Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2016, Page 32

Ægir - 01.01.2016, Page 32
32 T æ k in í b rú n n i Tæknifyrirtækið Marport er að setja á markaðinn nýtt kerfi sem gerir skipstjórnarmönnum á togveiðum kleift að sjá ná- kvæma staðsetningu á botn- eða flottrolli í sjó miðað við af- stöðu togskips. Axel Óskarsson, verkfræðingur hjá Marport, segir að með þessum búnaði geti skipstjórar stýrt trollinu mun nákvæmar en áður. „Tæknilega gerir þetta skip- stjórum kleift að stýra skipinu eftir því hvað veiðarfærið er að gera frekar en öfugt. Í þessu verkefni erum við að sameina gögn sem fyrir eru í skipinu og síðan upplýsingar sem veiðar- færanemarnir okkar senda stöðugt frá sér. Birtingarformið er í þrívídd þannig að skipstjór- ar sjá trollið, botninn í þrívídd og botnlagið. Menn hafa til þessa vitað um fjarlægð á troll- inu frá skipi út frá víralengd en aftur á móti ekki getað vitað með vissu hver afstaðan er mið- að við skip og það sést best á því þegar menn verða fyrir því að festa troll þegar þeir telja sig t.d. vera að draga á öruggum botni. Inn í afstöðu á trolli geta spilað þættir á borð við strauma en með þessu nýja kerfi teljum við okkur hafa stig- ið nýtt skref í tækniþróuninni. Við höfum með þessu aukið áreiðanleika upplýsinga um veiðarfærið sem skipstjórinn hefur til að vinna með,“ segir Axel. Trollinu stýrt í fiskitorfurnar Eins og áður segir styðst kerfið að hluta við fyrirliggjandi upp- lýsingar í tækjum í skipum, t.d. varðandi botnlag og ofan á þær byggjast upplýsingar sem afla- nemakerfi Marport gefa frá sér. Axel segir breytilegt milli skipa hvað gera þurfi til að taka þetta kerfi í notkun, allt frá því að þeir sem fyrir eru með trollnema- kerfi frá Marport þurfa aðeins hugbúnaðaruppfærslu yfir í að aðrir þurfa að fjárfesta í nemum og jafnvel öðrum tækjum til að taka kerfið í notkun. Axel segir næsta skref á þessari braut þeg- ar í sjónmáli hjá Marport, þ.e. að tengja þetta kerfi við sónar- búnað skipanna. „Það þýðir í reynd að skip- stjórnarmenn geta stýrt trollinu nákvæmlega inn í fiskitorfurnar. Við getum líkt þessu við flugið þar sem flugvélar fljúga eftir ákveðnum aðflugsleiðum. Hugsunin í þessu er sú sama, þ.e. að trollinu er stýrt af ná- kvæmni á þann stað þar sem sónarbúnaður skipsins skynjar fiskitorfu. Þetta er því mjög spennandi framþróun fyrir tog- veiðarnar,“ segir Axel. Nýtt kerfi frá tæknifyrirtækinu Marport Stóraukin nákvæmni í stjórnun fiskitrolls Skjámynd úr kerfi Marport þar sem sést afstaða trollsins miðað við skip. Upplýsingar um afstöðu veiðarfærisins gera skipstjórnendum auðveld- ara að staðsetja trollið rétt miðað við botn og fiskitorfur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.