Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrri hluta árlegs lundaralls á veg- um Náttúrustofu Suðurlands lauk á sunnudaginn var. Lundarallið hófst 16. júní og því lauk 3. júlí. Tólf lundavörp hringinn í kringum landið voru heimsótt en þeirra verður vitj- að tvisvar í sumar. Könnuð var ábúð og klak eggja með holumyndavél. Með ábúð er átt við hlutfall þeirra lundaholna sem orpið er í. Lundinn liggur á eggi sínu í 42 daga og er kannað hve hátt hlutfall eggja hefur klakist þegar könnunin er gerð. Einnig var reynt að endurheimta dægurrita sem lundar hafa borið í eitt ár eða tvö. Dægurritarnir skrá upplýsingar sem hægt er að nota til að ákvarða staðsetningu fuglanna og fylgjast þannig með ferðum þeirra. Á grundvelli þeirra upplýs- inga hefur m.a. tekist að finna út hvar vetrarstöðvar lundans eru. Rallið hófst í Vestmannaeyjum 16.-17. júní. Næst var farið í Dyr- hólaey þann 21. júní. Ábúðin á báð- um stöðum reyndist vera svipuð eða 65% og 66%. Klak var ekki hafið í lundabyggðum í Eyjum eða í Dyr- hólaey þegar þeirra var vitjað. Ábúðin í Ingólfshöfða var aðeins um 57%, þar sem hún var 70% í fyrra, og klakið þar var orðið 12% þann 21. júní. Nokkuð var um yf- irgefin egg en einnig voru komnar pysjur og lundar að bera í þær síli. Lundabyggð í Papey hvarf Papey hafði látið nokkuð á sjá frá því í fyrra. Sjór gekk þar á land í stórviðri um síðustu áramót og sóp- aði m.a. hluta af lundabyggðinni við lendinguna á haf út. Þar með fimm af rannsóknarholunum í eynni þar sem bjuggu sjö lundar sem skört- uðu dægurritum. Ábúðin var 78% og klakið var orðið 73%. Talsvert var af sílisfugli. Elsti unginn sem sást þann 22. júní var þá orðinn um 15 daga gamall sem benti til þess að varpið hefði hafist óvenju snemma. Í Papey tókst að ná 13 dægur- ritum og þar af voru nokkrir frá 2014 sem geyma tveggja ára gögn. Í Hafnarhólma í Borgarfirði eystra var 73% ábúð og klakið var 68%. Mikið var af sílisfugli og þar náðust þrír lundar með dægurrita. Gott ástand var hjá lundanum í Lundey á Skjálfanda. Ábúðin þar var há, eða 90%, og klakið 52%. Mikil var af sílisfugli. Ábúðin í Grímsey reyndist vera 85% og klak- ið var orðið 50%. Þar náðust 18 dægurritar af lundum, þar af tveir tveggja ára gamlir. Einnig fengu 20 lundar nýja dægurrita. Mikil áta hefur verið norður af Grímsey og mikið af fugli í æti, þar af nokkrir tugir ef ekki hundruð sjósvalna. Ábúð lunda í Drangey á Skaga- firði var 85% og klakið var orðið 25% sem benti til þess að varpið þar hefði farið seint af stað. Í Grímsey á Steingrímsfirði var ábúð lundans mjög há eða 92% og klakið var 72%. Mikið sást af lunda með æti fyrir pysjur. Í Vigur í Ísafjarðardjúpi var ábúð mæld á tveimur stöðum. Hún reyndist vera 90% og klakið var 86%. Ástandið í Akurey á Faxaflóa, rétt utan við Örfirisey, var mjög gott. Þar var 85% ábúð, klak var 41% og nokkuð sást af sílis- fugli. Yfirferðinni lauk í Elliðaey á Breiðafirði 3. júlí. Þar var ástand lundans ágætt, líkt og á nálægum svæðum. Ábúð var 81%, klak 79% og nokkuð var um sílisfugl, það er lunda sem voru að bera síli í pysjur. Lundabyggðir landsins heimsóttar  Fyrri hluta árlegs lundaralls er lokið  Ástand varpsins er verst við suðurströndina  Betra ástand við Vestur-, Norður- og Austurland  Lundavarp lítur betur út við vestanvert landið en áður Morgunblaðið/Einar Falur Lundar Lundastofninum farnast misjafnlega vel við landið. Varpið virtist fara vel af stað við Austur-, Vestur- og Norðurland. Tíminn mun svo leiða í ljós hversu afkoman verður góð og hve margar lundapysjur komast á legg. Ástand lundans reyndist al- mennt vera gott frá Papey í austri og norður og vestur um landið og allt suður í Faxaflóa. Lundanum farnast ekki jafn vel við suðurströndina. Dr. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, sagði ánægjulegt að sjá að lundanum virtist nú ganga bet- ur en oft áður við vestanvert landið. Ástandið er hins vegar alvarlegra við suðurströndina. Í Vestmannaeyjum hefur full- orðnum fuglum fækkað vegna náttúrulegra affalla og það al- varlega er að ungfuglar hafa ekki komið í staðinn. Ungfuglar sjást varla og það ógnar framtíð stofnsins. Ástæðan er sú að lundavarp hefur misfarist að mestu flest ár frá 2003. Hremmingar lundastofnsins virðast m.a. tengjast breyt- ingum hjá sandsílinu, sem er mikilvæg fæða lundapysjanna. Hafrannsóknastofnun er að hefja á ný sandsílarannsóknir á Selvogsbanka og í Faxaflóa. Marlene Dupraz frá Frakklandi sem er að rannsaka lundalús fór með lundaralls- mönnum í Lundey á Skjálfanda. Henni gekk vel að safna lús- um og tíndi rúmlega helming þeirra af leiðangurs- mönnum! Farnast verst við suður- ströndina LUNDINN VIÐ ÍSLAND Dr. Erpur Snær Hansen Ingólfshöfði Papey Akurey Hafnarhólmi Elliðaey Lundey Grímsey Grímsey Vigur Drangey DyrhólaeyVestmannaeyjar Lundarallið 2016 „Þetta gerðist þannig að vörubíll sem var að flytja efni í flugbrautina ók inn á akstursbraut flugvéla í veg fyrir flugvél,“ segir Guðni Sigurðs- son, upplýsingafulltrúi Isavia, en það óhapp átti sér stað á Keflavíkurflug- velli nýlega að þota þurfti að hemla þegar vörubíll keyrði í veg fyrir hana á akstursbraut. Var í efnisflutningum Verið er að endurnýja norður-suð- ur flugbrautina á vellinum og vörubíl sem var að flytja efni í brautina var ekið inn á akstursbraut sem flugvél- ar nota til að aka frá flugbraut og yf- ir að flugstöð. Ökumaður vörubílsins virðist ekki hafa gert flugturni vart við sig og flugmenn vélar sem var að koma eftir akbrautinni vissu því ekki af honum og þurftu að hemla snögg- lega til að lenda ekki í árekstri. Umferð stjórnað úr flugturni Umferð ökutækja á flugvallar- svæðinu er stýrt nákvæmlega úr flugturni. Vörubílar sem vilja nota akstursbrautir flugvéla fá heimild til þess úr turni ef hvorki er lending né akstur áætlaður á henni. Mannleg mistök virðast hafa valdið því að vörubíllinn fór inn á brautina án heimildar, með ofangreindum afleið- ingum. Búið að skerpa á reglum „Reglurnar eru þannig að þau ökutæki sem fara inn á flug- og akst- ursbrautir verða að hafa sérstakt leyfi frá flugturni.Búið er að fara yfir atvikið og ræða sérstaklega akstur innan svæðisins. Það er búið að taka á þessu hjá okkur og Íslenskum að- alverktökum sem sjá um verkið. Einnig er búið að merkja betur akst- ursleiðir sem notaðar eru í tengslum við verkið,“ segir Guðni. Málið er lit- ið alvarlegum augum enda lá við að stórslys ætti sér stað. elvar@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Flugstöð Akstursbrautirnar liggja frá flugstöðinni að flugbrautunum. Vörubíll keyrði í veg fyrir flugvél á braut  Bifreiðin var í efnisflutningum  Var ekið inn á akbraut flugvéla www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.