Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2016, Side 6

Ægir - 01.01.2016, Side 6
6 Líkt og vænta mátti jókst umræða um áhrif viðskiptabanns Rússa á ís- lenskan sjávarútveg umtalsvert þegar nær dró loðnuvertíðinni enda var strax ljóst síðastliðið sumar að áhrifa bannsins kæmi til með að gæta verulega vegna lokunar þessa stóra markaðar fyrir loðnuafurðir. Hér er í Ægi er að þessu sinni fjallað um mál sem snerta sölu sjávarafurða; annars vegar ímyndarátak sem í undirbúningi er hjá Samtökum fyrirtækja í sjáv- arútvegi og hins vegar þau áhrif sem viðskiptabann Rússa hefur á þær byggðir þar sem uppsjávarveiðar og -vinnsla eru hvað öflugastar. Þó þessi mál nálgist sama efni, íslenskar sjávafurðir, úr ólíkum áttum er engu að síður sá samhljómur á báðum sviðum að við getum ekki litið á afurða- sölu okkar sem sjálfgefinn hlut. Allra síst hafandi í huga að keppikefli allra sem að afurðasölu koma er að fá sem hæst verð fyrir afurðirnar. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, fer í grein sinni í blaðinu yfir hvernig lokun Rússlandsmarkaðar kem- ur við byggðir á borð við Neskaupstað, sjómenn og landverkafólk. „Markaðir fyrir sjávarafurðir eru mjög sérhæfðir og yfirleitt tekur lang- an tíma að byggja upp traust viðskiptasambönd sem grundvallast meðal annars á reglubundinni vöruafhendingu og mætir bæði þörfum kaup- enda og neytenda. Alls er óvíst að það takist að viðhalda mörkuðum ef viðskipti falla niður til lengri tíma. Markaðurinn hefur sínar þarfir og uppfyllir þær eftir öðrum leiðum og inn koma nýjar vörur. Það getur tekið langan tíma og felur í sér mikinn kostnað að vinna tapaða markaði aftur auk þess sem neyslumynstur þjóða breytist mjög hratt,“ segir Gunnþór í grein sinni og heldur áfram. „Þetta mun hitta samfélagið og starfsfólk okkar illa. Tekjur munu dragast töluvert saman hjá 80 starfsmönnum í landi og 40 sjómönnum. Lítið sam- félag á borð við Neskaupstað mun finna fyrir þessum samdrætti því margfeldisáhrif launaveltunnar eru mikil og samdrátturinn snertir mun fleiri en þá sem starfa beint við sjávarútveginn. Áhrifin teygja sig um allt samfélagið og hafa strax áhrif á þjónustufyrirtæki, verktaka og verslun á svæðinu, auk þess sem sveitarfélögin sjálf verða fyrir umtalsverðum tekjumissi.“ Vonandi fer svo að Rússlandsmarkaður opnast á nýjan leik með af- námi umrædds viðskiptabanns. En líkt og Gunnþór vekur athygli á er ekki sjálfgefið að það verði nákvæmlega sami markaður og búið var að byggja upp. Að markaði er ekki hægt að ganga sem vísum, jafnvel þó við berjum okkur á brjóst hér á landi og höfum mikið til okkar máls þegar við segjum okkar vörur meðal þeirra bestu sem völ er á. Það er ekki alltaf nóg. Ímyndarátak sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vinna nú að og fjallað er um í viðtali við Helgu Thors, markaðsstjóra samtakanna, snýst einmitt um að búa til eitt verkfærið enn til að styrkja markaðsstöðu ís- lenskra afurða erlendis. Ekki bara til að sækja fram heldur þarf líka að verja stöðu okkar - halda viðskiptavinum sem líka er hart sótt að frá öðrum selj- endum. „Hugmyndin er að vekja athygli hjá neytendum og auka togkraft þeirra og áhuga á að fá íslenskar vörur. Þetta þýðir að neytendum þarf að vera sýnilegt að varan sem þeir kaupa sé íslensk, og í sumum tilfellum er það þannig nú þegar þó svo að í mörgum tilfellum þurfi að tengja vöruna Íslandi mun betur en nú er gert. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við veljum að skapa þetta tog frá neytendum á millisöluaðilana - að þeir síð- arnefndu finni með beinum hætti að neytendur kalla eftir vörum sem skýrt og greinilega eru merktar Íslandi. En til að þetta gerist þurfum við að segja neytendum söguna að baki íslenskum sjávarafurðum,“ segir Helga í viðtalinu. Sölumál eru í eðli sínu langhlaup og vissulega höfum við víða sterka stöðu. Slíkt er hins vegar fjarri því sjálfsagt. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Hinir síkviku afurðamarkaðir R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.