Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Frekari upplýsingar á vefverslun okkar www.donna.is Hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Er næsta hjartastuðtæki langt frá þér? Verð frá kr. 199.600 Hin árlega Ábæjarmessa verður haldin í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði á morgun, sunnudag. Athöfnin hefst kl. 14 en vissara er fyrir messugesti að leggja tíman- lega af stað því síðasti spölurinn að kirkjunni er ekki ökufær, enda fara Skagfirðingar í hópreið sem leggur af stað kl. 10 frá Gilsbakka. Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, mun flytja hugvekju, sr. Gísli Gunnarsson þjónar fyrir altari og honum til aðstoðar verður sr. Halla Rut Stefánsdóttir. Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akrahrepps, verður meðhjálpari og organisti verður Stefán Gíslason, faðir Höllu Rutar. Að lokinni athöfn verður messukaffi á bænum Merkigili, sem systkini Helga heitins Jónssonar sjá um, síðasta ábúandans á Merkigili. Einar K. í Ábæjar- messu á morgun Ábæjarkirkja Árleg messa á morgun. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er búið að vera algjört æv- intýri og meðalþyngdin geggjuð,“ segir Haraldur Eiríksson leiðsögu- maður um veiðina í Laxá í Dölum í sumar. Á meðan flestar aðrar ár í Dölum og á Vesturlandi glíma við verulegt vatnsleysi í blíðunni und- anfarnar vikur, segir hann Hrúta- fjarðarþokuna hafa náð reglulega upp á Laxárdalsheiði með tilheyr- andi úrkomu, og fyrir vikið hafi verið mjög gott vatn í ánni í allt sumar. „Það var meira að segja svo gott í morgun,“ sagði Haraldur í gær, „að Brúarstrengur var óveiðandi og Dönustaðagrjót illveiðandi.“ Eftir niðursveiflu síðustu ár vekur góður gangur í Laxá athygli en að- eins hefur verið veitt þar á fjórar stangir og einungis á flugu. Í liðinni viku veiddust 150 laxar og rúmlega fimm á stöng á dag. „Kjaftfull af laxi“ „Áin er í rosalega góðu standi, hún er kjaftfull af laxi,“ segir Haraldur. „Næstsíðasta holl var með 85 á þremur dögum og það síðasta fékk 60,“ segir hann og bætir við að nú sé fyrsta sex stanga hollið að byrja í dag og þá verði í fyrsta skipti farið á marga staði þar sem vitað er af fiski en veiðimen hafa ekki haft tíma til að veiða á. „Vatnið er frábært í ánni, það er eins og rigni á heiðina eftir pöntun. Menn standa á skrælnuðum bökkum niðri í dalnum og það hækkar samt í ánni yfir tvær tommur yfir nóttina. Það er með ólíkindum.“ Segir Har- aldur fallega stórlaxa enn að ganga í bland við vænan smálax. 104 cm úr Svalbarðsá Í liðinni viku veiddist 701 lax í Ytri-Rangá og á vesturbakka Hóls- ár, eða eitt hundrað á dag á stang- irnar 20, fimm að meðaltali á stöng og má teljast hörkufín veiði. Enn betri er hún þó í Miðfjarðará þar sem veiðiævintýrið heldur áfram og ekkert virðist hafa dofnað yfir veið- inni eins og gerst hefur í ám austar í Húnaþingi, þar sem meðalveiðin á stöng var um tveir laxar á dag í Víði- dal, Vatnsdal og Blöndu; meðalveiði á stöng í Miðfirði í liðinni viku var 7,6 laxar á dag. Og einn daginn veiddust 99 og þar á meðal fallegir nýrenningar um og yfir 100 cm. Í Húseyjarkvísl hafa um 160 laxar verið færðir til bókar á stangirnar tvær en heldur hefur dofnað yfir tökunni síðustu daga, eftir frábæra byrjun. Veiðimenn sjá mikið af stórum laxi í ánni, sem sumir eru orðnir æði dökkir en taka þó af og til; hins vegar finnst þeim smálaxa- gangan minni en undanfarin ár. Úr Þistilfirðinum fréttist að um 160 hafi einnig veiðst á stangirnar tvær í Svalbarðsá og er allt á upp- leið; síðasta holl fékk um 30. Þar á meðal var einn 104 cm hængur. „Búið að vera algjört ævintýri og meðalþyngdin geggjuð“  Hrútafjarðarþoku fagnað við Laxá í Dölum  Hundrað á dag úr Ytri-Rangá Morgunblaðið/Einar Falur Myndarlegur Sigtryggur Bjarni Baldvinsson með 79 cm hæng sem hann veiddi í Laxhyl í Húseyjarkvísl. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Ytri-Rangá & Hólsá (20) Miðfjarðará (10) Eystri-Rangá (18) Blanda (14) Þverá - Kjarrá (14) Norðurá (15) Haffjarðará (6) Langá (12) Laxá í Aðaldal (18) Haukadalsá (5) Víðidalsá (8) Hítará (6) Elliðaárnar (6) Laxá í Dölum (4) Vatnsdalsá (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Staðan 27. júlí 2016 1685 1883 556 2263 1241 1880 916 916 1216 492 475 546 442 172 431 534 639 877 1388 747 670 490 490 190 407 260 233 327 51 293 3250 1996 1885 1681 1300 953 820 731 623 534 520 488 455 425 451 Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisrækt- anir í Hafnarfirði í vikunni og lagði hald á samtals um 300 kannabis- plöntur. Önnur ræktunin var í íbúðarhúsi í bænum, en hin í iðn- aðarhúsnæði. Einn var handtekinn í tengslum við rannsóknina á kanna- bisræktuninni í iðnaðarhúsnæðinu og játaði viðkomandi sök. Skýrslu- tökum í hinu málinu er hins vegar ólokið, en þar var kannabisræktun í tveimur herbergjum hússins. Þessu til viðbótar handtók lögreglan sölu- mann fíkniefna í Hafnarfirði, en við húsleit á heimili hans í bænum var lagt hald á kannabisefni og e-töflur. Þar var einnig að finna fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Lögðu hald á 300 kannabisplöntur Byggðastofnun vinnur nú að nýrri byggðaáætlun fyrir tímabilið 2017-2023. Hægt er að leggja fram tillögur um verkefni gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Þær verða síðan lagðar fyrir verkefn- isstjórn byggðaáætlunar og hún mun taka afstöðu til þeirra. Á þessu vefsvæði má m.a. finna upplýsingar um áætlunarvinnuna, fyrri byggðaáætlanir og sóknar- áætlanir landshluta. Tillögur að nýrri byggðaáætlun eiga að liggja fyrir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 1. nóv- ember nk. og ráðherra byggða- mála mun síðan leggja fram þings- ályktunartillögu fyrir Alþingi. Samkvæmt nýjum lögum skal byggðaáætlun nú ná til sjö ára í stað fjögurra áður, ná til landsins alls og mótast í samráði við sveit- arfélög og landshlutasamtök þeirra, ráðuneytin og stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Snorri Björn Sigurðsson, for- stöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar, segir það áður hafa verið gert að óska eftir tillögum í byggðaáætlun, en nú sé það gert með markvissari hætti. „Núna erum við að nýta okkur betri tækni og erum komin með tillöguform sem hægt er að fylla út rafrænt og senda okkur á ein- faldan hátt. Það er eftirsókn- arvert að fá fram skoðanir og við- horf svo ekki sé talað um beinar tillögur. Og við höfum nú þegar fengið viðbrögð og beinar til- lögur. Þarna erum við að stíga spor í átt að því að opna ferlið enn meir en með því að halda fundi um byggðaáætlunina og viljum líka með því auka umræður og áhuga á áætluninni,“ segir Snorri Björn. Ljósmynd/Óli Arnar Byggðastofnun Starfsmenn vinna nú að gerð nýrrar byggðaáætlunar. Unnið að byggða- áætlun til 2023  Senda má inn tillögur rafrænt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.