Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2016, Page 28

Ægir - 01.01.2016, Page 28
28 Fyrirtækið Ásafl ehf. seldi allan vélbúnað í nýja Indriða Kristins BA; aðalvél, ljósavél, skrúfur, sem og stöðugleikabúnað frá Mitsubishi sem vakið hefur talsverða athygli. Indriði Krist- ins BA er þriðji báturinn hér á landi sem er með þessum bún- aði og segir Helgi Axel Svavars- son, framkvæmdastjóri Ásafls, að bátarnir gjörbreytist með tilkomu hans. Auk þessa atriðis segir Helgi Axel að horft hafi verið til hagkvæmni í orkunotk- un þegar vélbúnaðurinn í bát- inn var valinn. „Orkunotkunin skiptir veru- lega miklu máli og við erum mjög ánægðir með útkomuna á bátnum,“ segir Helgi Axel. „Að- alvélin heitir Doosan 4V158TI, 15 lítra og er 780 hestöfl við 2000 snúninga. Þetta er því mjög öflug vél en í útfærslunni völdum við stóra skrúfu og mikla niðurgírun og það skilar okkur mjög mikilli hagkvæmni í eyðslu á 10 sjómílna hraða. Bát- urinn getur gengið allt að 13 sjómílum en við miðuðum við að besta orkunýtingin væri um 10 mílna ganghraða og það hefur gengið eftir. Til að gefa hugmynd um olíueyðsluna þá má miða við að báturinn fari með um 50 lítra á klukkustund við 10-11 sjómílna ganghraða og við sjáum lítlu muna á eyðsl- unni hvort heldur hann er tóm- ur eða lestaður. Samsetningin á Ásafl ehf. með vélbúnað í Indriða Kristins BA Stöðugleikabúnaður sem gjörbreytir smærri bátum N ý r fisk ib á tu r Indriði Kristins BA.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.