Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 11
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands á mánudaginn, 1. ágúst. 233 gestir verða viðstaddir athöfnina. Athöfnin hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan 15.30. Þar prédikar biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir. Dóm- kirkjuprestarnir séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirs- son þjóna fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti leikur á orgel, Dóm- kórinn syngur og Bergþór Pálsson syngur einsöng. Hann flytur lagið „Þó þú langförull legðir“ eftir Sig- valda Kaldalóns og Stephan G. Stephansson. Athöfn í Alþingishúsinu Sjálf innsetningarathöfnin hefst í Alþingishúsinu klukkan 16. Handhafar forsetavalds stjórna at- höfninni, Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Einar Kristinn Guðfinnsson, for- seti Alþingis. Forseti Hæstaréttar lýsir for- setakjöri og útgáfu kjörbréfs. Að því búnu vinnur hinn nýi forseti drengskaparheit og síðan fær hann kjörbréfið afhent. Því næst ganga forsetahjónin út á svalir Alþingishússins. Þar minn- ist forseti Íslands fósturjarðar- innar og flytur ávarp. Í lok athafn- arinnar er þjóðsöngur Íslendinga leikinn og sunginn. Dómkórinn í Reykjavík syngur við athöfnina og Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngur einsöng. Hún flytur lagið Lífsbókin eftir Berg- þóru Árnadóttur og Laufeyju Jak- obsdóttur. Lögin við athöfnina eru valin af forsetaefninu. Búist er við fjölda fólks á Aust- urvöll á mánudaginn. Athöfninni verður útvarpað svo að fólk geti fylgst með því sem fram fer. Þá verður Ríkissjónvarpið með beina útsendingu frá embættistökunni og hefst útsendingin klukkan 15:50. Innsetningarathöfnin verður anna. Leiddi sú athugun í ljós að þær athafnir voru flestar látlausari en tíðkast hefur á Íslandi fram til þessa, að sögn Ragnhildar Arn- ljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Hinn nýi forseti, Guðni Thorla- cius Jóhannesson, er 48 ára gam- all. Eiginkona hans er Eliza Jean Reid, fædd í Kanada. Börn þeirra eru fjögur: Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013). Guðni á einnig dótturina Rut (f. 1994) með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haralds- dóttur, viðskiptafræðingi og lista- konu. Rut stundar nám við Há- skóla Íslands. Guðni og Eliza búa á Seltjarnar- nesi. Þau munu flytja á Bessastaði innan tíðar. Þar standa nú yfir endurbætur og viðgerðir. 233 gestir verða viðstaddir embættistöku forsetans  Forsetahjónin koma fram á svalir Alþingishússins að athöfn lokinni Morgunblaðið/Eggert Forsetahjónin nýju Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid. Forsetar lýðveldisins Heimild: Wikipedia Sveinn Björnsson 17. júní 1944til 25. janúar 1952 2.778 dagar 63-70 ára Ásgeir Ásgeirsson 1. ágúst 1952 til 1. ágúst 1968 5.844 dagar 58 - 74 ára Kristján Eldjárn 1. ágúst 1968 til 1. ágúst 1980 4.383 dagar 51 - 63 ára Vigdís Finnbogadóttir 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996 5.844 dagar 50 – 66 ára Ólafur Ragnar Grímsson 1. ágúst 1996 til 1. ágúst 2016 7.304 dagar 53-73 ára með sama hætti og tíðkast hefur frá upphafi, eða frá árinu 1945. En eins og fram hefur komið hér í blaðinu verða þó gerðar minni kröfur um klæðaburð, orður og heiðursmerki. Er það gert að ósk forsetaefnisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Í framhaldi af þeirri ósk aflaði forsætisráðuneytið upplýsinga um innsetningu forseta Frakklands, fleiri Evrópuþjóða og Bandaríkj- FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ VILJUM GETA TREYST. ÞAÐ TRAUST ROFNAR AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ VERSTA GERIST. HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR TRAUSTIÐ ROFNAR? Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Lokað laugardag ogmánudag Gleðilega verslunarmannahelgi gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið í dag 10-15 ÚTSALAN í fullum gangi Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Útsalan hefst 2. ágúst Lokað í dag laugardag Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755 Eftirfarandi texta mun hinn ný- kjörni forseti Íslands undirrita við embættistökuna á mánu- daginn: „Ég undirritaður, Guðni Thorlacius Jóhannesson, sem kosinn er forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2016 og lýkur 31. júlí 2020, heiti því að viðlögðum drengskap mínum og heiðri að halda stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands.“ Drengskapar- heit forseta EMBÆTTISTAKA Isavia hyggst setja upp hávaða- mæla til þess að mæla hljóðmengun frá flugumferð af Keflavíkurflug- velli. Reykjanesbær hefur gert at- hugasemdir við aukna flugumferð yfir Njarðvík en rekja má þessa auknu flugumferð til endurbóta á norður-suður flugbraut flugvallar- ins og er því aukið álag á austur- vestur flugbrautinni. Á vef Isavia segir að til að íbúar geti betur fylgst með hljóðmengun frá flugumferð hafi Isavia ákveðið að setja upp rauntímamæla sem mæla hljóðmengun frá flugumferð. Þegar rauntímamælarnir hafa ver- ið settir upp verður hægt að fylgj- ast með mælingum þeirra á vef Isavia. Þangað til rauntímamæl- arnir verða settir upp hefur Isavia tekið á leigu hljóðmæli sem félagið mun nota til þess að fylgjast betur með hljóðmengun frá flugumferð og gera prófanir sem miða að því að minnka ónæði af völdum flug- umferðar yfir byggð. Stefnt er að því að þessum fram- kvæmdum ljúki í síðasta lagi í októ- ber og þá verður norður-suður brautin aftur tekin í notkun. Setja upp hljóðmæla í Keflavík  Ónæði í Njarðvík vegna aukinnar flugumferðar yfir svæðið Vinna er hafin við að fjarlægja dekkjakurl af fótboltavöllum við grunnskóla í Hafnarfirði. Dekkjakurlið verður fjarlægt af völlum við fjóra grunn- skóla í bænum. Byrjað er að fjarlægja kurlið af fótboltavelli við Hraunvalla- skóla en framkvæmdir við Hvaleyrarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla munu hefjast í lok ágúst. Vonast er til þess að allt dekkjakurl verði farið af völl- unum áður en skólar hefjast í haust. Við Hraunvallaskóla verður notað nýtt vottað gúmmíefni sem uppfylliefni á völlinn en við Hval- eyrarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla verður skipt alveg um grasmottur og verða þeir vellir án gúmmíuppfylliefna en sett verður gúmmímotta undir gervigrasið sem tryggir betri endingu, stöðugleika og gæði. Fyrirtækið Metatron átti lægsta tilboðið í verkið en reikn- að er með að vellirnir verði til- búnir til notkunar í lok október. elvar@mbl.is Dekkjakurl fjarlægt af sparkvöllum við skóla í Hafnarfirði Dekkjakurl Ný fylli- efni verða notuð í stað kurlsins. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.