Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Síða 44

Ægir - 01.06.2016, Síða 44
44 Árið 2015 nam verðmæti þess afla sem seldur var í beinni sölu útgerðar til vinnslustöðva 81,4 milljörðum króna, sem er um 54% af heildaraflaverðmæti. Verðmæti sjófrystra afurða var tæpir 44 milljarðar eða 29% af aflaverðmæti. Verðmæti fisks sem fluttur var óunninn út í gámum var 4,7 milljarðar. Afla- verðmæti fisks sem keyptur var á markaði til endurvinnslu inn- anlands var um 20,4 milljarðar króna. Verðmæti afla sem land- að var beint erlendis til bræðslu nam rúmum 171 millj- ónum króna. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands um fiskveiðar og verðmæti fisk- afla í fyrra. Þriðjungurinn á Austfjarðahöfnum Af þeim 1.319 þúsund tonnum sem landað var af íslenskum skipum árið 2015 var mestu landað á Austurlandi eða tæp- um 433 þúsund tonnum. Sem er 32,8% heildaraflans. Næst mestu var landað á Suðurlandi, 250 þúsund tonnum eða 19% af heildarafla. Minnstum afla var landað á Norðurlandi vestra, tæpum 30 þúsund tonn- um sem eru um 2,3% heildarafl- ans. Stærstum hluta botnfisks var landað á Norðurlandi eystra, tæpum 80 þúsund tonn- um, eða 18,1% botnfiskaflans. Þar var landað mest af þorski tæpum 53 þúsund tonnum, karfa rúmum 8 þúsund tonnum og af ýsu rúmum 7 þúsund tonnum. Rúm 41 þúsund tonn af þorskafla fóru til Suðurnesja, tæp 40 þúsund tonn til Vestur- lands annars vegar og rúm 26 þúsund til Vestfjarða. Ýsuaflinn skiptist einnig tiltölulega jafnt milli landssvæða en þó var mestu af honum landað á Norðausturlandi, rúmum 7 þús- und tonnum. Á höfuðborgarsvæðið barst einna mest af flatfiski á land á árinu 2015 eða rúm 7,2 þúsund tonn sem er 31% flatfiskaflans. Uppistaða aflans var að mestu grálúða, sem nam rúmum 6 Afli og verðmæti á árinu 2015 Austfjarðahafnir stærstar í löndun og vinnslu Löndun úr togaranum Ásbirni í Reykjavíkurhöfn. Höfuðborgarsvæðið er stærst í botnfiskvinnslunni. A fli og v erðm æ ti Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli. Afli sem seldur var beint frá útgerð til vinnslustöðva stóð að baki 54% heildarverðmæta sjávarafla í fyrra. Verðmæti sjófrystra afurða námu á sama tíma um 30%.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.