Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 25
taka út úr mér tennurnar eins og hann gerði. Hann var gríðarlega stoltur af öllum sínum afkomendum og fylgdist vel með öllu sem gerð- ist hjá okkur og hafði mikinn áhuga á okkar áhugamálum. Hann spurði mikið og hafði gaman af að fá að taka þátt og verða vitni að sigrum okkar á hinum ýmsu sviðum. Nóni afi var miklu meira en afi minn. Hann var einn af mín- um bestu vinum. Við þurftum ekkert endilega að tala þó við værum saman. Það var nóg að sitja bara hjá honum eða fá eitt af hans þéttu og traustu faðm- lögum og ég vissi að það yrði allt í lagi. Ég er þakklát fyrir þennan síðasta vetur sem við áttum saman þegar ég bjó loksins svona nálægt honum og ömmu. Við spjölluðum um ýmislegt og áttum margar gæðastundir og Hinrik kynntist honum vel og hann var alltaf svo ánægður með Nóna, afa sinn. Síðustu daga hefur verið gott að fara til ömmu, skoða myndir, rifja upp gamlar minningar og vera í faðmi fjölskyldunnar eins og afa leið best. Auðvitað er skrýtið að afi sé ekki þar í stólnum sínum en samt hef ég fundið svo sterkt fyrir nærveru hans að ég veit að hann er þar og fylgist með okkur. Og ég veit líka að hann mun alltaf fylgjast með okkur úr Para- dísarlandi þar sem hann ríður nú um grænar grundir og syng- ur og dansar eins og honum einum var lagið á meðan við yljum okkur við minningarnar af honum syngjandi og dans- andi með okkur hérna á þessari jörð. Takk fyrir allt afi. Sjáumst seinna. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (GGH) Þín, Kolbjörg. Þá ertu farinn frá okkur, frændi kær, þú varst orðinn vel fullorðinn en söknuðurinn er samt svo sár. Margar eru minn- ingarnar þar sem við bjuggum á sama heimili mín bernskuár, en þú varst ekki maður margra orða svo ég stikla á stóru. Ein minning er alveg greypt í huga mér, þegar þú slasaðist á íþróttamóti á Laugum – það sem mér fannst það hryllilegt. Þú varst góður íþróttamaður og mikill áhugamaður um allar íþróttir, hvattir mig og styrktir, stattu þig, stelpa, voru þín orð. Þegar þú komst heim frá Am- eríku eftir að hafa unnið þar um tíma fannst mér þú vera svo frægur bara eins og allir þessir leikarar sem voru þaðan og ekki skemmdi allt sælgætið og ameríska tyggjóið, maður minn hvað það var mikil hátíð. Að dansa við þig var alveg há- punkturinn enda dansherra góður, stríðinn varstu en ég lét þig nú yfirleitt ekki eiga hjá mér, eins og þegar þú sagðir við mig: haha greyið, kemst ekki á landsmótið, átt ekki fyrir búningi – þú gefur mér hann þá bara svaraði ég og það gerðir þú eins og ýmislegt fleira. Þú varst svo hamingjusamur og montinn þegar þú sýndir mér frumburðinn þinn, ég gleymi aldrei hvað þið Inga geisluðuð af hamingju. Ég er þakklát fyr- ir svo margt, elsku Nóni minn, ekki síst samverustund okkar í fyrrasumar þar sem við tjáðum hvort öðru tilfinningar okkar. Minning þín lifir. Elsku Inga, Bryndís, Hinrik, Friðrik og fjölskyldur, elsku mamma mín og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið minn æðri mátt að styrkja og styðja okkur nú og ætíð. Guðrún Arnhildur Benónýsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Félagsstarf eldri borgara Boðinn Þriðjudagur: Handavinnustofan opin frá 9-15 og bridge og kanasta kl 13. Garðabæ Bútasaumur kl.13. Bónusrúta kl.14.45, heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl .9.30, meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl.14-15.50. Gullsmári Myndlist kl. 9, Ganga kl. 10, Kanasta kl. 13. Hárgreiðslustofa og Fótaaðgerðastofa á staðnum, Allir velkomnir! Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir, hársnyrting. Púttvöllurinn er opinn á opnunatíma stöðvarinnar, Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11, ganga m.starfsmanni kl.14. Uppl í s 4112760 Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl.07:15. Tölvunámskeið í Valhúsaskóla kl.10:00. Kaffispjall í króknum kl.10:30. Botsía í salnum í Gróttu 13:30. Vitatorg Spilum félagsvist í dag Allir eru velkomnir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Póstsendum Hlýtt í ferðalagið Ullar- og silki- nærfatnaður Teg: 6054 Mjúkir og þægilegir „ballerínuskór“ úr leðri og skinn- fóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 36 - 42 Verð: 13.950.- Teg: 6054 Mjúkir og þægilegir „ballerínuskór“ úr leðri og skinn- fóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 37 - 42 Verð: 13.950.- Teg: 6053 Mjúkir og þægilegir „ballerínuskór“ úr leðri og skinn- fóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 36 - 42 Verð: 14.685.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, lokað á laugardögum í sumar. Sendum um allt land Erum á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Raðauglýsingar     ✝ Gróa Svan-heiður Árna- dóttir fæddist á Hverfisgötu 40 13. apríl 1930. Gróa lést 19. júní 2016 á Hrafnistu þar sem hún dvaldi síðustu árin. Hún var einka- barn hjónanna Jón- ínu Ingibjargar Jónsdóttur, f. 23.7. 1896, d. 6.10. 1954, og Árna Teitssonar, f. 18.11. 1886, d. 2.3. 1964. Gróa var gift Páli Ingimars- syni, f 25.11. 1928, d. 11.12. 1996. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg Pálsdóttir, f. 26.11. 1951, hennar maður er Kjartan Kjartansson, f. 3.10. 1947. Börn þeirra eru Soffía Sig- urrós, Þór og Árni Már. Þór lést í frumbernsku 1977. Kjartan á eina dóttur af fyrra sambandi, Önnu. 2) Árni Pálsson, f. 18.4. 1960, og hans kona Þuríður G. Ingvarsdóttir, f. 30.6. 1956, þeirra dóttir er Alma Hrund. Barn Árna af fyrra sambandi er Elí- as Ingi og dætur Þuríðar af fyrra sambandi eru Margrét Bettý og Jóhanna Björg. Barna- barnabörnin eru orðin 14. Gróa verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 5. júlí 2016, klukkan 13. Elsku amma. Ég mun aldrei gleyma tíman- um sem við eyddum saman þeg- ar ég var yngri. Göngutúrunum um Hafnarfjörð þar sem þú sagðir mér hvar hinir og þessir höfðu búið, þó að ég hefði oftast ekki hugmynd um hverjir það væru. Endalausum ferðum í Kolaportið í strætó, það var sjaldnast nokkuð keypt, þar sem við fórum bara til að finna af- mælisdiskinn minn. Ég gleymi aldrei hvað þú varst rígmontin þegar ég kom í heimsókn eftir að þú fannst hann. Þú varst svo stolt af því að vera komin með alla diskana fyrir fæðingarár allra barnabarnanna þinna. Ég á minn ennþá. Það er þér og Kolaportsferð- unum okkar að þakka að ég lærði á strætókerfið sem hefur bjarg- að mér oftar en einu sinni. Ég mun sakna þess að spila við þig rommí, þótt að allir hafi sagt að þú hafir svindlað þá tók ég aldrei eftir því. Ég elska þig og sakna þín. Alma Hrund Árnadóttir. Gróa Svanheiður Árnadóttir ✝ Þórný Jóns-dóttir fæddist á Reyni í Mýrdal 7. september 1954. Hún lést á Líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi þriðjudaginn 28. júní 2016. Foreldrar henn- ar eru Jón Sveins- son fæddur 2. apríl 1927 og Erla Páls- dóttir fædd 9. september 1929. Systkini Þórnýjar eru 1) Páll, fæddur 12. apríl 1953. Hann á þrjá syni og fimm barnabörn. Maki M. Sigríður Jakobsdóttir. 2) Margrét, fædd 17. febrúar 1956. Maki Sig- urjón Árnason. Þau eiga þrjá syni og fimm barnabörn. 3) Sigurlaug, fædd 17. júní 1957. Maki Ólafur Helgason. Þau eiga 3 börn og sex barnabörn. 4) Sveinn, fæddur 1. nóvember 1959. Maki Jóna Svava Karls- dóttir. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. 5) Jónatan Guðni fæddur 27. júlí 1962. Maki Valgerður Guð- jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 6) Guðrún, fædd 25. júlí 1963. Hún á þrjú börn. Maki Jón E. Einarsson. 7) Einar, fæddur 28. mars 1965. Maki Ágústa Bárð- ardóttir. Þau eiga tvö börn. 8) Guðbjörg, fædd 18. febrúar 1968. Maki Gauti Gunnarsson, látinn 15. nóvember 2013. Þau eiga fjögur börn. Þórný ólst upp í foreldra- húsum á Reyni í Mýrdal. Fimm- tán ára gömul fluttist hún að Sólheimum í Grímsnesi, þar sem hún átti heima til æviloka. Þar var hún virkur þátttakandi í samfélaginu og vann ýmis störf svo sem í garðyrkju og á vefstofu. Haustið 2015 greind- ist hún með krabbamein sem að lokum dró hana til dauða. Kveðja frá íbúum Sólheima Okkar góða vinkona, Þórný Jónsdóttir, er fallin frá, einstök kona sem hefur í áratugi verið stór hluti af lífi okkar á Sólheimum. Sterkur persónuleiki sem vissi hvað hún vildi og vildi ekki. Þórný hefur alla tíð gengið til allra verka, hvort sem það var í skógrækt, við hannyrðir eða við kertagerð. Hún tók þátt í starfi íþróttafélagsins, skátafélagsins og leikfélags. Ferðir innanlands og til út- landa, það skipti ekki mál hvað var gert, ávallt var Þórný glæsileg, brosmild og stutt var í hláturinn og þegar Þórný hló þá var það smitandi. Þegar Þórný fór að tala um Reyni í Mýrdal, þaðan sem hún var, þá breyttist Þórný í per- sónuna Mimmu og talaði um sína vönduðu foreldra, um hundinn sem hún átti heima og um öll dýr- in. Síðustu mánuði glímdi Þórný við erfið veikindi og tókst á við þau af æðruleysi, við söknum vinkonu okkar. Við minnumst Þórnýjar með þakklæti og söknuð í huga og biðj- um góðan Guð að blessa hana og varðveita. Aðstandendum vottum við innilega samúð. Fyrir hönd íbúa Sólheima, Guðmundur Ármann Pétursson. Þórný Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.