Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2016, Side 8

Ægir - 01.06.2016, Side 8
Viðskiptabann Rússa hefur að sönnu haft sín áhrif fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, enda um að ræða stóran afurðamarkað, sér í lagi hvað varðar fram- leiðslu úr uppsjávartegundum. Óttast var að áhrifin yrðu mest hvað varðar sölu frystra loðnu- og makrílafurða og að hluta hafa þær spár gengið eftir. Teit- ur Gylfason, sölustjóri uppsjáv- arafurða hjá Iceland Seafood, segir enga birgðasöfnun í makríl afurðum og að fundist hafi nýir markaðir fyrir þær, þó svo að verð mættu að sönnu vera hærri en raun ber vitni. Hins vegar segir hann fullkom- lega ljóst að hrun sé orðið í framleiðslu frystrar loðnu til manneldis með lokun Rúss- landsmarkaðar. Hliðstæðan markað sé ekki að finna en hann er engu að síður bjart- sýnn á að Íslendingum muni takast að vinna þann markað hratt upp að nýju í Rússlandi, verði banninu aflétt. Í viðtali við Ægi fer Teitur yfir stöðuna í markaðsmálum uppsjávar- framleiðslunnar, eins og hún er nú þegar langt er liðið á makríl- vertíðina. Meirihluti makrílafurðanna til Afríku „Sala á makríl gengur mjög vel sem stendur en verðið er tals- vert lægra en við hefðum kosið. Við höfum náð um 10% hækk- un frá í fyrra á heilum makríl og um 30% á hausuðum makríl en hann lækkaði líka talsvert meira í fyrra en heili makríllinn. Þetta er lægra verð en við höfum séð á undanförnum árum, þrátt fyr- ir að hafa þokast upp frá í fyrra,“ segir Teitur. Meðan Rússlandsmarkaðar naut við tók hann við um 40% af makrílafurðunum og þar fékkst að jafnaði besta verðið. Teitur segir makrílafurðirnar frá Íslandi nú fara að stórum hluta til Afríku. „Í Afríku voru þekktir makríl- markaðir fyrir okkur en þeir borga ekki eins vel og Rússa- markaður gerði. Við finnum að eins og staðan er í dag er ógjörningur að hækka verðið á Afríkumarkaði enn meira. Inn í það spilar að stærsti markaður- inn í Afríku, Nígería, er að mestu lokaður sem stendur og því fer makrílframleiðslan frá Íslandi að stærstum hluta til Egyptalands og Gana, auk auðvitað fleiri landa sem taka minna magn,“ segir Teitur og svarar því að- spurður að ógjörningur sé að fullyrða um stöðu markaða í þessum heimshluta til framtíð- ar. Stjórnmálaástand geti spilað inn í með skömmum fyrirvara, líkt og raunin er í Nígeríu. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarafurða hjá Iceland Seafood, ræðir áhrifin af viðskiptabanni Rússa Sala á makríl gengið betur en á horfðist 8 Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood. V iðta l

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.