Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 11
11
Sjávarútvegssýningin ICELAND
FISHING EXPO 2016 / SJÁVARÚT-
VEGUR 2016 verður haldin dag-
ana 28.-30. september í Laug-
ardalshöllinni. Undirbúningur
sýningarinnar hefur staðið yfir
í næstum tvö ár og hefur fjöldi
fyrirtækja af öllum stærðum
tekið frá sýningarsvæði. Ólafur
M. Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri sýningarinnar segir að
það stefni í stóran atburð innan
sjávarútvegsins í Laugardals-
höllinni.
„Mitt fyrirtæki, Ritsýn sf., hef-
ur staðið fyrir ráðstefnum og
sýningum af fjölbreyttum toga
undanfarin 19 ár. Höfum meðal
annars verið með öflugar sýn-
ingar fyrir hótel- og mötuneyt-
isgeirann frá 2005 og haldið
fjölmargar heilsutengdar sýn-
ingar svo fátt eitt sé talið. Æ
fleiri fyrirtæki og stofnanir hafa
leitað til okkar með hugmyndir
að nýjum sýningum og ráð-
stefnum. Hugmyndin um sjáv-
arútvegssýningu kviknaði þeg-
ar hópur fyrirtækja leitaði
til okkar með þetta verkefni
sem nú er að verða að veru-
leika,“ segir Ólafur um til-
urð sýningarinnar.
Besta sýningarhöllin
Á veglegri opnunarhátíð sýn-
ingarinnar miðvikudaginn 28.
september verða veittar viður-
kenningar til aðila er þykja hafa
staðið sig vel innan sjávarút-
vegsgeirans. Eftirfarandi sam-
tök innan sjávarútvegsins, sem
jafnframt eru stuðningsaðilar
sýningarinnar, munu veita við-
urkenningarnar: Sjómannasam-
band Íslands, Samtök fyrirtækja
í sjávarútvegi, Landssamband
smábátaeigenda, VM, félag vél-
stjóra- og málmtæknimanna,
SFÚ, samtök fiskframleiðenda
og útflytjenda, Íslenski sjávar-
klasinn og Konur í sjávarútvegi.
„Við kunnum ákaflega vel að
meta stuðning þessara samtaka
við sýninguna sem sýnir þá
breidd sem hún spannar,“ segir
Ólafur. Hann segir að Laugar-
dalshöllin hafi orðið fyrir valinu
af ýmsum ástæðum. „Hún er
eina íþróttamiðstöðin sem er
sérhönnuð sem sýningarhús-
næði og því auðvelt að stýra
þar lýsingu, hljóðvist og loft-
ræstingu. Þá eru næg bílastæði
í kringum höllina sem er afar
mikilvægt.“
Margir samstarfsaðilar
„Svona stór sýning er ekki
möguleg nema í samvinnu fjöl-
margra fagaðila. Þannig verða
Sýningarkerfi, sem hafa starfað í
30 ár, með góð tilboð á sýning-
arkerfum, Sýningarljós eru með
allan búnað fyrir rafmagn, At-
hygli almannatengsl verður
með öfluga kynningu hér
heima og erlendis og Iceland
Travel annast skipulag skrán-
ingar og fleiri þætti sýningar-
innar svo nokkrir séu nefndir.
Við leggjum afar mikið upp úr
að kynna sýninguna bæði hér
heima og erlendis, bæði í fag-
miðlum greinarinnar og al-
mennum fjölmiðlum. Auk
markvissrar kynningar hér
heima verður lögð áhersla á
kynningu erlendis, m.a. á sjáv-
arútvegssýningunni í Brussel,
dagana 26.-28. apríl auk þess
sem fyrirtæki á helstu markaðs-
svæðum íslensks sjávarútvegs
fá reglulega sendar upplýsingar
á næstu vikum og mánuðum.“
Ómissandi fyrir sjávarútveginn
„Leiga sýningarbása stendur nú
sem hæst og hefur mjög fjöl-
breyttur hópur fyrirtækja skráð
sig til leiks sem endurspegla vel
þá miklu grósku sem er í ís-
lenskum sjávarútvegi. Við mun-
um hefja leikinn með opnunar-
hátíð miðvikudaginn 28. sept-
ember en svo verður sýningin
opin frá kl. 10:00-18:00 á
fimmtudegi og föstudegi. Þetta
verður fagleg, létt og skemmti-
leg sýning þar sem verður rekið
glæsilegt fiskiveitingahús á
pöllunum milli sýningarsvæða
sem mun koma á óvart. Á þess-
ari sýningu í haust hittast allir í
geiranum, sem skiptir ekki litlu
máli á tölvuöld þegar flest sam-
skipti eru orðin um dauðan
tölvuskjáinn. Slíkt örvar við-
skipti og mannlífsflóran dafn-
ar,“ segir Ólafur að lokum og er
rokinn á næsta fund.
Sjávarútvegssýningin ICELAND FISHING EXPO 2016 / SJÁVARÚTVEGUR 2016 verður haldin dagana 28.-30.
september í Laugardalshöllinni og stefnir í stóra og fjölbreytta sýningu.
Glæsileg sjávarútvegssýn-
ing í Laugardalshöll í haust
Mjög vel gengur að leigja sýningarbása á ICELAND FISHING
EXPO 2016 / SJÁVARÚTVEGUR 2016 og vissara að bóka rými í
tíma. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur M. Jóhannesson,
framkvæmdastjóri sýningarinnar (olafur@kvotinn.is) sem sér
um innlenda aðila. Einnig Inga hjá Athygli sem sér líka um
sölu auglýsinga í veglegt sýningarrit, (sími 898 8022 og inga@
athygli.is) og Tinna hjá Iceland Travel sem sér um erlenda
markaðinn (sími 897 9797 og tinna@icelandtravel.is).
S
ý
n
in
g
a
r