Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 10

Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun! Grafinn með einstakri kryddblöndu hefur þú smakkað hann? 2 0 1 6 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Grundfirðingar bera mjög góðan hug til kirkjunnar sinnar, eru tryggir henni. Kirkjunni hefur alltaf verið vel haldið við og þar er mikið starf,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir, formaður afmæl- isnefndar Grund- arfjarðarkirkju. Á morgun verða 50 ár liðin frá vígslu kirkjunnar og verður af því tilefni hátíðar- guðsþjónusta og opnuð sýningin „Listamaðurinn í kirkjunni“ í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Skipað var í afmælisnefnd vegna vígsluafmælis Grundarfjarðarkirkju fyrir tveimur árum. „Við vorum fljótt ákveðin í því að hafa viðburði í kirkj- unni í hverri viku allt afmælisárið,“ segir Ragnheiður. Byrjað var í byrj- un febrúar með sýningu á myndum leikskólabarna. Þau máluðu öll sól- armyndir. Grundfirðingar sjá ekki sólina frá heimilum sínum í tæpa tvo mánuði og fagna því sólinni vel þegar hún birtist aftur undir lok janúar. Um páskana var sett upp sýning á skírnarkjólum sem notaðir hafa ver- ið við skírnir grundfirskra barna. Ragnheiður segir að mikið hafi bor- ist að og þurft hafi að velja úr. Í apríl var síðan sýning á myndum grunnskólanema þar sem trú, von og kærleikur voru einkunnarorðin. Þess á milli hafa verið ýmsir tón- listarviðburðir í kirkjunni. Varpa ljósi á listafólkið Hápunktur afmælisársins er á morgun, sunnudag, en þá eru liðin 50 ár frá vígslu kirkjunnar. Biskup Ís- lands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, predikar við hátíðarmessu. Reiknað er með að allir þeir prestar sem þjón- að hafa kirkjunni og enn eru á lífi verði viðstaddir og þeir sem tóku þátt í byggingu kirkjunnar, auk heimafólks. Að lokinni messu verður boðið upp á kaffi í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og opnuð sýningin Listamaðurinn í kirkjunni. „Þar erum við að varpa ljósi á þá listamenn sem hafa gert stærstu listaverkin okkar, meðal annars steindu gluggana, altaristöfl- una og predikunarstólinn. Einnig buðum við Jóni Þorsteinssyni, sem var prestur hér í sextán ár, að sýna myndlist og leirverk. Þá erum við með kynningu á prestunum sem starfað hafa í Grundarfjarðarkirkju á þessum fimmtíu árum,“ segir Ragnheiður. Þannig stóð á að um síðustu helgi var haldin bæjarhátíðin „Á góðri stund“ og var ákveðið að hafa sýn- inguna opna fyrir gesti hennar þótt formleg opnun yrði á vígsluafmæl- inu. Líf og fjör alla daga Mikil samstaða var um byggingu kirkju í Grundarfirði á sínum tíma. Þurfti á því að halda því söfnuðurinn var ekki stór. Grundfirðingar áttu áður sókn að Setbergi. Magnús Guð- mundsson prestur stóð fyrir kirkju- byggingunni og dreif Grundfirðinga með sér. Hann fékk einnig liðstyrk frá ungmennasamtökum kirkjunnar. Þess vegna kom fjöldi ungmenna frá mörgum löndum til að aðstoða við bygginguna. Kirkjan var byggð í tveimur áföngum því turninn var reistur síðar. „Við höfum verið heppin með presta sem tóku við keflinu af séra Magnúsi og hafa ötullega unnið að stækkun á kirkjunni og eflingu safn- aðarstarfsins. Mikið ungliðastarf er í kirkjunni og þrír kórar æfa þar. Skátastarfið fer fram í kirkjunni. Það er líf og fjör í kirkjunni alla daga vikunnar. Kirkjan er alltaf opin og þangað kemur ferðafólk, bæði Ís- lendingar og erlendir ferðamenn, og á góða stund í fallegu og friðsælu umhverfi,“ segir Ragnheiður. Morgunblaðið/Sverrir Stolt bæjarins Grundarfjarðarkirkja var byggð í tveimur áföngum. Haldið er upp á 50 ára vígsluafmæli á morgun. Grundfirðingar bera góðan hug til kirkjunnar Ragnheiður Þórarinsdóttir  Haldið upp á 50 ára vígsluafmæli Grundarfjarðarkirkju Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is EFTA-dómstóllinn komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki endurheimt innan tilskil- ins tímafrests ríkisaðstoð við fimm fyrirtæki sem Eftirlitsstofn- un EFTA (ESA) taldi að gengju gegn EES-samningnum. Um er að ræða fyrirtækin Verne, Becro- mal og GMR endurvinnslu, en samningar við Kísilfélagið og Thorsil komust aldrei til fram- kvæmda og því voru aldrei veittir styrkir til þeirra. Í fréttatilkynningu frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi unnið að lausn málsins á und- anförnum mánuðum í samráði við umrædd fyrirtæki. Stefnt sé að því að öllum fimm málunum verði lok- ið á allra næstu vikum. Máli Verne lokið Um er að ræða ríkisaðstoð sem byggir á fjárfestingasamningum og er staða mála eftirfarandi: „Samningar við Kísilfélagið og Thorsil komust aldrei til fram- kvæmda og því voru aldrei veittir styrkir á grundvelli þeirra. Máli vegna Verne er lokið og samkomulag hefur náðst í tilviki Becromal. Samkomulag um endurheimtu á styrkjum til GMR endurvinnslu er á lokastigum,“ segir í tilkynning- unni. Endurheimt er á lokastigi  EFTA-dómstóllinn gagnrýnir stjórn- völd fyrir seinagang við endurheimt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hef- ur samþykkt byggðaaðstoð til Silicor Materials vegna bygg- ingar á sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Aðstoðin er virði um 4,640 milljarða íslenskra króna og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan skapi um 450 störf. ESA segir að aðstoðin stuðli að atvinnusköpun og laði til sín fyrirtæki. Aðstoðin samþykkt ESA UM SILICOR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Jú, það er þannig, það er mest um giftingar yfir sumarið. Ég sjálfur er að sjá um einar, tvær, þrjár á laug- ardögum. Þetta er aðallega um helgar. En svo eru sumar giftingar á virkum dögum. Þá er kannski mið- að við upphaf þeirra kynna eða þeg- ar þau hittust fyrst og þess háttar. Oftast eitthvað svona persónulegt,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur. „Ég er að gifta út um allt yfir sumarið. Ég hef í gegnum tíðina gift á Þingvöllum, í Heiðmörk og öðrum fallegum stöðum, bæði á helgum stöðum eða stöðum sem eru fólkinu heilagir, heimaslóðum þeirra til dæmis. Ég held að það sé ívið meira um giftingar í sumar miðað við fyrri ár. En það sem er áberandi er að það er ekki íburður í dag, ekki enda- laus glamúr, fyrst og fremst inni- hald.“ Sækjast eftir fallegri umgjörð Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins ræðir við prestinn Kristínu Þór- unni Tómasdóttur telur hún að svip- að mikið sé um giftingar nú í sumar og fyrri sumur. „En það er alltaf þannig að fólk giftir sig frekar á sumrin en á veturna. Vinsælu kirkj- urnar halda sér í sessi. Það er mikið gift í Garðakirkju, Lágafellskirkju í Mosfellsbænum, Háteigskirkju og líka í litlu kirkjunum eins og Árbæj- arkirkju. Fólk er að sækjast eftir fallegri umgjörð,“ segir Kristín. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir að giftingar hafi verið ansi margar í sumar. „Sem betur fer dreifist þetta á ansi mörg okkar í Ásatrúarfélaginu. Þetta er búið að vera mjög mikið í sumar, kannski ekki metsumar en ansi mik- ið. Það er líka mikið af útlendingum sem eru að láta gifta sig hjá okkur. Ég þori ekki að fara með það hvað þetta er mikill fjöldi, en ætli þetta séu ekki 70-80 á ári. Það er með því skemmtilegasta sem maður gerir að gifta fólk, þetta eru mjög fallegar stundir.“ Mikil aukning hjá Siðmennt Samkvæmt Bjarna Jónssyni hjá Siðmennt er það að aukast mjög mikið að fólk láti gifta sig hjá þeim. „Það er ekki fyrr en árið 2013 sem við fáum vígsluréttindi,“ segir Bjarni. „Við vorum með um 36 athafnir árið 2013, allt árið í fyrra vorum við að framkvæma 199 athafnir en það sem af er árinu núna þá erum við komin í 136 athafnir. En í þeirri tölu eru einnig nafngiftir og jarðarfarir. Aðalatriðið í þessu fyrir okkur er að menn eigi möguleika á veraldlegum athöfnum yfirhöfuð. Það verður að geta þess að í 28 ár höfum við verið með fermingar. Við höfum verið að sjá að fólk sem hefur verið í ferm- ingum er að koma og gifta sig. Við erum búin að vera með viðhorfsk- annanir og fólk virðist ánægt, töl- urnar úr könnununum eru eins og í Norður-Kóreu, 98 – 99 prósent eru ánægðir,“ segir Bjarni. Sumarið er tím- inn fyrir ástina Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Gifting er oftast gleðistund og áhugavert að flest þeirra sem sjá um athöfnina vilja meina að íburður og glamúr sé minni en áður var.  Giftingar fara fram um sumarið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.