Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2016, Page 30

Ægir - 01.08.2016, Page 30
30 „Tölur sýna að vinnuslysum í fiskvinnslu hefur fjölgað á síð- ustu árum, slysin tengjast oft- ast vélum og tækjum og al- gengast er að yngra fólk slasist. Ég finn fyrir miklum áhuga inn- an greinarinnar á bæta úr þessu, enda er hagurinn aug- ljós,“ segir Karl Eskil Pálsson hjá framleiðsludeild sjónvarps- stöðvarinnar N4 á Akureyri, en deildin ætlar að sérhæfa sig í að framleiða öryggismyndbönd fyrir sjávarútveginn. „Við höfum á undanförnum árum gert fjölda þátta um ís- lenskan sjávarútveg, þannig að hérna er til staðar nokkuð góð þekking á atvinnugreininni. Í samvinnu við Rannsóknarsjóð síldarútvegsins er að hefjast vinna við að framleiða um tíu myndbönd um öryggismál í fiskvinnslu, sem verða aðgengi- leg öllum sem vilja. Myndbönd- unum er ætlað að vera fræð- andi og benda á mikilvægi þess að allir sem koma að framleiðsl- unni séu meðvitaðir um að ör- yggis- og hreinlætismál séu í góðu lagi. Sérfræðingar Vinnu- eftirlits ríkisins veita okkur fag- lega ráðgjöf, auk þess sem við erum í samstarfi við nokkur fyr- irtæki í greininni sjálfri,“ segir Karl. Handbækurnar liggja óhreyfðar á kaffistofunni „Við erum núna að ljúka við að gera öryggismyndbönd fyrir stórt fyrirtæki sem starfrækir fiskiðjuver og handrit fyrir næsta fyrirtæki er núna í vinnslu. Þetta eru nokkur myndbönd og tekið er á öllum helstu þáttum í vinnuvernd. Þau eru þýdd á pólsku, þannig tryggjum við að boðskapurinn nái til allra starfsmanna. Á öll- um stöðum eru til handbækur um öryggismál, en staðreyndin er að slíkar bækur ná ekki til allra starfsmanna, slíkar hand- bækur liggja gjarnan óhreyfðar á kaffistofunni.“ segir Karl Eskil. „Öryggi, allra hagur“ Hilda Jana Gísladóttir sjón- varpsstjóri N4 segist binda miklar vonir við framleiðslu ör- yggismyndbanda fyrir sjávarút- veginn. „Við erum tæknilega vel búin og starfsfólk N4 þekkir vel til í greininni og vonandi gerir framleiðsludeildin fljótlega ör- yggismyndbönd fyrir sjómenn. Mér sýnist það fræðsluefni sem til er, vera komið nokkuð til ára sinna. Það er hagur allra að slíkt efni sé uppfært reglulega og við á N4 ætlum að leggja okkar að mörkum, að sjálfsögðu í góðri samvinnu fyrir greinina og alla þá sem láta sig þessi mál varða. Yfirskrift myndbandanna sem verða aðgengileg öllum er „Öryggi, allra hagur.“ Þessi yfir- skrift segir í raun og veru allt sem segja þarf. Fyrr á þessu ári gerðum við myndbönd um uppsjávarvinnslu, sem nýtist sem kennsluefni og þá erum við þessar vikurnar að klippa nýja þáttaröð um „Auðæfi hafs- ins,“ sem sýnd verður hérna á N4. Við erum sem sagt nánast allt árið að framleiða efni sem tengist þessari undirstöðuat- vinnugrein okkar,“ segir Hilda Jana. Sindri Þór Sverrisson og Karl Eskil Pálsson hjá framleiðsludeild N4 vinna að gerð öryggismyndbananna fyrir sjávarútveginn. Framleiða öryggismynd- bönd fyrir sjávarútveginn Karl Eskil segir öryggishandbækur ekki alltaf ná til alls starfsfólks og liggi stundum óhreyfðar á kaffistofun- um. Ö ry g g ism á l

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.