um var að vera hverju sinni. Þín verður sárt saknað af okkur öllum sem eftir sitjum, en minningin um þig mun lifa áfram. Ég, Gunna og börnin okkar sendum Gumma bróður og börnum hans, þeim Sollu, Her- manni, Ingþóri, mökum, börnum þeirra og öðrum nákomnum dýpstu samúðarkveður. Megi Guð blessa ykkur öll. Halldór Karl Hermannsson. Ég kynntist Bryndísi í gegn- um manninn minn, Ísleif. Þau voru systkinabörn og talaði hún jafnan um hann sem uppáhalds- frænda. Okkur Bryndísi varð strax vel til vina og við höfum átt margar ánægjustundir saman bæði hér heima og eins erlendis. Ég dvel mikið erlendis á veturna og það var alltaf jafn ánægjulegt að fá símhringingu frá Bryndísi og oft urðu samtölin ansi löng. Bryndís var einhver sú dugleg- asta og ósérhlífnasta manneskja sem ég hef kynnst. Alltaf stutt í grallarann og hláturinn. Hún hef- ur þurft að þola mikil veikindi en aldrei kvartað heldur verið ákveðin í að komast í gegnum þau með sama krafti og hún hef- ur notað til allra starfa. Við hjón- in sendum manni hennar, Guð- mundi, sonunum, Hermanni og Ingþór, fjölskyldum þeirra, móð- ur, bræðrum og öðrum ættingj- um innilegar samúðarkveðjur. Elsku Bryndís, hvíldu í friði. Auður og Ísleifur. Kjarnakonan Bryndís skilur eftir sig margar og góðar minn- ingar sem gleðja og hugga. Frjálsleg í fasi og glæsileg á velli tókst hún á við tilveruna og gekk hiklaust í þau verk sem að henni komu hverju sinni. Hún var litla systir Kristjáns mágs míns og var ekki há í loftinu við okkar fyrstu kynni. Hún var mátulega ræðin en frökk í allri framgöngu. Skemmtilegur unglingur sem lá ekki á skoðunum sínum. Ég var svo heppin að vera til staðar í Breiðholtinu þegar Bryn- dís og Gummi fluttu í „Bakkana“. Báðar með litla stráka á sama aldri og tókum húsmæðraleikinn með trompi enda báðar Hús- mæðraskólagengnar, bakað á fimmtudögum, skúrað á föstu- dögum, prjónað, saumað og hleg- ið. Bryndís var baráttukona af guðs náð og lét ekki veikindi og mótlæti lífsins á sig fá og barðist hetjulega til hinstu stundar með húmorinn á sínum stað. Með sorg í hjarta kveðjum við hjónin kæra vinkonu. Fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hjördís Geirsdóttir. Elsku hressa, káta, sterka, duglega æskuvinkona mín lést langt fyrir aldur fram 20. júní síð- astliðinn. Engan af okkur skóla- systkinunum hefði grunað að hún yrði fyrst til að kveðja þennan heim, eins hraustur og kraftmik- ill unglingur sem hún var. Leiðir okkar Bryndísar lágu fyrst saman þegar ég fór í heima- vist í Reykjadal, sem var við æskuheimili hennar, en við ung- lingarnir úr Kjósinni fórum flest í Brúarlandsskóla. Skólabíllinn keyrði unglingana úr heimavistinni í skólann, en all- ir þurftu að ganga afleggjara nið- ur á þjóðveg í bílinn. Þarna hitt- umst við fyrst í morgunmyrkri og kalsaveðri á göngu niður afleggj- arann. Bryndís heilsaði kát og glöð og kynnti sig á þennan ómótstæðilega frjálslega hátt, sem verkaði eins og við hefðum þekkt hana alla tíð, við nýliðarnir vorum aftur ósköp óöruggir og ragir. Þarna sameinaðist hún hópnum. Þetta hressa og frjáls- lega fas hafa efalaust fleiri upp- lifað sem kynntust Bryndísi og þar af leiðandi hefur hún í gegn- um lífið laðað að sér fólk úr úr öll- um áttum. Bryndís var einstaklega hlý en blátt áfram, opin og hreinskilin þannig að óframfærasta og þegj- andalegasta fólk varð ræðið í ná- vist hennar. Lífshlaup Bryndísar var skemmtilegt, gleði og glaum- ur, brattar brekkur, djúpir dalir og lygn sjór, en alltaf hefur þessi sterka kona komið jafnfætis nið- ur, sama á hverju gekk. Elsku yndislega, fallega vinkona mín, takk fyrir allar einlægu, skemmtilegu og góðu stundirnar sem þú hefur gefið mér í gegnum lífið og ég vonaði að yrðu miklu fleiri. Gegnum lífið hafa tengsl okkar verið mismikil, fjarlægðin milli okkar oft á tíðum löng en aldrei datt niður sá djúpi vináttu kærleikur og trúnaður sem við byggðum upp 13 og 14 ára gaml- ar. Ég þakka fyrir það nána sam- band sem við áttum síðustu árin og hélt við yrðum gamlar saman. Farðu í Guðs friði, kæra vinkona, ég sakna þín, en við komum á eft- ir þér. Elsku Guðmundur og fjöl- Bryndís Einarsdóttir Nú ertu farin, elsku amma, allt of fljótt. Það er skrýtið að hugsa um það að við hittumst ekki aftur og eiga ekki eftir að fá falleg skilaboð frá þér. Við áttum margar stundir saman, eins og þegar þú „kenndir mér að dansa“ og sumarið góða þegar ég var hjá ykkur afa á Laugarvatni. Þær hefðu verið fleiri ef við hefðum búið nær hvort öðru. Þú hlakkaðir svo til að koma norður og skoða íbúð- ina mína en það náðist ekki. Margar fleiri minningar koma upp í hugann og ætla ég að geyma þær vel. Hvíldu í friði. Kristófer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.