Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 4
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Ekki er nægu fé veitt til reksturs lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Þetta segir lögreglustjóri umdæm- isins, Páll Björnsson, í samtali við Morgunblaðið. Páll segir að í kjölfar mikils niðurskurðar eftir hrun bank- anna hafi þrýstingur skapast vegna ónógrar löggæslu. „Þá var fundið upp á nýrri tilhög- un í fjárveitingu, sem gengur út á að ráðuneytið fær hálfan milljarð króna og er sjálft látið úthluta þeirri fjár- hæð á milli embættanna. Þetta hefur verið gert í fjárlögum síðustu þriggja ára,“ segir Páll. Í fyrsta sinnið hafi öllum lögreglu- stjórum verið sagt að fjárveitingin yrði öll að renna í aukin laun, það er til að auka vinnu lögreglunnar. „Þar af leiðandi voru ráðnir lög- reglumenn út á þetta, en þar sem hver króna fór í þennan lið þá hef- ur sjálfur rekstr- arvandinn haldið áfram. Enda er margt annað sem þarf að gera og það kostar að hafa umgjörð í kringum lög- reglumennina. Menn hafa þurft að leggja allan peninginn í að kaupa meiri vinnu og ráða fleiri lögreglu- menn. Á sama tíma þarf á hinn bóg- inn að taka sjálfan reksturinn og hysja hann upp.“ „Hin og þessi hagræðing“ Páll tekur þó fram að með þessu sé hann ekki að lýsa einhvers konar vonlausri stöðu. „En þetta er samt þannig að þarna vantar töluvert upp á. Þetta er svo- lítil skekkja sem hefur verið undan- farin ár. Og hún háir okkur.“ Páll segir sameiningu lögreglu- embætta í ársbyrjun 2015 hafa haft í för með sér aukinn akstur á milli lög- reglustöðva gömlu embættanna. „Það var hin og þessi hagræðing sem átti að fylgja sameiningunni en þá má kannski um hana deila. Hag- ræðingin er að minnsta kosti ekki mikil, sérstaklega fjárhagslega. Við höfum ekki séð að hún hafi orðið. Og ég er heldur ekki viss um að hún hafi átt að verða. Ég held að hugmyndir manna hafi verið að sameiningu myndi fylgja skilvirkari löggæsla,“ segir Páll. Aðspurður segist hann þá hvorki geta fullyrt að löggæsla í umdæminu hafi veikst né styrkst við samein- inguna. Lítið bólar á hagræði í kjölfar sameiningar  Taka þarf reksturinn og hysja upp, segir lögreglustjóri Páll Björnsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Nýskráningar einkahlutafélaga voru 275 í júní og hefur þeim fjölg- að um 18% á síð- ustu 12 mánuðum samanborið við 12 mánuði þar á undan, sam- kvæmt upplýs- ingum frá Hag- stofu Íslands. Alls voru 2.633 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.232 á fyrri 12 mánuðum. Skráð gjaldþrot fyr- irtækja á sama tímabili voru 102 og jukust þau um 12% miðað við sama 12 mánaða tímabil þar á undan. Nýskráningum fjölg- ar um 18% en gjald- þrotum um 12% Hagstofa Gjald- þrotum fjölgaði. Jón Þórisson jonth@mbl.is Coca-Cola European Partners (CCEP), stærsta sjálfstæða átöppun- arfyrirtæki Coca-Cola í heiminum, hefur tekið yfir starfsemi Vífilfells, sem framleiðir og dreifir Coca-Cola á Íslandi. CCEP er almenningshluta- félag, skráð í New York, Amsterdam, London og á Spáni. Fyrirtækið sérhæfir sig á sviði neytendavara í Evrópu og framleiðir, dreifir og markaðssetur óáfenga drykki. Jafnframt er það stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heim- inum og eru vörur þess seldar til yfir 300 milljóna neytenda í Vestur-Evr- ópu. Þar á meðal eru lönd á borð við Andorra, Belgíu, Frakkland, Þýska- land, Bretland, Ísland, Lúxemborg, Mónakó, Holland, Noreg, Portúgal, Spán og Svíþjóð. Í kauphöllinni í New York kemur fram að tekjur CCEP hafi numið 7 milljörðum bandarikjadala árið 2015. Það jafngildir um 840 milljörðum króna miðað við gengi bandaríkjadals í gær. Fyrir yfirtökuna var Vífilfell í eigu spænska átöppunarfyrirtækisins Cobega. „Cobega átti stóran hlut í Coca- Cola Iberian Partners. Í gegnum samruna, meðal annars við Coca-Cola í Þýskalandi, varð svo til CCEP, sem við erum nú orðin hluti af,“ segir Stef- án Magnússon, markaðsstjóri hjá Vífilfelli.„Þessar eignabreytingar auka aðgang okkar að þekkingu og gefa okkur meira afl í hráefniskaup- um. Vífilfell verður áfram til og vöru- framboðið eins og verið hefur.“ Drykkjarisi eignast Vífilfell  Verður hluti fyrirtækjakeðju sem þjónar 300 milljóna markaði  Styrkir og eflir starfsemina, segir markaðsstjóri hjá fyrirtækinu  Vífilfell verður áfram til Morgunblaðið/Jim Smart Vífilfell Framleiðandi Coca-Cola. Síldarævintýrið á Siglufirði hófst formlega í gær með setningu bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnars I. Birg- issonar. Um tíma leit út fyrir að af hátíðinni yrði jafn- vel ekki, þar sem deilt var um greiðslu löggæslukostn- aðar. Bæjarráð Fjallabyggðar og lögreglan á Norðurlandi eystra hafa þó náð sá um í málinu. Að því er segir í tilkynningu mun Fjallabyggð ekki greiða umræddan löggæslukostnað nema æðra stjórn- vald eða dómstólar ákveði svo, en erindi þessa efnis er nú hjá atvinnuvegaráðuneytinu. Í framhaldi af tilkynningunni gaf lögreglustjóraemb- ættið hátíðinni jákvæða umsögn varðandi umsókn um tækifærisleyfi til sýslumanns. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að hjá embættinu hafi menn verið sáttir með þessa lausn, en ekki sé ákveðið hvort málinu verði áfrýjað fari svo að ráðuneytið úrskurði bæjaryfir- völdum í vil. Aðspurður segir hann að lokum að lög- reglan verði í góðum gír á Siglufirði um helgina. „Það verður dansað þar sem aldrei fyrr.“ Bæjarráð Fjallabyggðar og lögreglan á Norðurlandi eystra náðu sáttum Skemmtun Hið árlega Síldarævintýri á Siglufirði var sett í gærkvöldi að viðstöddum fjölda bæjarbúa og gesta. Síldarævintýrið hófst í gær Skúli Halldórsson sh@mbl.is Samband íslenskra sveitarfélaga sendi 13. júlí síðastliðinn fyrirspurn til allra framkvæmdastjóra sveitar- félaga um hvort sveitarfélögin hafi þurft að greiða löggæslukostnað vegna bæjarhátíða eða svipaðra við- burða sem þau standa að. Í kjölfarið var unnin samantekt úr svörunum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og þar kemur m.a. fram að Akraneskaupstaður var til að mynda jafnan krafinn um milljón króna vegna löggæslu við Írska daga, eða þar til lögregluemb- ættin á Vesturlandi voru sameinuð í eitt. „Við náðum samkomulagi við nýja lögreglustjórann um að við myndum ekki greiða þennan kostnað,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, í samtali við Morgun- blaðið. Hún nefnir sem dæmi að sjúkrahúsið á Akranesi sé sömuleið- is undir álagi meðan á Írskum dög- um stendur. „Næsta krafa gæti þá verið frá heilbrigðisyfirvöldum, um að sveitarfélögin greiði sjúkra- húsum og heilsugæslu fyrir aukið álag á bæjarhátíðum.“ Ólík staða á Suðurnesjunum Svokölluð fiskidagsnefnd, sem stendur árlega fyrir Fiskideginum mikla á Dalvík, var á síðasta ári í fyrsta sinn krafin um greiðslu lög- gæslukostnaðar, kr. 500.000. Í ár var nefndinni svo gert að greiða 600.000 krónur. „Ljóst má vera að þessi upphæð er brot af þeim aukna löggæslukostnaði sem fellur til um þessa helgi,“ segir í svari Dalvík- urbyggðar í samantektinni. Þá hafa lögregluyfirvöld innheimt löggæslukostnað vegna Humar- hátíðar á Höfn nánast frá því hún var fyrst sett á laggirnar, að því er fram kemur í svari sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Þessi kostnaður hef- ur verið aðeins misjafn en hæst hef- ur hann farið í tæplega 600 þúsund krónur,“ segir í samantektinni. Undanfarin ár hafi hann numið 300 til 350 þúsund krónum. Ólíku er saman að jafna ef litið er til Suðurnesja. Í svari Reykjanes- bæjar segir þannig að bærinn hafi ekki þurft að greiða lögreglunni á Suðurnesjum neinar upphæðir vegna hátíðarhalda á borð við hina árlegu Ljósanótt. Vestmannaeyjabær greiddi lög- reglunni 475 þúsund krónur vegna Goslokahátíðar í ár, auk þess sem ÍBV var krafið um fjórar milljónir fyrir löggæslu á síðustu Þjóðhátíð. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist mótfallinn þessu. „Við erum mjög ósátt við að þetta skuli leggjast svona þungt á bæjar- hátíðir á landsbyggðinni, en þegar um er að ræða hátíðir á stórhöfuð- borgarsvæðinu, þá greiði ríkið það,“ segir Elliði. „Þetta er nánast eins og það væri rukkað fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni en ekki í borginni.“ Eigi ekki við um bæjarhátíðir Við lestur samantektar sam- bandsins virðist það vera nokkuð misjafnt eftir landshlutum hvort lögregla krefji sveitarfélög um greiðslu vegna bæjarhátíða. Nefnt er þar sem dæmi að sveitarfélögin á Suðurnesjum virðast aldrei hafa verið krafin um slíka greiðslu. Þá sé óhætt að fullyrða að framkvæmd sé mjög langt frá því að vera samræmd um allt land. Í greinargerð með frumvarpi, sem varð að lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmt- anahald, er sett fram ákveðin af- mörkun á gildissviði 17. greinar lag- anna um tækifærisleyfi. „Rétt er að taka fram að ákvæði þessu er ekki ætlað að ná til íþrótta- kappleikja eða opinberra hátíðar- halda svo sem á þjóðhátíðardaginn, Menningarnótt í Reykjavík, [...] enda eru slíkir atburðir almennt ekki í atvinnuskyni eða aðgangur seldur að þeim.“ Þá segir í nefndaráliti samgöngu- nefndar að undir ákvæðið falli ekki atburðir og skemmtanir á vegum sveitarfélaga og eru bæjarhátíðir nefndar sem dæmi. Innheimta löggæslukostn- að án samræmis  „Eins og að rukka fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni en ekki í borginni“ Írskir dagar Akranesbær er ekki lengur krafinn um kostnaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.