Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 13
flækingar frá Evrópu og Norður- Ameríku sem koma með haustlægð- unum. „Við fuglaskoðarar erum í ess- inu okkar þegar spáð er miklum lægðum og leiðindaveðri og förum gjarnan daginn eftir að leita á álitleg- ustu stöðunum. Með lægð frá Am- eríku koma fuglar aðallega að Reykjanesi og suðurströndinni, en að austurströndinni, til dæmis Höfn í Hornafirði og undir Eyjafjöll, með lægðum frá Evrópu.“ Alex Máni er með þetta alveg á hreinu, enda á stöðugum þeytingi í fuglaleit, sérstaklega ef hann fréttir af fugli sem hann hefur ekki séð áður. Eins og um daginn þegar þeir Jó- hann Óli ruku af stað með ljós- myndagræjurnar og keyrðu að Mý- vatni og út í Búrfellshraun í leit að einum slíkum. „Þegar við fundum fuglinn ákváðum við að keyra aðeins lengra, gegnum Finnafjörð og um firðina þar um slóðir og svo austur- ströndina heim. Og auðvitað með augun opin fyrir sjaldséðum fuglum alla leiðina.“ Leyndarmál að gefnu tilefni Spurður hvort hann hafi kannski séð fugl númer 200 í þessari ferð þeirra félaga, svarar hann neitandi. „Það er raunar leyndarmál hvar ég sá snæugluna, sem ég var svo hepp- inn að lenti akkúrat í 200. sæti á Ís- landslistanum mínum,“ segir hann. Með því að halda fundarstaðnum leyndum segist hann vilja fyr- irbyggja að óprúttnar skyttur mæti á svæðið. Enda þekki hann dæmi þess að þær fari þangað sem spyrst til sjaldséðra fugla, skjóti þá, monti sig svolítið af þeim í frystikistunni heima hjá sér áður þeir stoppi þá upp og selji. Athæfið fer að vonum mjög fyr- ir brjóstið á honum og öðrum fugla- vinum. „Ég verð óskaplega pirraður þegar ég sé fólk drepa fugla, eins og til dæmis kríuna, sem hefur átt erfitt uppdráttar þar til alveg nýverið að hún er að ná sér á strik. Svo sér mað- ur einhverja vitleysinga gera sér að leik að keyra á miklum hraða um varpstaðina og drepa ungana.“ Alex Máni gerir því skóna að hinum sömu þætti fengur að snæugl- unni, sem er friðuð og afar sjaldgæf á Íslandi. „Rosalega flottur og töff fugl. Þegar ég hafði séð 199 fugla í vor stefndi ég að því að snæuglan yrði minn séði fugl númer 200. Miklu skemmtilegra heldur en að ræf- ilslegur flækingur vermdi svona merkilegt sæti,“ segir Alex Máni með fullri virðingu fyrir smáfuglunum. Fuglaleiðsögn um friðland Þótt snæuglan sé flott, nefnir hann lóminn sem sinn uppáhaldsfugl. „Lómurinn er sá fugl sem ég hef fylgst mest með og myndað. Hann er mjög tignarlegur og gaman að fylgj- ast með atferli hans, til dæmis þegar hann fæðir unga sína á fiskum sem eru nánast stærri en þeir sjálfir. Í fuglafriðlandinu hérna í Flóanum þar sem ég og fleiri á vegum Fuglavernd- ar höfum verið með fuglaleiðsögn í sumar er mikið um lóm. Hann er mjög gæfur og verpir þar við litlar tjarnir, dælur eins og við segjum á sunnlensku. Lómurinn er einkenn- isfugl friðlandsins en svo eru þarna óðinshani, spói, kjói, lóuþræll og fleiri og fleiri, sem gaman er að fylgjast með.“ Fuglaskoðarar landsins fylgjast grannt hverjir með öðrum og nýjustu fuglafréttum á netinu, t.d. á Birding Iceland, síðu sem hýst er á vef Há- skóla Íslands, samnefndri Facebook- síðu, fuglar.is og víðar. „Við látum vita um sjaldgæfar tegundir og svo eltir hver annan í von um að sjá til- tekinn fugl,“ segir Alex Máni bros- andi. Af ferðum og flugi fölheiðar Sjálfur brást hann skjótt við til að freista þess að berja fölheiði aug- um, en til fuglsins hafði spurst á Hornafirði í september 2012. „Við lögðum af stað að kvöldlagi og kom- um að Höfn á miðnætti, gistum þar og lögðum eldsnemma af stað að leita fuglsins og vorum svo heppnir að sjá þennan stóra ránfugl fljúga yfir veg- inn þar sem við keyrðum í sólarupp- rásinni,“ segir hann. Síðan mun ekki hafa spurst til fölheiðar á Íslandi. „Tilkomumikil sjón – og já, trúlega,“ svarar hann spurður um merkileg- asta fuglinn og jafnframt þann skrýtnasta sem hann hefur séð um dagana. Alex Máni vinnur sem flokks- stjóri hjá sveitarfélaginu Árborg, en fer aftur í Fjölbrautaskóla Suður- lands í haust. Hann segist verja lung- anum af frítíma sínum í fuglaskoðun, sérstaklega á sumrin þegar birtuskil- yrðin eru góð og hægt að skoða fugla allan sólarhringinn, eins og hann geri reyndar stundum. „Annars reyni ég að skjótast eftir vinnu flesta daga og allar helgar. Stundum dreg ég vini mína með mér, en þeir eru misáhuga- samir,“ segir hann. 200 klúbburinn Fuglaskoðuninni fylgir heilmikið umstang og utanumhald. Alex Máni er með fjölda ljósmynda, sem hann hefur sjálfur tekið á ferðum sínum, ásamt skrám í tölvunni sinni með upplýsingum um alla séða fugla, hvar og hvenær hann sá þá og nánari lýs- ingar ef því er að skipta. Hann kann heiti þeirra utan að á þremur tungu- málum; íslensku, ensku og latnesku. „Ef maður ætlar að hlaða niður skrám eða öppum með hljóðum fugla þá eru flest nöfnin á latínu. Svo spila ég öppin til að fá fuglana til að fljúga á hljóðið og þá get ég skoðað þá bet- ur,“ útskýrir hann. Margar fuglaskoðunarferðir eru að baki, sumar hálfgerðar fýluferðir og aðrar skemmtilegri en allar minn- isstæðar að sögn Alex Mána, sem um helgina verður að vanda einhvers staðar við fuglaskoðun. Um miðjan ágúst er meiningin að vera yfir helgi í Vestmannaeyjum og merkja sæsvöl- ur í Elliðaey á nóttunni. Svo ætlar hann ekki að láta undir höfuð leggj- ast að skrá sig í fámennan en góð- mennan klúbb, 200 klúbbinn. Hann fullnægir inntökuskilyrðum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar. Bókaðu núna! Yfirleitt sjást aðeins um tíu snæuglur á ári á Íslandi. Sú sem Alex Máni sá um liðna helgi flaug of hratt yfir til þess að hann næði af henni meiri nærmynd en hér sést. Snæugla, Bubo scandiacus, er önnur tveggja teg- unda ugla á Íslandi, hin er brandugla sem verpir hér að staðaldri. Snæuglan verpir hér stundum um miðjan maí og eru eggin þá eitt til fimm talsins. Snæuglur eru 53-66 cm og rúm tvö kg. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn. Þær lifa aðallega á rjúpum og öndum, en einnig vaðfuglum og músum. Þær geta orðið nokkuð gamlar miðað við fugla og ná stundum 10 ára aldri. Um tíu fuglar á ári SNÆUGLA, BUBO SCANDIACUS www.visindavefur.is Lómur Óðinshani Vepja Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar einkasýn- ingu sína, Sóley, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu kl. 14 í dag, laugardag 30. júlí. Um sýn- inguna segir Helga Sigríður: „Áhugi minn á ís- lenskum lækningajurtum varð til þess að ég ákvað að nota þær sem viðfangsefni sýningar minnar og þá aðallega vegna litar og forms. Brennisóley varð að þessu sinni fyrir valinu vegna gula litarins. Guli litur sóleyjarinnar skreytir græn tún landsins, fellur vel að björtum bláum sumarhimni og lífgar upp á gráa rign- ingardaga. Þetta tignarlega en við- kvæma blóm lifir villt í íslenskri nátt- úru og birtist sem kraftmikið og litríkt blóm í verkum mínum.“ Lækningajurtir viðfangsefni sýningar í Mjólkurbúðinni Sóley í aðalhlutverki Helga Sigríður Stúlknakór Frederiksbergkirkju heldur tónleika kl. 17 á morgun, sunnudag 1. ágúst, í Norræna húsinu. Kórinn var stofnaður árið 1984 af núverandi stjórnanda kórsins, Lis Vorbeck. Á kór- ferðalagi sínu til Íslands eru með í för 19 stúlkur ásamt organistanum Allan Rasmussen. Þær eru þekktar fyrir að syngja eins og englar við messur í Frederiksbergkirkju og við aðrar uppá- komur. Frítt inn og allir velkomnir. Stúlknakór Frederiksbergkirkju í Norræna húsinu Sagðar syngja eins og englar Kór Stúlknakór Frederiksbergkirkju hefur haldið tónleika víða um heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.