Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála úrskurðaði þann 30. júní
sl. að framkvæmdir við Kröflulínu 4
skyldu stöðvaðar til bráðabirgða,
meðan nefndin tæki kæru Land-
verndar og Fjöreggs til skoðunar.
Bráðabirgðastöðvun fram-
kvæmda við Kröflulínu nær ekki til
framkvæmdarinnar í heild, ein-
göngu þess hluta sem nær yfir
Leirhnjúkshraun. Taldi nefndin að
Leirhnjúkshraun félli undir þau
ákvæði náttúruverndarlaga sem
veita tilteknum svæðum sérstaka
vernd.
Gæti valdið töfum
Kristján Þór Magnússon, sveitar-
stjóri Norðurþings, segist óttast að
úrskurðurinn hafi áhrif til seink-
unar á framkvæmdum við kísilver á
Bakka. „Þetta vonuðum við að gerð-
ist ekki. Það er þétt tímalína í verk-
efninu og allt eins og þetta getur
sett hana úr skorðum,“ segir Krist-
ján Þór, sem segist þó ekki hafa
forsendur til að meta nákvæmlega
hvaða áhrif úrskurðurinn hafi á
Bakka.
Landsnet er framkvæmdaraðili
við Kröflulínu 4, en í skriflegu svari
frá fyrirtækinu segir að fram-
kvæmdir við línuna séu hafnar, en
þó ekki á því landi sem um ræðir,
þ.e. Leirhnjúkshrauni. Fram-
kvæmdum við línurnar verður hald-
ið áfram, þar sem framkvæmdaleyfi
eru í gildi, en ekki liggur fyrir hvort
úrskurðurinn mun leiða til tafa á
framkvæmdum við Bakka. Lands-
net hefur í kjölfar úrskurðarins haft
samráð við alla þá sem að verkefn-
inu koma
Ánægður með úrskurðinn
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar,
segist ánægður með úrskurðinn.
„Þarna er verið að draga út svæði
þar sem löggjafinn hefur sagt:
Þetta er verðmætt náttúruvernd-
arsvæði. Nefndin segir í raun að
það þurfi að fara varlega þarna,“
segir Guðmundur Ingi.
Í kæru Landverndar segir að
framkvæmdin hafi ekki verið end-
urmetin frá því að fallið hafi verið
frá hugmyndum um byggingu ál-
vers á Bakka. Í tilkynningu frá
Landvernd segir að málsatvikum í
dómum Hæstaréttar er vörðuðu
Suðurnesjalínu 2 svipi til málsatvika
í máli Kröflulínu 4. Ekki hafi farið
fram mat á því hvort leggja megi
strenginn í jörðu, líkt og bar að
gera í máli Suðurnesjalínu 2.
Framkvæmdir
stöðvaðar við
Kröflulínu 4
Gæti tafið framkvæmdir á Bakka
Landvernd fagnar stöðvuninni
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bakki Framkvæmdir eru vel á veg
komnar á Bakka, en þar rís kísilver.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Tilgangurinn er að draga úr umferð
hópferðabíla um þröngar götur og
íbúðabyggð og samtímis að auðvelda
ferðamönnum að finna stoppistöðv-
arnar, draga úr óvissu og setja þetta í
skilmerkilegra ferli,“ segir Jón Hall-
dór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá
Reykjavíkurborg, en borgin hefur
hafist handa við að afmarka sérstak-
ar rútustoppistöðvar víðsvegar um
miðborgina. Var verkefnið unnið í
samráði við Samtök ferðaþjónust-
unnar til að auðvelda ferðamönnum
að komast í og úr hópferðabílum eftir
að takmarkanir voru gerðar á umferð
hópferðabíla um íbúðabyggð í mið-
borginni
Að sögn Hildar Gunnlaugsdóttur,
verkefnisstjóra borgarhönnunar hjá
Reykjavíkurborg, er verið að merkja
tólf rútustoppistöðvar í miðborginni
og þegar eru komnar upp stöðvar hjá
Tjörninni, Ráðhúsinu, Ingólfstorgi,
Hörpu, Safnahúsi, Hnitbjörgu, Vest-
urgötu, Kvosinni, Hallgrímskirkju,
Hlemmi og við Höfðatorg.
Stæðin verða gjaldskyld
„Það er verið að sníða reglugerð
innan borgarinnar um gjaldskyldu en
rútustæðin verða gjaldskyld,“ segir
Hildur. Það verði unnið í samráði við
hagsmunaaðila og ferðaþjónustunni
gefið færi á að venjast notkun stæð-
anna áður en gjaldskyldan hefst.
Þá er gert ráð fyrir að hver rúta
stoppi aðeins í fimm mínútur á
stoppistöðinni. „Það var ósk frá rútu-
fyrirtækjum sem töluðu um að fimm
mínútur væri hentugur tími,“ bætir
hún við en hugmyndin sé sú að ferða-
menn séu mættir á stoppistöðina
þegar rútan komi og séu því tilbúnir.
„Bara eins og þegar þú tekur
strætó.“
Helstu kvartanir íbúa hafa lotið að
því að rútur séu lengi í lausagangi að
bíða farþeganna og er verið að
stemma stigu við því með tímamörk-
unum.
Þörf á betri merkingum
„Til að þetta nýtist almennilega þá
finnst okkur að það mætti ganga ör-
lítið lengra og merkja þetta betur en
við höfum rekið okkur á að stæðin
séu full af venjulegum og bílaleigu-
bílum,“ segir Einar Bárðarson,
rekstrarstjóri Ferðaskrifstofu Kynn-
isferða, um nýjar rútustoppistöðvar
borgarinnar.
Telur hann rúturnar ekki þurfa
lengri tíma en fimm mínútur í stæð-
inu hverju sinni en Kynnisferðir hafi
einnig verið í samstarfi við hótel og
gistiheimili svo ferðamaðurinn mæti
þeim á miðri leið. „Þannig styttum
við stoppin okkar og gætum að innri
þolmörkum samfélagsins.“
Morgunblaðið/Ófeigur
Rútustoppistöð Borgin hefur hafist handa við að merkja stæði fyrir hópferðabíla á tólf stöðum í miðborginni.
Rútur stytta stoppin í
sérmerktum stæðum
Vilja draga úr umferð hópferðabíla um þröngar íbúðagötur
Útsalan í fullum gangi
Lytos X-Climb
Útsöluverð
9.998
Verð áður 24.995
Stærðir 36-46
Leður
Tepor dry filma veitir
100% vatnsheldni
Sóli: Vibram
Innsóli: Ortholite
Þyngd: 443gr (í stærð 42)
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxna-
leggings
kr. 5.900
Str. S-XXL
Laugavegi 53 | Sími 552 3737
www.dimmalimmreykjavik.is
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
DIMMALIMM
Útsalan
er
hafin
- með morgunkaffinu