Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. „Svik, skipulagsleysi og … 2. Fowler sendi Eiði Smára skilaboð 3. Miðarnir komu ekki frá UEFA 4. Konur landsliðsmanna með … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur og bassaleikarinn Colescott Rubin koma fram á tónleikum Jazz- klúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21. Með einstakri hljóðfæraskipan kanna þeir heim djassstandardanna með músíkalskar samræður í fyrirrúmi. Þorleifur Gaukur og Rubin á Múlanum  Gítarleikarinn Arnaldur Arnar- son kemur fram á fimmtu og síð- ustu tónleikunum í tónleikaröðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir m.a. Gaspar Cassadó, Toru Takemitsu, Þorstein Hauksson og Mario Castelnuevo-Tedesco. Tónleik- arnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis en frjáls framlög vel þegin. Arnaldur leikur á gítar í Þingvallakirkju  Jón Stefánsson organisti hefði orð- ið sjötugur í dag hefði hann lifað. Eins og fram kom í blaðinu í gær efna vinir hans til söngstundar í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit í kvöld kl. 20. Á sama tíma verð- ur blásið til söng- stundar í Lang- holtskirkju, fyrir þá sem staddir eru í höfuðborg- inni. Ættjarðarlög verða sungin og eru allir hjartanlega vel- komnir. Jóns einnig minnst í Langholtskirkju Á miðvikudag Breytileg átt 3-8 eða hafgola. Bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum, einkum sunnanlands. Hiti víða 9 til 15 stig. Á fimmtudag Norðaustlæg átt, 3-8. Skýjað að mestu norðaustan- og austanlands en annars bjartviðri. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast SV-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum eða bjartviðri, en sums staðar skúrir síðdegis. Hiti 6 til 17 stig. VEÐUR ÍBV og Þór/KA voru tvö fyrstu liðin til þess að tryggja sér sæti í undan- úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í gær. ÍBV vann stóran sigur á liði Selfoss á sama tíma og Þór/KA vann Fylki með minnsta mun, 1:0. Íslandsmeistarar FH eru einnig öruggir um sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla. Þeir unnu lánlausa Þróttara, 3:0. »2 ÍBV og Þór/KA í undanúrslit „Það er náttúrulega búið að ræða það aðeins á síðasta ársþingi sam- bandsins og það er alveg ljóst að peningarnir munu skila sér til baka til hreyfingarinnar á einn eða annan hátt. Nú eru fram undan löng upp- gjörsmál,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sem hefur eins og aðrir starfsmenn Knattspyrnu- sambandsins verið í miklum önnum í kringum EM í fótbolta í Frakklandi síð- ustu vikur. »4 Hreyfingin mun njóta góðs af velgengninni Leikstjórnandi Íslandsmeistara tveggja síðustu ára í handboltanum, Gróttukonan Eva Björk Davíðsdóttir, hefur skrifað undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Solna Håndbold. Eva Björk verður þar með fjórða íslenska handboltakonan til þess að leika í norsku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Hún segir draum vera að rætast. »1 Eva Björk leikur í Noregi á næsta keppnistímabili ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Áhöfnin á Húna II er nú stödd í Færeyjum, þar sem norrænir strandmenningardagar verða haldnir í vikunni. Ákvað áhöfnin að koma til hafnar fyrr en áætlað var svo hægt væri að horfa á leikinn mikilvæga við Frakka og munaði litlu að áhöfnin næði upphafsspark- inu. „Við komum til Klakksvíkur kortéri fyrir leik og var boðið í heimahús hjá vini til að horfa á leik- inn,“ segir Þorsteinn Pétursson, betur þekktur sem Steini Pje, en hann er varaformaður Hollvina- samtaka Húna II. Steini segir að Færeyingarnir hafi allir verið á bandi Íslands. „Það er gaman að koma hingað til Fær- eyja, þeir eiga svo mikil tengsl við Ísland, og greinilega mikill hlý- hugur gagnvart Íslendingum.“ Hann bætir við að við sem þjóð get- um staðið stolt upp frá leiknum þó að úrslitin hafi ekki verið okkur hliðholl. „Auk þess sem við áttum inni eitt víti!“ segir Steini og hlær. Þéttskipuð dagskrá Dagskráin hjá Húna II er þétt skipuð næstu daga, en áhöfnin stóð í gærkvöldi fyrir kaffisamsæti í Klakksvík, þar sem á boðstólum var íslenska mjólkurkexið, kleinur og annar þjóðlegur matur. Með í för eru þau Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir, en þau forðuðu Húna á sínum tíma frá því að enda á áramótabrennu. Þau munu syngja og spila íslensk sjó- mannalög og segir Steini að þeir sem geti muni taka undir, og kannski líka hinir. „Það yrði lítill söngur í skóginum ef bara bestu þrestirnir myndu syngja!“ Í dag verður svo lagt af stað til Fuglafjarðar, þar sem aftur verður slegið upp í veislu áður en lagt er af stað til Þórshafnar, en þar verður efnt til hópsiglingar með Fær- eyingum og öðrum Norðurlanda- þjóðum. Hin eiginlega strandmenn- ingarhátíð hefst síðan á föstudaginn í Vogum. Norræna strandmenn- ingarhátíðin er árviss viðburður, sem haldinn var í fyrsta sinn í Húsavík árið 2011, en Norðurlanda- þjóðirnar skiptast á að halda hana. Þetta er í annað sinn sem Húni II tekur þátt í hátíðinni, en báturinn sigldi til Óslóar fyrir tveimur árum og tók þátt í hátíðinni þar. Mættum horfa til Færeyja „Þarna hittist áhugafólk um strandmenningu, skip og báta og siglingar,“ segir Steini, en Íslenska vitafélagið hefur haft veg og vanda af þátttöku Íslands í hátíðunum. „Þarna verður fólk að kynna breið- firska menningu, meðal annars bátasmiður frá Breiðafirði, og ýmis- legt fleira verður um að vera,“ segir Steini, sem á von á því að hátíðin verði vel sótt. „Það er mikill áhugi á öllu svona í Færeyjum, þeir lifa mikið í gegnum þessa strand- og bátamenningu og við mættum horfa til þess hvernig þeir viðhalda stoltir sögunni og menningunni,“ segir Steini að lokum. Náðu í höfn kortéri fyrir leik  Norrænni strand- menningu hampað í Færeyjum Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Áhöfnin á Húna II Norræn strandmenningarhátíð er nú haldin í fimmta sinn. Áhöfn Húna II er þar fulltrúi Íslands. Húni II Skipið var smíðað á Akureyri árið 1963 og er 130 tonna eikarbátur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.