Ægir - 01.01.2016, Síða 34
34
Með eigin stjórnbúnað fyrir
línukerfi
„Við lítum fyrst og fremst á okk-
ur sem þjónustuaðila og seljum
tæki frá öllum innflytjendum á
þessum búnaði hér á landi til
okkar viðskiptavina, auk þess
að veita alla viðgerðar og upp-
setningarþjónustu. Það má í
raun segja að við tökum að okk-
ur að leysa öll þau tæknivanda-
mál sem upp koma í skipum og
bátum sem snúa að okkar sér-
sviði, þ.e. tækjabúnaði sem
byggir á rafeindatækni. Að
stærstum hluta lýtur þetta að
tækjum í brúnni en er líka tals-
vert víðfeðmara þjónustusvið,“
segir Jóhannes Gunnar og vísar
þar fyrst og fremst til stjórn-
búnaðar línukerfa en Skipa-
radíó hefur mikla reynslu og
þekkingu í viðhaldi LineTec
sem framleitt var hér á landi á
sínum tíma og er í mörgum ís-
lenskum bátum. „Ég hef haldið
því kerfi gangandi hjá mörgum
útgerðum en er líka að bjóða
búnað sem ég hef sjálfur þróað
fyrir línukerfin og hann er nú
þegar kominn í marga báta.
Þessi þjónusta hefur verið eftir-
sótt hér heima en ég hef líka
farið erlendis vegna slíkra verk-
efna,“ segir Jóhannes Gunnar.
Netsamband á sjónum vaxandi
krafa
Rafeindabúnaðurinn er fyrir-
ferðarmestur í brú skipa og
báta og Jóhannes Gunnar segir
tækjunum frekar fjölga en hitt.
„Það er ekki endilega þannig að
með þessu séu að verða stór-
stígar tækniframfarir eða bylt-
ingar með hverju árinu sem líð-
ur. Í grunninn eru flest þessara
tækja að gera það sama og þau
hafa lengi gert en framþróunin
snýr að notendavænleika og
framsetningu upplýsinga. Allur
þessi búnaður þarf þó sitt við-
hald og eftirlit og þar er okkar
sérsvið,“ segir Jóhannes Gunn-
ar.
Netsamband verður æ mikil-
vægara um borð í skipum, líkt
og á öðrum sviðum atvinnulífs-
ins. Bæði snýst það um al-
menna notkun skipstjórnar-
manna og skipverja, samskipti
við útgerðir og heimili í landi en
líka um tengingar við ýmis kon-
ar upplýsingakerfi í landi. Þjón-
usta við þennan þátt er því vax-
andi hjá starfsmönnum Skipa-
radíós.
„Bátar og skip á grunnslóð-
inni notast við 3G og 4G sam-
band fyrir netþjónustu og hún
gengur í flestum tilfellum
þokkalega. Þau skip sem sækja
dýpra þurfa hins vegar að nota
gervihnattasamband og það
samband tryggir samskiptin
ágætlega, sér í lagi talið. Hins
vegar er netsambandið frekar
hægt og gagnaflutningur lítill.
Enn eru því töluverðar takmark-
anir á netsambandi úti á sjó en
þörfin er stöðugt að vaxa,“ segir
Jóhannes Gunnar.
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
NT 35/1 Tact
Ryksugar blautt og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur.
NT 45/1 Tact Te
Ryksugar blautt
og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur,
rafmagnstengill.
NT 55/1 Tact
Ryksugar blautt og þurrt
Fylgihlutir
2,5m 35mm barki, málmrör,
30mm gólfhaus og mjór
sogstútur.
NT 25/1 Ap
Ryksugar blautt
og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur. Takki
fyrir hreinsun
á síu.
Iðnaðarryksugur
Fyrir bæði blautt
og þurrt
Sjálfvirk
hreinsun á síu
Tengill
Jóhannes Gunnar í mastrinu á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK.
Jón Berg Jónsson, starfsmaður Skiparadíós.