Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2016, Page 26

Ægir - 01.01.2016, Page 26
26 seldur á fiskmörkuðum. „Við höfum fyrsta flokks aðstöðu hér um borð og ætlunin er að sækja á miðin við landið eftir því sem fiskast hverju sinni en þessi kvóti ætti að duga okkur ágæt- lega. Veðrið stjórnar alltaf mestu um sóknina en eins og þetta var núna í janúar þá gát- um við sótt stíft og aflinn var mjög góður hér á miðunum úti fyrir Tálknafirði. Við þurfum að sækja góð 100 tonn á mánuði og það þarf auðvitað að halda sig að en vissulega hefur okkur gengið mjög vel strax í byrjun. Þetta er búin að vera fín törn,“ segir Magnús en mestur varð aflinn um 18 tonn en í flestum túrum 8-9 tonn nú í janúar. Á 12 dögum var aflinn í heild um 140 tonn. „Við höfum möguleika á að vera með tæplega 20 þúsund króka en höfum verið nú í byrj- un að leggja um 17 þúsund meðan við erum að venjast bátnum og verklaginu,“ segir Magnús. Vel útfærður vinnustaður Fyrir utan stærðina á nýja bátn- um nefnir Magnús sérstaklega hversu vel sé að áhöfn búið, t.d. hvað varðar stakkageymslu. „Það er mikill munur að hafa svona góða aðstöðu í stakka- geymslu, alltaf þurr fatnaður og vettlingar þegar farið er aft- ur á dekk. Þessi bátur er því mikil framþróun í vinnuað- stöðu úti á sjó og má nota það Vel fer um áhöfn í lúkar og í fjögur svefnrými eru í tveimur klefum. Marás ehf. Miðhrauni 13 210 Garðabæ Sími 555-6444 www.maras.is maras@maras.is Við leggjum metnað okkar í að bjóða aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu Yanmar vélar eru góður valkostur þegar kemur að nýsmíði eða endurnýjun á vélbúnaði í skipum og bátum. Eyðslugrannar og hagkvæmar í rekstri.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.