Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 21
skylda, ég sendi innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar allra. Guð
veri með ykkur í þessari miklu
sorg.
Eygló Þorgeirsdóttir (Lilla).
Bryndís og ég kynntumst í
húsmæðraskólanum á Varma-
landi árið 1970. Bryndís var um-
hyggjusöm og hlý en jafnframt
ósérhlífinn baráttujaxl og stóð
keik sama hvaða verkefni henni
voru falin.
Bryndís var mikilvægur
hlekkur í hópnum hjá okkur
skólasystrum, en við höfum hald-
ið saman saumaklúbb frá 1980.
Það má segja að Bryndís eigi
heiðurinn af saumaklúbbnum
okkar. Hún var í góðu sambandi
við margar okkar eftir að námi á
Varmalandi lauk. Bryndís átti oft
upptökin að skemmtilegheitum
og skipulagði margar uppákomur
fyrir okkur. Í maí 2010 hringdi
hún í mig, hún var ásamt Guð-
mundi að halda upp á stórafmæli
hans á Hótel Hamri í Borgarfirði
og fékk þá snjöllu hugmynd að
þetta væri einmitt staðurinn til
að halda upp á 40 ára útskriftar-
afmælið okkar. Mín kona fór í að
semja við staðarhaldara og áttum
við þar saman frábæra helgi í
apríl ári seinna. Það lýsir henni
svo vel að hún var búin að skipu-
leggja næstu ferð fyrir okkur um
Suðurlandið sem átti að fara 20.
maí sl. en ákveðið var að fresta
ferðinni þar til hún næði bata. Nú
er það okkar að passa að ferðin
verði farin í haust.
Ég á eftir að sakna mikið sam-
tala okkar Bryndísar sem fóru í
gegnum árin oft fram í síma, til
Svíþjóðar, Patreksfjarðar eða á
Laugarvatn. Bryndís átti það til
að koma óvænt við í heimsókn til
mín. Oft færandi hendi með nýaf-
skorin blóm úr Mosfellsdalnum.
Erfiðasta verkefnið sem Bryn-
dísi var falið var glíman við
krabbameinið sem hún ætlaði sér
að sigrast á. Ég dáðist að styrk
hennar og æðruleysi þegar hún
sagði við mig núna í vor, ég óttast
ekkert er bara sátt en hef ákveð-
ið að reyna allt.
Við Sturla sendum Guðmundi
og fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elsku vinkona mín, megi gæf-
an þig geyma og sól lýsa þína
leið.
Þangað til næst,
Ingibjörg Haralds.
Það er svo óraunverulegt að
setjast niður og skrifa þessa
stuttu minningu um þig, elsku
Bryndís. Eftir erfiða baráttu ertu
farin frá okkur allt of snemma en
við trúðum því að þú myndir hafa
betur.
Minningarnar eru ótalmargar,
en við tengdumst þegar ég var
aðeins sex mánaða og þú sagðir
mér að eitt það fyrsta sem pabbi
hefði sagt þér væri að hann ætti
litla dóttur og var það ekki síst
fyrir þína tilstilli að samskiptin
voru eins og þau voru.
Síðustu ár hafa samskiptin
verið mikil og góð, hittumst við
oft þótt langt væri á milli okkar
og þér fannst nú ekki mikið mál
að taka strætó norður bara til að
hittast, spjalla og prjóna. Samtöl
okkar í síma voru nánast á hverj-
um degi og þar ræddum við um
hvað við vorum með á prjónun-
um, barnabörnin og allt milli
himins og jarðar og veittum hvor
annarri styrk í því sem við vorum
að kljást við. Þú vildir fylgjast vel
með Kristófer og Svövu Ósk, sem
þú varst ákaflega stolt af. Síðast
komstu norður í útskrift Svövu
Óskar og varst svo glöð með dag-
inn eins og við öll. Síðustu áramót
komum við svo suður og mætti þá
allur skarinn í mat á Laugarvatn
á nýársdag, þar voru öll börnin
og barnabörnin komin saman,
sem ekki hafði gerst í langan
tíma og er sá dagur ómetanlegur
í minningum núna. Það er mér
mikilvægt að hafa getað komið
nokkrum sinnum suður frá því að
þú veiktist í febrúar, bæði á spít-
alann þar sem þú sagðir að þér
þætti gott að heyra glamrið í
prjónunum og hafa mig hjá þér
og einnig á Laugarvatn. Ég trúði
því ekki þegar ég kom suður 18.
júní að þetta væru þínir síðustu
sólarhringar, en hópurinn þinn,
sem þú sagðir réttilega að teldi
fjóra, sat hjá þér allt til enda og
reyndi að veita þér styrk og
kraft. Elsku Bryndís, ég hafði
svo margt fleira að segja en læt
þetta duga. Við höldum áfram af
sama krafti og þú hefðir gert og
pössum hvert upp á annað.
Takk fyrir allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Sólveig Guðmundsdóttir.
Elsku, hjartans Bryndís mín
Þetta verður víst síðasta bréfið
mitt til þín. Sennilega hefur
mörgum fundist það fyndið, sér-
staklega þegar ég var krakki, að
ég væri að skrifast á við vinkonu
hennar mömmu. En mér fannst
það dásamlegt. Og þegar þú last
upp úr bréfunum mínum í brúð-
kaupinu mínu, það var óborgan-
legt. Mér datt ekki í hug að þú
hefðir geymt bréfin frá mér! Allt
frá upptalningu á einkunnum til
kvartana yfir foreldrum mínum.
Þú hefur sennilega verið eins og
dagbókin mín og stundum jafnvel
sálfræðingur. Þú varst nú ekki
sérlega dugleg að skrifa mér til
baka en þú lést mömmu alltaf
skila því að þér þætti vænt um
bréfin og hvattir mig til að halda
áfram að skrifa. Þú lést mér líða
eins og ég skipti máli og eins og
kynslóðabilið gerði það ekki.
Takk fyrir það.
Þú og Gummi voruð alltaf
uppáhaldsfrænka mín og
-frændi. Þið hélduð áfram að vera
það eftir að ég uppgötvaði að við
værum ekkert skyld! Það var í
uppáhaldi að heimsækja ykkur
og fá ykkur í heimsókn. Það var
einhver gleði og kraftur í kring-
um ykkur. Þú varst alltaf svo
flott. Ég sé þig fyrir mér með
rauðar varir og rauðar neglur.
Alltaf svo töff líka. Okkur mús-
unum að vestan fannst oft erfitt
að þurfa að heimsækja fjölmarga
ættingja þegar við fórum í okkar
árlegu borgarferð. En það var
alltaf svo gaman að hitta ykkur.
Mér er sérlega minnisstætt þeg-
ar þið gáfuð okkur pening svo við
gætum farið út í sjoppu í Breið-
holtinu og keypt okkur nammi.
Það var æði. Og þið svo miklir
æðibitar. BabyBjörn, pylsuvagn í
Svíþjóð, sjoppa á Laugarvatni
Alltaf á fullu. Flottust.
Annars er allt gott að frétta af
mér. Komin í land. Því ævintýri
lokið. Börnin búin að endur-
heimta mömmu. Þau blómstra og
eru svo skemmtileg. Stelpan mín
spurði mig fyrir ekki svo margt
löngu: „Mamma, hvað gerist þeg-
ar maður deyr?“ Ég sagði henni
að það væri misjafnt hverju fólk
tryði. Sumir tryðu á guð og
himnaríki. Sumir tryðu að við
hittum látna ættingja aftur. Sum-
ir tryðu að við endurfæddumst
Þá spurði hún mig hverju ég
tryði. Ég sagði henni að ég tryði
á núið og að við ættum að leggja
okkur fram um að skapa fallegar
minningar því þær lifðu með
manni alla tíð. Einbeita sér að líf-
inu því allt annað væri óvíst. Þú
skilur svo sannarlega mikið eftir
þig, Bryndís mín. Endalaust af
dásamlegum minningum í hjört-
um allra sem þekktu þig og elsk-
uðu. Þú lifir áfram með okkur.
Það er eitt sem víst er.
Mér finnst erfitt að kveðja þig.
Ég á eftir að sakna þín. Ég á
aldrei eftir að gleyma þér. Bless,
Bryndís mín!
PS. Ég bið að heilsa ef þetta er
svo þannig eftir allt saman. Og þá
sjáumst við síðar!
Þín (penna)vinkona,
Sigrún.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
Smáauglýsingar 569
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Byggingavörur
TIL SÖLU
Ca 1200 stk. undirsláttastoðir í
ýmsum lengdum.
Geymslurekkar fylgja.
Guðmundur sími 893-0003
TIL SÖLU
Mótabitar / dokabitar:
1400m lítið notaðir 20x4,90 dokabitar
320m/60 stk. 24x530 dokabitar.
Guðmundur sími 893-0003
Ýmislegt
7.900
kr.
5.900 kr.
3.950
kr.
6.500
kr.
6.500 kr.
5.200 kr.
Fylgstu með á Facebook
Frú Sigurlaug
Mjóddin
s. 774-7377
Sundbolir • Tankini
Bikini • Náttföt
Undirföt • Sloppar
Inniskór • Undirkjólar
Aðhaldsföt
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Frú Sigurlaug
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
10.9
00.
-
10.9
00.
-
10.9
00.
-
11.9
00.
-
Mikið úrval af
sundfatnaði
Teg: 6054 Mjúkir og þægilegir
„ballerínuskór“ úr leðri og skinn-
fóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 36 - 42
Verð: 13.950.-
Teg: 6054 Mjúkir og þægilegir
„ballerínuskór“ úr leðri og skinn-
fóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 37 - 42
Verð: 13.950.-
Teg: 6053 Mjúkir og þægilegir
„ballerínuskór“ úr leðri og skinn-
fóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 36 - 42
Verð: 14.685.-
Laugavegi 178
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
lokað á laugardögum í sumar.
Sendum um allt land
Erum á Facebook.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Bingó kl. 13.
Garðabær Heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30, meðlæti selt með
síðdegiskaffinu kl. 14-15.50.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13,
félagsvist kl. 20. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum.
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Púttvöllur-
inn opinn, kúlur og kylfur á staðnum. Hádegismatur kl. 11.30. Prjóna-
klúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir.
Íþróttafélagið Glóð Glóðargangan á þessu sumri 2016 verður frá
Digranesi, Skálaheiði 2, á mánudögum kl. 10, þar til annað verður
ákveðið. Upplýsingar í síma 564-1490 og á www.glod.is
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í síma 411-2760.
Seltjarnarnes Tölvunámskeið í Valhúsaskóla kl. 10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Ganga frá
Skólabraut kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30.