Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2016, Side 26

Ægir - 01.08.2016, Side 26
26 Þann 1. júlí síðast liðinn tók ný Hafrannsóknastofnun rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna til starfa með sameiningu Haf- rannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Þremur mánuðum áður var Sigurður Guðjónsson fyrrverandi forstjóri Veiðimálastofn- unar ráðinn forstjóri hinnar nýju stofnunar og hóf hann þegar að undirbúa sameininguna. „Það veitti svo sannarlega ekki af því byrja strax að undirbúa þessi tímamót. Við fórum í stefnumótunar- vinnu með öllu starfsfólki, mótuðum framtíðarsýn, breyttum skipulagi og náðum að ráða í flestar yfirmannastöður fyrir 1. júlí og erum að klára að ráða í síðustu stöðurnar um þessar mundir,“ segir Sigurður. Spennandi verkefni Sigurður er doktor í fiskifræði og segist hafa verið áhugamað- ur um þessi fræði frá blautu barnsbeini. Hann hóf störf sem sumarstarfsmaður hjá Veiði- málastofnun 1983 og tók við sem forstjóri 1997 og gegndi því starfi fram að sameining- unni. Sigurður segir nýja starfið leggjast mjög vel í sig. „Mér hefur verið afskaplega vel tekið og er þakklátur fyrir það. Við búum við þann lúxus hér að obbi starfsmanna hefur ástríðu fyrir starfinu. Þau eru að gera það sem þeim finnst skemmti- legast að fást við og geta varla hætt þótt vinnudegi sé lokið. Hér eru spennandi verkefni sem gaman er að fást við.“ Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun voru annars vegar 50 ára og hins vegar 70 ára gamlar og rótgrónar stofn- anir en mjög ólíkar að stærð. Um 140 manns störfuðu hjá Hafrannsóknastofnun en 20 hjá Veiðimálastofnun. Sigurður segir að ágæt sátt hafi verið um skipulag nýrrar stofnunar sem nú skiptist í fimm fagsvið: fersk- vatnssvið, botnsjávarsvið, upp- sjávarsvið, umhverfissvið og fiskeldissvið. Síðan eru svið sem veita þjónustu þvert á öll svið. „Auðvitað má búast við ein- hverjum agnúum sem þarf að slípa af og menn þurfa tíma til að semja sig að nýjum siðum. Nú vinnum við með nýju lagi og fræðimenn segja mér að gera megi ráð fyrir að það taki þrjú ár að slípa þetta en saman. En það er fyrir mestu að fólk af báðum bæjum hefur verið mjög jákvætt og tilbúið í breyt- ingar þannig að við kvíðum engu.“ „Afmælisgjöf“ Fjárhagsrammi nýrrar stofnunar er nokkuð þröngur en hún fær jafnhátt framlag og báðar stofnanir áður auk tímabund- innar fjárveitingar til að mæta kostnaði vegna þeirra sem kunna að hætta við sameining- una. Sigurður segir það mikið lán að starfsfólk sé tilbúið að halda áfram að vinna í breytt- um heimi. Örfáir hafi óskað eftir að hætta en það segir hann yfir- leitt fólk sem komið er nálægt starfslokum. „Reyndar fengum við það sem kalla mætti „afmælisgjöf“ á síðasta ári sem hefur auðveldað okkur stöðuna að vissu leyti. Þegar Hafrannsóknastofnun varð 50 ára ákvað ríkisstjórnin að setja fjármuni í að kortleggja hafsbotninn í kringum Ísland á næstu 12 árum. Þetta felur í sér ákveðið úthald á rannsókna- skipum og auðveldar okkur reksturinn á þeim.“ Gríðarlegar umhverfisbreytingar Nú er allt að hlýna og þar á meðal sjórinn í kringum landið og það hefur áhrif á haf- strauma. Á síðustu tíu árum hefur sjórinn hlýnað um þrjár gráður, sem er gríðarlega mikið. Sigurður segir dramatískar breytingar að verða í lífríkinu þar sem hlýsjávartegundir koma hingað á sama tíma og aðrir stofnar virðast á leiðinni norður. Þetta geti haft bein efnahagsleg áhrif og gríðarleg Getum ekki búið við óbreytt ástand áfram segir Sigurður Guðjónsson nýr forstjóri Hafrannsóknastofnunar H a fra n n sók n ir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.