Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2016, Page 10

Ægir - 01.06.2016, Page 10
10 Hagnaður Samherja hf. jókst um tæpa 2,7 milljarða milli áranna 2014 og 2015 en hann nam í fyrra 13,9 milljörðum króna. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri, segir árið hafa verið gott en félagið er með rekstur í tólf löndum og er samstæðan gerð upp í átta mynt- um. Samherji hf. er eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengjast sjávarútvegi og vinnslu af- urða hér á landi og erlendis. Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Ís- landi er að mestu leyti í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerð- arfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Starfsemi samstæðunnar er víða um heim, mest á Íslandi og í Evr- ópu, en einnig í Afríku og Kanada. Óskir viðskiptavina aðalatriðið „Við náðum að gera mikil verð- mæti úr þeim aflaheimildum sem sem við höfum yfir að ráða. Við erum stolt af því að starfa í sjávarútvegi og vinnum með fjölmörgum aðilum að því að gera íslenskan sjávarútveg enn betur í stakk búinn til að mæta þeim áskorunum sem blasa við,“ segir Þorsteinn Már í frétt frá Samherja hf. í tengslum við birtingu ársuppgjörs félagsins. Hann segir hræringar síðastliðið ár hafa sýnt fram á að ekki sé sjálfgefið að íslenskar sjávaraf- urðir hafi aðgang að mikilvæg- um markaðssvæðum. „Þokkalegur stöðugleiki, gott skipulag á veiðum og vinnslu, traust viðskiptasam- bönd sem byggst hafa upp á löngum tíma og gríðarleg reynsla starfsfólks sjávarútvegs- fyrirtækja hafa orðið til þess að verkefnin hafa verið leyst far- sællega. Það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð í forystu í sjáv- arútvegi að gleyma ekki óskum viðskiptavina okkar. Þjónustan þarf að vera allt árið um kring og nauðsynlegt er að hægt sé að gera afhendingarsamninga langt fram í tímann. Þau viðbót- arverðmæti sem hægt er að ná fram með þessum hætti sjást til að mynda vel á árangri Norð- manna í markaðssetningu á laxi. Aðstæðurnar eru síbreyti- legar í okkar rekstrarumhverfi en með góðu starfsfólki, dugn- aði og áræði ætlum við aðlaga okkar rekstur og vera áfram í fremstu röð sjávarútvegsfyrir- tækja í Evrópu,“ segir Þorsteinn Már. Tekjuaukning á flestum sviðum Rekstrartekjur samstæðu Sam- herja voru tæpir 84 milljarðar króna árið 2015. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 19,9 milljörðum króna, saman- borið við 16,4 milljarða árið á undan. Afkoma af reglulegri starfsemi ársins 2015 var betri en árið á undan sem skýrist af góðri afkomu erlendrar starf- semi. Tekjur jukust á flestum sviðum, nettó fjármagnsgjöld án gengismunar voru mun lægri vegna minni skuldsetn- ingar en á móti kom að gengis- munur var óhagstæðari. Hagn- aður fyrir tekjuskatt nam 17,4 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 13,9 milljarðar króna. Í efnahagsreikningi eru eign- ir samstæðunnar í lok árs 2015 samtals 119 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbinding- ar voru 36 milljarðar á sama tíma og bókfært eigið fé 83 milljarðar króna. Eiginfjárhlut- fall samstæðunnar var 69,8% í árslok. Veltufjármunir námu 38 milljörðum og veltufjármunir umfram skuldir 2,5 milljörðum króna. Tillaga er um að arð- greiðsla til hluthafa nemi 10 % af hagnaði félagsins eða um 1,4 milljörðum króna. Fjárfest í skipum og landvinnslutækni Stærstu fjárfestingarnar á Ís- landi voru vegna nýsmíði ísfisk- skipa sem til stendur að af- henda á árinu 2017 og mikilla framkvæmda við uppbyggingu og tæknivæðingu fiskvinnsl- unnar á Akureyri. Erlendis voru helstu fjárfestingar í nýsmíði fyrir dótturfélög Samherja í Kanada og Þýskalandi en einnig hefur verið gengið frá samning- um um nýsmíði tveggja skipa fyrir dótturfélög í Frakklandi og á Spáni. Í frétt félagsins segir að sterkur efnahagur sé nú nýttur til fjárfestinga í nýjum atvinnu- tækjum. Skuldbindingar vegna fjárfestinga næstu 18 mánuði nema nú um 30 milljörðum. Þetta eru fjárfestingar í nýsmíði skipa, landvinnslu bolfisks og fiskeldi. „Það er nauðsynlegt fyrir fé- lag sem hyggst búa starfsfólki sínu ásættanlegan aðbúnað og vinnuaðstöðu, bæði á sjó og landi, að fjárfesta í nýjum fram- leiðslutækjum. Skip eru um- fangsmiklar fjárfestingar en það var löngu orðið tímabært að stíga þessi skref til endurnýjun- ar flotans og horfa með því til framtíðar,“ segir Þorsteinn Már. Samherji hf. skilaði tæplega 14 milljarða hagnaði í fyrra Ætlum okkur að vera áfram í fremstu röð sjávarútvegs- fyrirtækja í Evrópu segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Fiskvinnsla hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Tæknivæðing og breyting þeirrar vinnslu var ein stærsta fjárfesting Samherjasamstæðunnar í landvinnslu í fyrra. F réttir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.