Ægir - 01.01.2016, Síða 12
12
Markaðir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru ekki einkamál sjávarút-
vegsfyrirtækja heldur skipta þeir samfélagið sannarlega miklu
máli og hafa lengi gert. Þar nægir að nefna afkomu fjölda heimila
vegna starfa bæði á sjó og í landi, svo ekki sé minnst á hagræn
áhrif greinarinnar og mikilvægar útsvarstekjur sveitarfélaga vítt
og breitt um landið.
Bann við sölu íslenskra sjáv-
arafurða á markað í Rússlandi
hefur mikil áhrif á sjávarútveg-
inn og þá um leið á samfélagið í
heild. Sérstaklega á sjávarpláss
og íbúa þeirra. Tap útgerðarfyr-
irtækjanna er hlutfallslega mun
minna en starfsmanna þeirra
og samfélaganna sem þau
starfa í. Þjóðin verður af gjald-
eyristekjum vegna minni verð-
mætasköpunar úr auðlindinni.
Hvað snertir uppsjávarfisk-
inn þá er ljóst að þar standa á
bak við vel stæð fyrirtæki, sem
eiga að vera tilbúin að mæta
sveiflum í rekstri hvort sem er í
aflabresti eða erfiðum markaðs-
aðstæðum. Afkoma versnar hjá
þessum fyrirtækjum vegna
bannsins, sem mun þá bitna á
starfsmönnum, eigendum og
samfélögunum sem þau starfa
í. Fjárfestingar munu dragast
saman.
Útflutningsbannið hefur lok-
að fyrir sölu á frosnum sjávaraf-
urðum til Rússlands, einhvers
mikilvægasta markaðar okkar.
Síldarvinnslan í Neskaupstað
(SVN), það fyrirtæki sem ég
þekki best, hefur unnið að því
undanfarin ár að auka fram-
leiðslu og um leið verðmæti
uppsjávartegunda með því að
þróa og auka framleiðslu á af-
urðum til manneldis úr upp-
sjávarstofnunum. Þær afurðir
hafa verið seldar að stórum
hluta til Rússlands og hafa auk-
ið mikilvægi markaðarins veru-
lega í veltu SVN.
Aðgangur að fleiri mörkuðum
Rússland hefur í áratugi verið
einn mikilvægasti markaðurinn
fyrir síldarafurðir frá Íslandi, auk
þess sem markaðurinn hefur
tekið á móti verulegu hlutfalli
makrílsins sem Íslendingar hafa
veitt og unnið síðustu árin.
Þegar útflutningsbannið var
samþykkt var ljóst að Íslending-
ar hefðu aðgang að fleiri mörk-
uðum en þeim rússneska fyrir
síldar- og makrílafurðir. En það
var líka ljóst að þeir markaðir
greiða langt í frá sama verð og í
Rússlandi. Það hefur tekist
þokkalega að selja þessar af-
urðir á aðra markaði en á um-
talsvert lægra verði en Rússar
hefðu greitt. Verðlækkunin á
síldar- og makrílafurðum nam
um 35%.
Loðnan er sú fisktegund
sem ég tel að mesta höggið
verði í vegna bannsins. Þá er ég
að tala um bæði til lengri og
skemmri tíma. Þar er um að
ræða mismunandi afurð eftir
því á hvaða tíma loðnan er unn-
in. Í upphafi vertíðar frystum
við hænginn og hrygnuna á
Rússlandsmarkað og Austur-
Evrópu, aðrir markaðir hafa ekki
viljað taka við slíkri loðnu enn
sem komið er. Þegar hrogna-
fylling hrygnunnar hækkar er
hængurinn flokkaður frá og
hrygnan fryst fyrir Asíumarkað.
Síðan eru það loðnuhrognin
sem við tökum í lok vertíðar og
skiptast í tvo flokka eftir þroska.
Svokölluð iðnaðarhrogn hafa
eingöngu farið inn á Rússland
og Austur-Evrópu.
Þannig að það er auðveldara
um að tala en í að komast að
finna nýja markaði. Auðvitað
eru fyrirtækin stöðugt að vinna
með sínu markaðsfólki að sam-
skiptum út um allan heim og
leita að mörkuðum og tækifær-
um fyrir sínar afurðir með það
huga að hámarka verðmæti
þeirra. Hvað loðnuna snertir þá
höfum við alltaf þann mögu-
leika að framleiða mjöl og lýsi.
Sjófrystur karfi hefur í vax-
andi mæli farið til Rússlands og
ljóst að fyrirtækin þurfa að leita
nýrra markaða fyrir þær afurðir
og breyta nýtingarstefnu fyrir
fisktegundina. Þar hljóta menn
að horfa til þess að draga úr sjó-
frystingu og nýta karfann með
öðrum hætti inná aðra markaði.
Það eykur líkur á verðlækkun-
um þar sem verð er háð fram-
boði.
Viðskiptasambönd rofna
Markaðir fyrir sjávarafurðir eru
mjög sérhæfðir og yfirleitt tek-
ur langan tíma að byggja upp
traust viðskiptasambönd sem
grundvallast meðal annars á
reglubundinni vöruafhendingu
og mætir bæði þörfum kaup-
enda og neytenda. Alls er óvíst
að það takist að viðhalda mörk-
Útflutningsbann
snertir ekki
einungis útgerðir
Höfundur er Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað.
S
k
oðu
n