Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2016, Blaðsíða 26
VIÐTAL Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Nú stendur yfir söfnunarátakið Fer fjölskyldan á flakk í sumar? sem miðar að því að veita konum á flótta bærilegra líf. „Aldrei í sögunni hefur slíkur fjöldi fólks verið á flótta, 65 milljónir manna, og þar af leiðandi aldrei jafnmargar konur verið á flótta. Og þetta fólk á ekki vegabréf og veit ekkert hvenær eða hvort það getur snúið aftur heim,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmda- stýra UN Women á Íslandi, sem standa fyrir þessari sumarsöfnun. Hún bendir á að samkvæmt tölfræði í skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna – sem kom út í júní – flýi 24 manneskjur heimili sín á hverri mínútu. Fyrir tuttugu árum voru það fimm manneskjur á mín- útu. „Það bjóst enginn við að það yrði svona margt fólk á flótta, og alls ekki svona margar konur. En það sýnir bara hvað ástandið er hræðilegt í Sýrlandi, það eru bara allir að gefast upp. Fyrst fóru karlarnir til að reyna að koma sér fyrir einhvers staðar og geta sent pening heim eða flutt fjöl- skylduna til sín. En nú er ástandið þarna orðið óbærilegt þannig að konur fara af stað út í óvissuna með börnin sín, sem og aldraðir og fatl- aðir.“ Neyðarkall til allra landa UN Women hefur fyrst og fremst ráðgjafarhlutverk gagnvart stofn- unum Sameinuðu þjóðanna; kemur inn með kynjavinkil sem virðist of gleymast þegar áætlanir eru gerðar. „Forsaga þessarar sumarsöfn- unar er sú að við fórum í átak í byrj- un árs þar sem við vorum að vinna með svæðisskrifstofu UN Women í Istanbúl – sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stýrir – en þaðan var sent neyðarkall til allra landa um að safna fé til að aðstoða konur á flótta. Þá hafði komið í ljós að þegar sett var upp aðstaða fyrir flóttafólk á landa- mærum Makedóníu og Serbíu, hafði gleymst að taka tillit til kvenna.“ Alþjóðastofnanir höfðu gleymt að taka með í reikninginn að aldrei hafa fleiri konur verið á flótta, og bendir Inga Dóra á að augljóslega þurfi fleiri konur í stjórnunar- og ráð- gjafastöður hjá þessum stofnunum. „En við erum að horfa upp á að í fyrsta sinn eru konur og börn rúm- lega helmingur þeirra sem eru á flótta. Þessar landamærastöðvar voru settar upp í flýti og það gleymdist til dæmis að setja upp kynjaskipt klósett, kynjaskipta sturtuaðstöðu og kynjaskipta svefn- aðstöðu. Þarna þurfti flóttafólk að dvelja allt upp í fjórar vikur og af öllu því sem þær gengu í gegnum á flóttanum þótti konum mesta ógnin fólgin í því að þurfa að fara út og labba á klósettin, sem voru óupplýst og engin öryggisgæsla á svæðinu. Það voru dæmi um að konurnar slepptu því að borða og drekka til að þurfa ekki að fara á klósettið og 12% voru þungaðar konur svo þú getur rétt ímyndað þér hvort þetta var ekki erfitt fyrir þær.“ Tvö dömubindi ekki nóg Þá segir Inga Dóra að í svoköll- uðum sæmdarsettum, sem eru pakk- ar með hreinlætisvörum sem dreift er til flóttafólks, hafi t.d. iðulega vantað dömubindi. „Og ef þau voru höfð með voru einungis sett tvö dömubindi. Hvaða kona sem er myndi vita að tvö dömubindi eru ekki nóg fyrir nokkurra vikna dvöl.“ Í vetur tóku Íslendingar hins veg- ar vel við sér þegar ákallið frá UN Women barst og söfnuðust 15 millj- ónir á Íslandi sem runnu til verkefn- isins. „Íslendingar, af sinni alkunnu snilld, brugðust vel og hratt við svo við gátum lagt okkar af mörkum til að veita fé í framkvæmdir og ráð- gjöf. Við settum upp sérstök upplýst klósett fyrir konur á landamæra- stöðvunum og öryggisgæslu. Þá var líka sett upp sérstök svefnaðstaða fyrir konur og börn og passað upp á að þær fengju allar sæmdarsett með hreinlætisvörum sem konur þurfa sérstaklega á að halda. Og með söfn- uninni gátum vil líka útvegað ráð- gjafa sem gátu aðstoðað þessi stóru alþjóðasamtök við að bregðast við þessum aukna fjölda kvenna meðal flóttamanna sem m.a. gátu bent á at- riði eins og það að tvö dömubindi væru alls ekki nóg.“ Þar sem söfnunin í vetur gekk svo vel ákvað UN Women á Íslandi að leita aftur til Íslendinga, ekki síst þeirra sem nú þegar eru á flakki um Heppin að geta pakkað nauðsynjum niður í tösku  UN Women á Íslandi biðla nú til Íslendinga sem eru á ferð og flugi um heiminn sér til skemmtunar að muna eftir öllum þeim fjölda kvenna og barna sem er á flakki um heiminn af allt öðrum ástæðum Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdastýra „Við þurfum að fjármagna færanlega þjónustu fyrir flóttakonur, þar sem teymi af heilbrigðisstarfsfólki, sálfræðingi og lögfræðingi fer um og leitar þær uppi,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 „Það kemur fram ákveðin heimþrá í myndunum. Það má finna fyrir barnaminningum í þeim, þegar ég mála þá kemur það íslenska fram í mér,“ segir Þuríður Jónsdóttir, sem opnaði myndlistarsýningu í skart- gripaversluninni Hún og Hún að Skólavörðustíg 17b í fyrradag. Sýn- ingin stendur út júlí og verður yfir- leitt opið frá 11-18. Þuríður flutti til Þýskalands fyrir 35 árum og hefur haldið tvær einka- sýningar og fimm samsýningar þar í landi, en hún býr í Ochsenfurt, sem er rétt hjá Würzburg, norðarlega í Bæjaralandi. „Það var mikill heiður fyrir mig að vera boðið á Artbreit-sýninguna sem er alþjóðleg, það er stærsta samsýningin sem ég hef verið á, en þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni á Íslandi og þetta var gert með stutt- um fyrirvara,“ segir Þuríður. „Efni myndanna á sýningunni eru mörg hver undir áhrifum af bókinni Fisk- ar Íslands, sem fiskifræðingurinn hann faðir minn, Jón Jónsson, þýddi á íslensku.“ Troðið á opnuninni Hvernig tókst opnunin? „Það var mjög gaman á opnun- inni, það var alveg troðið, margt fólk sem ég hef aldrei séð, en þetta er svo sem lítill staður þar sem ég er að sýna. Getur þú lýst því hvernig upplifun þín á landinu hefur breyst eftir langa veru erlendis? „Landið verður alltaf fallegra með árunum. Sem málari langar mann til að stoppa alls staðar, hvar sem mað- ur keyrir eða gengur um, og taka Verður alltaf fall- egra með árunum  Sýning Þuríðar í Hún og Hún Flug Íslensk mótív í myndum Þuríðar. FIMMTA BÓKIN UM MALIN FORS „Kallentoft skrifar svo vel aðmargir af kollegum hans líta út eins og viðvaningar.“ AFTONBLADET

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.