Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2016, Page 28

Ægir - 01.08.2016, Page 28
28 Áframhaldandi styrking krón- unnar mun að öllu óbreyttu rýra afkomu sjávarútvegsins eins og annarra útflutningsgreina en góð afkoma sjávarútvegsins á heildina litið gerir hann betur í stakk búinn að mæta afleiðing- um þess. Þetta kom m.a. fram á Sjávarútvegsdeginum 2016 sem SFS, SA og Deloitte efndu til nú í byrjun mánaðarins. Ræðumenn á fundinum voru þau Jónas Gestur Jónasson, meðeigandi hjá Deloitte, Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Ásdís Krist- jánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífs- ins og Dr. Ágúst Einarsson pró- fessor. 22,6 milljarðar í opinber gjöld Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte fór yfir fróðlegar hagtölur varðandi sjávarútveg- inn en Deloitte hefur lengi safn- að í gagnabanka þar um. Í máli Jónasar kom m.a. fram að fram- legð í greininni hafi aukist á milli áranna 2014 og 2015 og skuldir hennar lækkað úr 494 milljörð- um króna árið 2009 í 333 millj- arða 2015. Fjárfesting í nýjum skipum hafi samfara þessu auk- ist stórlega. Fram kom í máli Jónasar að sjávarútvegurinn hefði greitt samtals 22,6 millj- arða í opinber gjöld árið 2014 og sömu tölu árið 2015. Þar af væru veiðigjöld nær óbreytt á milli ára en hefðu þó lækkað úr 8,1 milljarði 2014 í 7,5 milljarða 2015 eða um 600 milljónir. Brexit setur strik í reikninga Í máli Lilju Alfreðsdóttur kom fram að Íslendingar hafi flutt út sjávarafurðir til Bretlands á síð- asta ári fyrir ríflega 48 milljónir króna sem er um 18% af útflutn- ingi sjávarafurða. Utanríkisráð- herra taldi viðbrögð við út- göngu Breta úr ESB vera for- gangsverkefni í utanríkisþjón- ustnni en sjávarafurðir okkar nytu sérstakra ívilnana sam- kvæmt EES samningi, sem ekki væri sjálfgefið að við fengjum þegar Bretar hefðu yfirgefið ESB. því þyrfti að vaka vel yfir hags- munum Íslendinga á þeim vett- vangi á næstu mánuðum. Gjaldeyrisvaraforðinn kostar sitt Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, ræddi gengisþró- un undanfarinna missera og áhrif hennar á sjávarútveginn. Rakti hún í máli sínu þær gífur- legu breytingar sem hafi orðið á hagkerfi Íslendinga á síðustu ár- um, ekki síst vegna tilkomu uppgangs í ferðaiðnaðinum sem hefði styrkt mjög gjaldeyr- issköpun þjóðarbúsins. Ásdís sagði Seðlabankann hafa spornað gegn frekari styrk- ingu krónunnar síðustu árin með inngripum sínum á gjald- eyrismarkaði og með því styrkt gjaldeyrisforðann svo um mun- ar. Nú væri svo komið að forðinn uppfyllti öll alþjóðleg viðmið og vel það. Ásdís benti þó á að svo ríflegur varaforði sé þjóðarbúinu ekki að kostnaðarlausu en árleg- ur kostnaður af varaforðanum slagar hátt í 40 milljarða króna. Ásdís lagði áherslu á að þrátt fyrir góða stöðu sjávarútvegsins og þjóðarbúsins almennt, fælust miklar áskoranir í því á næstu misserum að viðhalda hér þeim stöðugleika sem hefði náðst. 24.000 manns í sjávarútvegi Dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus við Háskólann á Bif- röst, fór yfir söguna og bar sam- an ýmsar athyglisverðar hag- stærðir í erindi sínu. Kom m.a. fram að á undanförnum 30 ár- um hafi aflaverðmæti íslenskra skipa tvöfaldast á föstu verðlagi, þökk sé góðri fiskveiðistjórnun undir ráðgjöf fiskifræðinga og betri skipulagningu í útvegin- um, bæði við veiðar og vinnslu. Ágúst sagði að sjávarútvegurinn skilaði meira til landsframleiðsl- unnar en aðrar atvinnugreinar eða um og yfir 20%. Mikil fram- leiðsla og þjónusta væri við sjáv- arútveginn og fullyrti hann að um 24.000 manns störfuðu með einum eða öðrum hætti í grein- inni þegar allt væri talið. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, rakti í erindi sínu þær gífurlegu breytingar sem hafi orðið á hagkerfi Ís- lendinga á síðustu árum, ekki síst vegna tilkomu uppgangs í ferðaiðnaðinum. Fundarmenn á Sjávarútvegsdeginum 2016 fylgdust áhugasmair með málflutningi ræðumanna. Sjávarútvegurinn er enn kjölfestan um 24.000 mann starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum S já v a rú tv eg sd a g u rin n

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.