Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2016, Side 24

Ægir - 01.01.2016, Side 24
24 „Verkefnastaðan hjá okkur er góð út þetta ár í bátasmíðum og útflutningi, bæði í minni bátum en Indriði Kristins BA og líka stærri bátum,“ segir Högni. Bátur hlaðinn búnaði Aðalvél Indriða Kristins BA er af gerðinni Doosan 4V 158TI 770 hö tengd ZF360IV gír. Skrúfa er af gerðinni BT Marine, tvær hliðarskrúfur eru frá Wesmar og gír er af gerðinni ZF 360iv. Ljósavél er Scam/Kubota 40kW. Allur er þessi búnaður frá Ásafli ehf., sem og stýristjakkur, ás- þétti, snúningsliður lagnalúgu, dælur, lagnaefni og fleira. Siglinga-, fiskileitartæki og annar rafeindabúnaður er frá Sónar ehf. Um er að ræða JLN- 652 straummæli, JLR-21 GPS kompás, JFC-130 dýptarmæli og JHS-183 AIS, allt tæki frá framleiðandanum JRC. Auk þess WASSP WMB-3230 fjöl- geisla dýptarmæli, ComNav sjálfstýringu með stjórnun fyrir hliðarskrúfur, radar og hita- myndavél frá Raymarine, Sailor fjarskiptatæki, AlphaCam myndavélakerfi og AG Neovo LCD skjái. Vökvakerfi bátsins er frá Danfoss og línuspil frá Beiti ehf. og beitningarbúnaður er Mus- tad frá Ísfelli hf. Annan línubún- að smíðaði Stálorka ehf. Ísk- rapavél og sjókælir eru frá Kæl- ingu ehf. Öryggisbúnaður er frá Viking. Í lest bátsins komast 12 660L ker eða 29 460 lítra ker. Í bátn- um er upphituð stakkageymsla og aðstaða öll miðast við fjóra skipverja, þ.e. fjögur svefnrými eru í tveimur aðskildum klefum, salerni, sturtuaðstaða og lúkar með eldunaraðsstöðu; eldavél og örbylgjuofn, auk ísskáps. Gott fiskirí strax í byrjun Magnús Guðjónsson, skipstjóri á Indriða Kristins BA, segir áhöfn og útgerð hæstánægða með nýja bátinn. „Við fórum fljótt á veiðar eftir að við feng- um bátinn afhentan og eins og gengur tekur sinn tíma að slípa allt til. En í öllum aðalatriðum gengur þetta allt eins og til stóð,“ segir Magnús en í áhöfn eru fimm menn í heild, fjórir í hverjum róðri og einn í landi. Útgerðarfélagið Bergdís ehf. hefur úr að spila um 1500 tonna kvóta og verður allur afli Brúin er, eins og sjá má, vel búin tækjum frá Sónar ehf. Aðalvélin bátsins er Doosan og er 780 hestöfl.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.