Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
✝ Jón AðalsteinnJónsson fædd-
ist á Halldórsstöð-
um í Reykjadal 9.
janúar 1925. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð, Akur-
eyri, 18. júní 2016.
Foreldrar hans:
Jón Friðriksson, f.
25. nóvember 1899,
d. 30. júlí 1990, og
Friðrika Sigfús-
dóttir, f. 5. mars 1896, d. 10.
mars 1971. Systkini hans voru
Sigrún, f. 1923, látin, Sigríður,
f. 1928, látin, Valgerður, f.
1929, hún býr á Hömrum í
Reykjadal, Unnur, f. 1933, lát-
in, Þórdís, f. 1934, látin.
Eiginkona hans er Elín Inga
Jónasdóttir f. á Helluvaði, Mý-
vatnssveit, 29. október 1934.
Foreldrar hennar voru Jónas
Sigurgeirsson, f. 4. desember
1901, d. 18. október 1996, og
Hólmfríður Ísfeldsdóttir, f. 16.
júlí, d. 22. ágúst 1996.
Fósturdóttir Jóns og dóttir
Elínar Ingu er Bryndís Arna
einn son, Úlf Má. Börn Hinriks
og Kolbrúnar eru Kolbjörg
Katla, hennar sambýlismaður
er Daníel S. Magnússon og á
Kolbjörg einn son, Hinrik Pál,
Jóndís Inga og Sæþór Már.
Friðrik Þór, f. 4. nóvember
1972. Sambýliskona hans er
Sigríður Skarphéðinsdóttir, f.
17. desember 1970. Börn Frið-
riks eru Silja Rún og Sunna Sif.
Jón Aðalsteinn, Nóni eins og
hann var venjulega kallaður,
fæddist á Halldórsstöðum í
Reykjadal og bjó þar fyrstu
þrjú árin, síðan á Hömrum í
Reykjadal. Hann kvæntist El-
ínu Ingu, eða Ingu eins og hún
er ævinlega kölluð, 26. desem-
ber 1967. Bjuggu þau á Laug-
um, lengst á Hólavegi 4
„Hellubæ“ þangað til þau flutt-
ust á Mýrarveg 111 á Akureyri
haustið 2012.
Hann vann við bústörf á
Hömrum, ýmis störf á veturna,
t.d. starfsmaður á Kleppi, hjá
hernum á Keflavíkurvelli,
kokkur á sjó en lengst af við
múrverk í fjöldamörg ár þang-
að til hann tók við húsvörslu
Íþróttahússins á Laugum 1986,
þar sem hann vann til starfs-
loka.
Útför hans fer fram frá Gler-
árkirkju í dag, 5. júlí 2016,
klukkan 13.30.
Reynisdóttir, f. 19.
september 1961.
Börn Bryndísar og
Guðjóns Guðlaugs-
sonar eru Davíð
Ingi, hans sam-
býliskona er Katr-
ín Fjeldsted, sonur
hennar Gunnar
Elías, Elísabet Ýr
og Reynir Már. Nú-
verandi sambýlis-
maður hennar er
Garðar Ægisson, f. 30. ágúst
1957. Börn Garðars eru Stefán
Ragnar, Ægir, Sigurður Þór,
Helga Björg og Aron Freyr.
Barnabörnin eru tvö, Nadía
Mist og Garðar Ingi.
Synir Jóns og Elínar Ingu
eru Hinrik Már, f. 29. nóvember
1967. Sambýliskona hans er
Kolbrún María Sæmundsdóttir,
f. 24. mars 1966. Börn Hinriks
fyrir sambúð eru Hafliði, hans
sambýliskona er Sunna K. Jóns-
dóttir og eiga þau tvo syni,
Elmar Nóna og Erni Mána, og
Rakel, hennar sambýlismaður
er Jón Þ. Reynisson og eiga þau
Elsku Nóni afi.
Ótal minningar og myndir
renna um hugann og veita mér
yl. Eitt er það þó sérstaklega,
sem grípur mig, og mig langar
að þakka þér fyrir. Samt var
það kannski ekki stórmál í þín-
um augum, vegna þess að það
var þér eðlislægt. Í hvert ein-
asta skipti sem ég hitti þig
(sama þó það væri kannski í
annað eða þriðja skipti sama
daginn), þá heilsaðir þú mér
eins og ég væri mikilvægasta
manneskjan sem gengi þessa
jörð. Að gefa svona innilega og
elskulega af sér er ekki algengt
og ég fylltist hamingju og stolti
í hvert einasta sinn. Þakklætið
fyrir að fá að vera afastelpan
þín mun ekki dvína svo lengi
sem ég lifi.
Eftir þú lætur mér loga í hjarta.
Þann sama er lifði í brjósti þér.
Farinn, en lifir, um framtíð bjarta,
í okkur og blænum sem hlýjar mér.
(RH)
Elska þig.
Rakel Hinriksdóttir.
Hæ afi, ég veit ekki hvort
Morgunblaðið er sent upp til
himna, en hvort sem það er
sent eða ekki þá veit ég að þú
munt sjá þetta. Elsku afi minn,
sama hvers ég óska mér og
hversu oft ég klíp í mig í von
um að þetta sé bara draumur
og að ég muni vakna eftir smá
stund er ekkert sem ég get
gert til að fá þig til baka. En ég
ætla samt að þakka fyrir allar
stundirnar sem ég átti með þér,
sem voru góðar. Þú varst til
dæmis einn af þeim fáu sem
gátu kitlað mig þangað til ég
pissaði næstum í mig, og þegar
ég kitlaði þig kom fyndnasti
hlátur í heimi sem ég mun aldr-
ei gleyma. Og öll ólsen ólsen-
spilin sem við spiluðum. Ég átt-
aði mig aldrei á því hvernig þú
fórst að því að vera svona fljót-
ur í hugarreikningi og muna
alltaf hvert ég var komin í
spilinu áður en ég sprakk í
sprengju-ólsen, sem er örugg-
lega skemmtilegasta spil sem
ég hef spilað. Ég ætla nú ekki
að þylja upp allar skemmtilegu
stundirnar okkar, enda myndi
það taka heila bók.
Afi minn, ég vil bara að þú
vitir að ég elska þig og mér
þykir rosalega vænt um þig og
þú varst og ert besti afi sem
hugsast getur og lofaðu mér
einu, að þótt það sé fjör á
himnum, aldrei gleyma mér því
ég mun aldrei nokkurn tímann
gleyma þér, afi. Þótt ég sjái þig
ekki mun ég alltaf sjá þig fyrir
mér í stólnum þínum skellihlæj-
andi og hressan eins og þú
varst alltaf. Og mundu að þú
fórst ekki einn, þú tókst hluta
af hjörtum okkar með þér, afi
minn.
Sunna Sif Friðriksdóttir.
Elsku, elsku afi minn.
Það er sárt að geta aldrei
spjallað við þig aftur. En ég er
þakklát fyrir síðasta spjallið
okkar. Og öll þar á undan. Það
er sárt að geta aldrei knúsað
þig aftur. En ég er þakklát fyr-
ir síðasta knúsið okkar. Og öll
þar á undan. Það er sárt að
geta aldrei kúrt með þér aftur.
En ég er þakklát fyrir síðasta
kúrið okkar. Og öll þar á und-
an. Það er sárt að fá aldrei aft-
ur koss frá þér á kinnina mína.
En ég er þakklát fyrir síðasta
kossinn frá þér. Og alla þar á
undan.
Það er samt kannski ekki
rétt að segja að ég geti aldrei
spjallað við þig aftur, aldrei
knúsað þig aftur, aldrei kúrt
með þér aftur og aldrei fengið
koss frá þér aftur. Því ef ég vil
nálgast þessa hluti aftur, þá
þarf ég bara að loka augunum,
hugsa til þín og þá mun ég
finna fyrir þér í hjartanu mínu,
afi minn. Og það get ég gert
hvar sem er, hvenær sem er.
Þú og orðið ást voruð eitt.
Þú ert mín fyrirmynd í mörgu,
en sérstaklega þegar kemur að
ást. Þú komst eitt sinn til mín
og sagðir „þú verður að velja
vel“. Ég vissi ekki alveg hvert
þú varst að fara. Svo kom hjá
þér „eins og ég“ og bentir á
ömmu. Þetta voru ekki mörg
orð. En mikil voru þau. Á þessu
augnabliki setti ég mér það
markmið að elska eins og þú
afi. Ég ætla að elska eins og þú
elskaðir ömmu. Ég ætla að
elska börnin mín eins og þú
elskaðir börnin þín. Ég ætla að
elska barnabörnin mín eins og
þú elskaðir barnabarnabörnin
þín. Ég ætla að elska barna-
barnabarnabörnin mín eins og
þú elskaðir barnabarnabarna-
börnin þín. Því ef þú elskaðir
eitthvað, þá elskaðirðu það af
öllu þínu hjarta. Og hjartað þitt
var svo stórt og fallegt að það
var nóg pláss fyrir mikla ást.
Þú kenndir mér að það mik-
ilvægasta í lífinu er að elska.
Að elska og vera elskaður er
það sem gerir okkur rík. Takk
fyrir að kenna mér það og allt
hitt sem þú hefur kennt mér.
„Ég elska þig, afi minn“ voru
mín síðustu orð til þín. „Og ég
elska þig“ voru þín síðustu orð
til mín. Þú og ég afi, þú og ég.
Söngur þinn hljómar ekki
lengur í eyrum okkar, afi, en
hann hljómar í hjörtum okkar
allra og það mun hann ætíð
gera.
Þín litla nafna,
Jóndís Inga Hinriksdóttir.
Lítil stelpa hendist upp
tröppurnar og inn um dyrnar í
Hellubæ. Inni blasir við bakið á
afa sem stendur við vaskinn.
Söngur karlakórs ómar um
húsið og undir tifar veggklukk-
an stóra. Við erum loksins kom-
in til Ingu ömmu og Nóna afa á
Laugum, þar sem alltaf var
hægt að finna upp á einhverju
nýju til að gera: Hlaupa upp í
heiði, söðla steinana í garðinum
og fara í útreiðartúr á þeim,
brasa í kjallaranum, lífga við
fugla eða bara hanga í snúr-
ustaurnum. Svo ótalmargt
brölluðum við og alltaf var afi
að fylgjast með eða brasa með
okkur og segja okkur sögur af
sér og sínum hetjudáðum. Mér
fannst a.m.k. allt sem hann
gerði vera hetjudáð. Og minn-
ingarnar um afa eru svo ótal-
margar og myndirnar í huga
mér um hann eru einnig marg-
ar, en undir þeim öllum hljóm-
ar karlakór, hann situr og rýnir
í Hraunkotsættina eða Byggðir
og bú eða hann situr með mér
og raular eitthvert lag og segir
mér sögur inn á milli. Sterk er
einnig myndin af honum við
eldhúsvaskinn eða við eldavél-
ina að sjóða hafragraut í morg-
unverð. Þessi tilteknu dæmi
held ég mikið upp á.
Hann var mikill fjölskyldu-
maður og unni allri fjölskyld-
unni heitt. Hann hafði einstakt
lag á okkur barnabörnunum og
í seinni tíð á langafastrákunum
sínum. Ef við systkinin vorum
þreytt og pirruð eftir langan
dag og erfitt að ná sér niður
var yfirleitt nóg að setjast í
fangið á afa og það færðist ró
yfir allt. Hann sönglaði kannski
einhverja vísu og hélt þétt ut-
anum okkur. En hann var þó
yfirleitt til í grínið líka og hann
kunni lagið á okkur. Ég veit
ekki hversu oft ég reyndi að
Jón Aðalsteinn
Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi. Það verður
einmanalegt hérna án þín
en við vitum öll að þú verð-
ur hérna með okkur allan
tímann, að fylgjast með
okkur og leiðbeina okkur.
Þú ert eins og tunglið,
sama hversu mikið myrkur
er nærð þú alltaf að skína.
Þín verður sárt saknað.
Silja.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
SÓLMUNDUR JÓNSSON
frá Ársól, Akranesi,
Lóulandi 7,
Garði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá
Útskálakirkju miðvikudaginn 6. júlí klukkan 13.
.
Sigríður Stephensen,
Ingibjörg Sólmundardóttir, Loftur Sigvaldason,
Sigrún Sólmundardóttir, Haraldur Magnússon,
Sigurborg Sólmundardóttir, Hans Wíum,
Jón Sólmundarson, Sigurbirna Ágústsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
JÓHANNA TRAUSTADÓTTIR
POULSEN,
lést á Landsjúkrahúsinu í Þórshöfn,
Færeyjum, þriðjudaginn 28. júní. Jarðarförin
fór fram í Færeyjum, laugardaginn 2. júlí.
.
Sjúrður Poulsen,
María K. Jónsdóttir, Guðlaugur Bergmundsson,
Kári Guðlaugsson.
Elsku besti pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
FINNBOGI GÍSLASON,
fyrrverandi skipstjóri,
lést á Landspítalanum í faðmi
fjölskyldunnar þann 29. júní sl.
Útförin verður gerð frá Neskirkju 8. júlí klukkan 15.
.
Kristín Finnbogadóttir, Axel Friðriksson,
Sigurður Finnbogason,
Herdís Finnbogadóttir, Ólafur G. Guðlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
ANNA LOVÍSA JOHANNESSEN,
Vesturgötu 41,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum 4. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Jóhannes Johannessen,
Laufey Johannessen, Ólafur Garðarsson,
Haraldur Johannessen, Svava Björk Hákonardóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
MAGNÚS SNÆLAND SVEINSSON,
áður til heimilis að
Fjarðarseli 4, Reykjavík,
nú, Smyrilshólum 4, Reykjavík,
lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi
aðfaranótt 30. júní.
.
Lilja M. Sigurvinsdóttir,
Kristjana Magnúsdóttir,
Guðmar S. Magnússon,
Tómas Gísli og Esmeralda Lísa Sveinbjörnsbörn,
systkini og vinir hins látna.
Bróðir okkar,
VIGFÚS F. JÓNSSON,
fyrrverandi fangavörður,
Boðaþingi 8,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans 29.
júní. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 8. júlí
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
.
Herdís, Jónía, Þorbjörn og Erla Jónsbörn.
Ástkær móðir, amma, langamma og
langlangamma,
HALLDÓRA MÁRUSDÓTTIR,
Bræðraborg, Hofsósi,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
síðastliðinn laugardag.
Útförin fer fram frá Hofsóskirkju
föstudaginn 8. júlí klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Sigurður Ingólfsson og Ingólfur H. Kristjánsson
Bróðir okkar, mágur og frændi,
HALLGRÍMUR SYLVERÍUS
HALLGRÍMSSON,
Bræðraborgarstíg 55,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins
í Stavanger fimmtudaginn 23. júní. Útförin fer fram frá
Seltjarnarneskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.
.
Kristín Hallgrímsdóttir, Helgi Már Alfreðsson,
Gísli Hallgrímsson, Hrefna Andrésdóttir,
Gunnar Hallgrímsson,
Helga Hallgrímsdóttir, Júlíus Aðalsteinsson,
Guðrún Hallgrímsdóttir, Alfreð Hallsteinsson,
Ásgeir Hallgrímsson, Rósa Marteinsdóttir
og systkinabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein.
Minningargreinar