Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Enn velta menn að vonum vöng-um yfir hugsanlegum afleið- ingum sögulegrar ákvörðunar Breta. Páll Vilhjálmsson dregur þetta fram:    Evrópusam-bandið er í til- vistarkreppu eftir Brexit þjóðar- atkvæðið. Spiegel í Þýskalandi segir ESB alþjóðlegt að- hlátursefni í efna- hagsmálum.    Fjármálaráð-herra Þýska- lands, Wolfgang Schäuble, boðar að sniðganga verði framkvæmdastjórn ESB í Brussel til að hrinda í framkvæmd nauðsyn- legum úrbótum eftir Brexit. Þegar Grænland gekk úr ESB á sínum tíma tók sjö ár að ganga frá úr- sögninni. Grænland er örríki, hjá- lenda Danaveldis, á meðan Bret- land er eitt af þrem stærstu ríkjum ESB. Schäuble segir ekki koma til greina að dunda við það í sjö ár að skrifa Bretaland úr sambandinu.    Fjármálaráðherrann segir aðal-atriðið að ganga rösklega til verks. Hann gefur lítið fyrir þau sjónarmið að ,,dýpka“ verði ESB til að mæta Brexit. Ekki sé eftirspurn meðal þjóða sambandsins að auka miðstýringuna frá Brussel. Schäuble talar fyrir milliliðalausu samstarfi ríkisstjórna ESB til að ná fram ásættanlegum lausnum ESB- ríkja, flóttamannavandanum sér- staklega.    Brexit boðar endalok Evrópu-sambandsins eins og það hefur hingað til verið rekið. Stóru sterku ríkin munu láta afl sitt ráða til að knýja fram vilja sinn. Smærri ríkj- um verður illa vært í ESB eftir Brexit og var vistin þar þó ekki bærileg fyrir.“ Wolfgang Schäuble Brexit bara byrjun STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Veður víða um heim 4.7., kl. 18.00 Reykjavík 15 léttskýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 9 alskýjað Nuuk 8 heiðskírt Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 18 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 16 skýjað Dublin 19 rigning Glasgow 13 rigning London 19 skýjað París 20 skýjað Amsterdam 22 rigning Hamborg 20 léttskýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 24 heiðskírt Moskva 20 skúrir Algarve 23 léttskýjað Madríd 34 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 28 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 23 skýjað Montreal 23 léttskýjað New York 27 léttskýjað Chicago 20 alskýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:16 23:50 ÍSAFJÖRÐUR 2:20 24:56 SIGLUFJÖRÐUR 1:59 24:43 DJÚPIVOGUR 2:34 23:31 Vigdís Hauks- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, mun ekki bjóða sig fram í oddvita- sæti í þingkosn- ingum í haust. Mun hún einnig láta af störfum sem þingmaður. Í samtali við Morgunblaðið, segir hún að ýmis mál hennar hafi ekki fengið braut- argengi. „Það eru þarna nokkur mál sem ég fæ ekki þokað í þinginu. Það eru komin sjö ár og ég sé ekki fram á að fái þeim þokað þegar viljann skort- ir,“ segir Vigdís, en málin sem hún á við eru t.d. frumvarp um lagaskrif- stofu Alþingis, sem lagt hefur verið fram sjö sinnum. Einnig nefnir hún tillögur sínar um skilgreiningu nátt- úruauðlinda. Ekki hafi heldur geng- ið eða rekið í því að skera niður í rík- isrekstri. Vigdís segist þó ánægð með ríkis- stjórnarsamstarfið og hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn komi vel út úr kosningum í haust. Vigdís fer ekki fram í kosningum  Segir hugmyndir sínar fullreyndar Vigdís Hauksdóttir Flugumferðarstjórar felldu nýgerðan kjarasamning sinn við Isavia. Kosn- ingu félagsmanna í Félagi flug- umferðarstjóra lauk á miðnætti í fyrrinótt. 60,2% þeirra sem kusu felldu samninginn en 39,8% sam- þykktu hann. Um 90% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Sigurjón Jónasson, formaður Fé- lags flugumferðarstjóra, sagði að fé- lagið þyrfti að mæta fyrir gerðardóm á miðvikudag og skila greinargerð. Gerðardómur hefði þegar tekið til starfa og vildi fá gögn frá félaginu. Samninganefndir deiluaðila – flug- umferðarstjóra og Samtaka atvinnu- lífsins fyrir hönd Isavia – skrifuðu undir kjarasamninginn fyrir rúmri viku. Átti samningurinn að gilda til ársloka 2018. Samningurinn var kynntur fé- lagsmönnum fyrir viku og í kjölfarið var kosið um hann. Lágu niðurstöð- urnar fyrir í gærmorgun. Alþingi setti í síðasta mánuði lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra. Samkvæmt þeim var gerðardómi gert að útkljá kjaradeiluna hefðu að- ilar ekki náð samningum fyrir 24. júní sl. Skal gerðardómur þá ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra fyrir 18. júlí nk. Ákvarðanir gerðardóms skulu vera bindandi með sama hætti og um kjarasamning milli aðila væri að ræða og með gildistíma sem gerðardómur ákveður. Flugumferðarstjórar felldu samning  Gerðardómur á að ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra fyrir 18. júlí Morgunblaðið/Ernir Deilan Um 60% felldu samninginn. Vélorf Mikið úrval vélorfa með tvígengis- eða fjórgengismótor. Einnig rafknúin orf. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.