Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2016, Page 31

Ægir - 01.01.2016, Page 31
31 Nýr hringsónar og botnstykki Meðal þeirra starfsmanna Brimrúnar sem sátu námskeiðið var Richard Már Jónsson, raf- magnsverkfræðingur, sem hef- ur lengi starfað við sölu og þjónustu á fiskileitar- og sigl- ingatækjum hér á landi. Hann kom til liðs við Brimrún snemma síðasta árs og segir þessi nýjustu tæki Furuno marka tímamót í tækniframþró- un. Nýi hringsónarinn frá Fur- uno er í tveimur gerðum sem heita FSV-25 og FSV-25S. „Són- arinn er ný hönnun og botn- stykkið sömuleiðis nýtt frá Fur- uno og byggir á chirp-tækninni. Munurinn á þessari tækni og þeirri sem áður var stuðst við má á einföldu máli útskýra þannig að í staðinn fyrir að senda út geisla á einni tíðni þá er sent út merki á bandbreiðum púls, með öðrum orðum marg- ar tíðnir. Þetta gefur miklu betri greiningu í lengri fjarlægð, betri úrvinnslu á upplýsingum, meiri sendistyrk og þar með lang- drægni. Þannig má með þess- um sónar greina enn betur en áður t.d. fisktorfur í meiri fjar- lægð frá skipunum, hvernig þær liggja miðað við botn og svo framvegis. Að mínu mati er þetta mikil framför í tækni,“ segir Richard Már en sónar af þessari gerð er um borð í nýj- asta skipi flotans, uppsjávar- skipinu Beiti NS. Dýptarmælar sem greina tegund og stærð fisks Eins og áður segir var annað meginefni námskeiðsins ný lína dýptarmæla frá Furuno. Líkt og í sónartækjunum styðjast þessi tæki við merkjasendingar út frá botnstykki á skipinu en á með- an sónartækin senda 360 gráð- ur umhverfis skip og niður á botn nota dýptarmælarnir merkjasendingu frá botni skips- ins beint niður á hafsbotn. „Þessi kynslóð dýptarmæla býður upp á þrjár útgáfur og stærðir. Stóra breytingin sem orðin er í þessum mælum er virknin í tölvubúnaðinum til viðbótar við chirp-sendi- tæknina sem dýptarmælarnir nota, líkt og gert er í nýja són- arnum. Í dýptarmælinum nýtist þessi bandvíða senditækni til að tegundagreina fiskinn sem sendimerkið nemur en stóra byltingin felst í stærðargrein- ingunni sem einnig er komin í þessa mæla. Miðað við þá val- kosti sem hafa verið í boði í tækni til stærðargreiningar á fiski í sjó þá eru nýju Furuno dýptarmælarnir með þessari getu mjög hagkvæm og góð lausn fyrir hvort heldur er stærri skip eða minni báta,“ segir Rich- ard Már en stærsti dýptarmælir- inn í þessari tækjalínu heitir Furuno FCV-1900. „Í uppsjávarskipunum er mikil þörf fyrir greiningu af þessu tagi, t.d. þegar torfur eru blandaðar af síld og makríl. Dýptarmælarnir eru því mjög áhugaverðir fyrir uppsjávarflot- ann líkt og auðvitað öll önnur fiskiskip og smærri báta,“ segir Richard Már. Öll þessi nýju tæki eru nú komin í sölu hjá Brimrún hér á landi og má skoða þau í höfuð- stöðvum fyrirtækisins að Hólmaslóð 54 í Reykjavík. Sveinn K. Sveinsson, sölustjóri og Richard Már Jónsson, rafmagnsverkfræðingur. Þátttakendur á námskeiðinu komu frá mörgum Evrópulöndum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.