Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 8
8 Á síðasta ári tók Helga Thors við starfi markaðsstjóra Samtaka fyr- irtækja í sjávarútvegi. Starfið segir hún enn í mótun en í aðalatrið- um er hugmyndin sú að greinin taki frumkvæði að því að markaðs- setja íslenskan fisk á erlendum mörkuðum. Á síðustu mánuðum hefur Helga ásamt öðrum starfsmönnum SFS lagt línur um þetta starf, m.a. með könnunum meðal fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem horft er til nýrra tækifæra á mörkuðum. Umræða hefur verið innan raða SFS um landsmerki fyrir íslenskar sjávarafurðir sem yrði liður í skilaboðum á erlendum mörkuðum sem Helga segir skýrast á kom- andi mánuðum. Útfærsla á merki og öðrum áherslum í skilaboðum til neytenda sé í vinnslu þessar vikurnar. „Óháð okkar starfi hjá SFS verður eftir sem áður bein sala afurða og markaðssetning þeirra innan sölufyrirtækjanna sem flest eiga aðild að SFS. Markmiðið er hins vegar að styðja þeirra starf með því að byggja enn frekar undir ímynd íslenskra sjávarafurða á mörk- uðunum. Sölufyrirtækin halda því áfram á sömu braut og Ís- landsstofa mun á sama hátt einnig vinna að þessu starfi með okkur. Markaðsmál eru eðli máls samkvæmt verkefni sem mjög margir koma að, enda greinin stór og víðfeðm. Þess vegna höfum við tekið okkur tíma í að móta verkefnið og samræma hlutverk þeirra sem að því koma, meta hvar þörfin helst liggur og hvað við höfum tök á að gera. Liður í þessu hefur verið að fara á milli Helga Thors, markaðsstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Markaðsátak fyrir íslenskar sjávarafurðir í undirbúningi Æ g isv iðta lið Helga Thors, markaðsstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Mynd: Þormar Gunnarsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.