Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 14
14 „Við erum afskaplega ánægðir með þetta allt saman. Það gengur vel, viðtökur hafa verið ljómandi góðar og andrúms- loftið er jákvætt. Betra verður ekki á kosið,“ segir Garðar Snorri Guðmundsson sem ásamt bróður sínum Kjartani Páli á og rekur fyrirtækið K&G ehf. í Sandgerði. Þeir keyptu útgerð og fiskvinnslu Hvamms í Hrísey árið 2014 og eru þar með öfluga starfsemi, bæði í veið- um og vinnslu. „Okkur líst vel á að starfa fyrir norðan,“ segir Suðurnesjamaðurinn. Bræðurnir hafa lengi starfað á vettvangi sjávarúvegs, en fé- lagið K&G ehf. hafa þeir rekið í Sandgerði til fjölda ára, stofn- uðu það árið 1998. Starfsemin hefur vaxið í áranna rás, m.a. keyptu þeir fiskvinnsluna Tros í Sandgerði á sínum tíma, sem og einnig húsnæði vinnslunnar. Þeir eiga og gera út tvo báta, Pálínu Ágústsdóttur GK 1 og Darra EA 75, en sá síðarnefndi fylgdi með ásamt kvóta þegar hlutabréf í útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey voru keypt fyr- ir tveimur árum. 17 starfsmenn í Hrísey Bátarnir, Darri og Pálína eru báðir yfirbyggðir plastbátar með beitningarvél, þeir eru gerðir út á línu um þessar mundir og eru við veiðar fyrir norðan. „Þeir róa báðir frá Hrís- ey og leggja upp afla hjá vinnsl- unni þar. Það hefur verið ágætis veiði undanfarið,“ segir Garðar. Alls eru 8 sjómenn á bátunum tveimur og í vinnslunni í landi þar sem aflinn er unninn starfa 9 manns, þannig að 17 manns starfa í Hrísey á vegum K&G ehf. Sáum tækifæri fyrir norðan „Það hefur gengið vel fyrir norðan þann tíma sem við höf- um rekið fyrirtækið þar, allt gengið eins og best verður á kosið. Við fundum strax fyrir mikilli velvild í okkar garð þegar við hófum starfsemi í eynni. Það má segja að með því að kaupa reksturinn höfum við hleypt nýju blóði inn í útgerð og vinnslu í Hrísey. Staðan var ekki góð og til stóð að loka vinnslunni, en úr því varð ekki og menn eru ánægðir með það. Við sáum tækifæri fyrir okkar fyrirtæki að hasla okkur völl norðan heiða og í heildina hef- ur vel til tekist. Það vilja allir að atvinnulíf í sínu byggðarlagi sé öflugt og fjölbreytt,“ segir Garð- ar. Aflinn er unninn í fiskvinnsl- unni í landi, flakaður og frystur, hluti aflans er seldur frystur en einnig er talsvert um að hann sé sendur ferskur beint í flug á markaði í Evrópu og einnig vestur um haf. Á fullum dampi í vetur Sumarið var að sögn Garðars gott, mikil veiði og salan er góð um þessar mundir. „Við reiknum með að halda uppi fullum dampi á komandi vetri, halda starfseminni í svipuðu horfi og verið hefur síðustu mánuði og erum bjartsýnir á að áfram mun vel ganga að halda úti útgerð og fiskvinnslu í Hrísey. Þar er gott starfsfólk með mikla reynslu og þekkingu og það var mikið lán fyrir okkur að fyrrum eigandi Hvamms, Jóhann P. Jó- hannsson gekk til liðs við okkur. Hann er öllum hnútum kunn- ugur og sér um daglegan rekst- ur í Hrísey,“ segir Garðar. K&G ehf. tók við útgerð og fiskvinnslu í Hrísey Ljómandi viðtökur og jákvætt andrúmsloft Bræðurnir Garðar Snorri og Kjartan Páll Guðmundssynir reka fyrirtækið K&G fiskverkun í Sandgerði. Þeir keyptu útgerð og fiskvinnslu Hvamms í Hrísey árið 2014 og eru þar með öfluga starfsemi, bæði í veiðum og vinnslu. K&G fiskverkun á tvo yfirbyggða plastbáta, Pálínu Ágústsdóttur GK-1 og Darra EA-75. Báðir eru um þessar mundir gerðir út frá Hrísey. F isk v in n sla

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.