Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2016, Síða 15

Ægir - 01.08.2016, Síða 15
15 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Fyrirtækið Smástál ehf. á Djúpavogi framleiðir vél sem sker skötubörð en hana hann- aði og smíðaði Karl Jónsson, vélsmiður á Djúpavogi og eig- andi fyrirtækisins.  „Upphafið að þessu má rekja til þess þegar Vísir hf. var á sínum tíma með starfsemi á Djúpavogi. Þá voru þeir að vinna skötubörð, laus- frysta og selja til útflutnings. Skatan var skorin handvirkt og það er bæði seinlegt og erfið vinna. Þetta varð til þess að ég fór að þróa vél til að leysa handskurðinn af hólmi og hún er nú fullhönnuð og komin með CE vottun,“ segir Karl. Þegar skata er nefnd kemur Þorláksmessa upp í huga Ís- lendinga og þá söltuð og kæst skata. Karl segist fullviss um að kæst skata þekkist hvergi ann- ars staðar í heiminum en við Ís- lendingar þekkjum hins vegar ekki að borða skötuna ferska. Stærsti markaður fyrir skötu er í Frakklandi og þar er hún mat- reidd líkt og nautasteik. Herramannsmatur í Frakklandi „Frakkar elda skötubörðin ein- faldlega þannig að þau eru steikt 1-2 mínútur á hvorri hlið og kryddað með salti og pipar. Og þykir alveg herramannsmat- ur þar í landi. Sjálfur hef ég reyndar ekki prófað að elda skötuna á þann hátt en ég er ekki í vafa um að þetta er fyrir- taksmatur,” segir hann. Eins og áður segir hefur Vísir hf. verkað skötubörð og flutt út lausfryst og keypti fyrirtækið á sínum tíma tvær vélar frá Smá- stáli ehf. Þriðja vélin sem hann hefur smíðað var sýnd á sýning- unni Sjávarútvegi 2016 í sept- ember síðastliðnum.. Vélin vinnur þannig að skötunni er rennt undir hnífa sem skera bæði börðin af í einu. Karl segir skötuna geta verið allt upp í rúmlega 2 kg að stærð og hvort barð getur þannig verið hátt í 500 grömm að þyngd. Vannýtt hráefni úr sjónum „Hér á landi eru aðilar að verka skötu fyrir innanlandsmarkað en ég er þess fullviss að hægt er að vinna skötu til útflutnings í meira mæli. Þetta er meðafli á línubátunum og stærstur hluti skötunnar sem kemur á línuna er ekki nýttur. Eins og í allri ann- arri fiskvinnslu skiptir máli að meðhöndla hráefnið strax úti á sjó, kæla fiskinn og tryggja þannig sem mestan ferskleika á hráefninu þegar það kemur til vinnslu. Markaðirnir eru fyrir hendi, enda veiðist skata víða í heiminum. Ég hef hitt mann sem víða hefur farið og þekkir vel til vinnslu og sölu á skötu og hann sagðist hvergi hafa séð áður vélbúnað sem sker sköt- una. Hver veit nema vélin geti orðið útflutningsvara. En fyrst og fremst ætla ég núna að fara að auka kynningu á henni hér heima því að mínu mati eru möguleikar á að gera með henni verðmæti úr hráefni sem er hvergi nærri fullnýtt í dag,“ segir Karl. T æ k n i Karl Jónsson, stálsmiður á Djúpavogi, við hina einstöku vél sína sem sker skötubörð. Einstök vél á heimsvísu

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.