Morgunblaðið - 30.07.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Innra eftirlit Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (IEO) hefur gefið út skýrslu sem
fjallar um starfsemi sjóðsins í
tengslum við þær aðgerðir sem sjóð-
urinn lagði út í til bjargar efnahag
Grikklands, Portúgals og Írlands á
árunum 2010 og 2011. Í henni er dreg-
in upp dökk mynd af starfseminni og
bent á að starfsmenn sjóðsins hafi af-
vegaleitt stjórn hans, ekki síst þegar
kom að ákvarðanatöku um fjárhags-
legan stuðning við Grikkland. Þá er
bent á að viðurkenndum verkferlum
hafi ekki verið fylgt, ýmis mikilvæg
gögn séu týnd og að ekki sé ljóst í öll-
um tilvikum hver bar í raun ábyrgð á
afdrifaríkum ákvörðunum í nafni
sjóðsins.
Pólitískur og fjárhagslegur
þrýstingur hafði áhrif
IEO bendir á að pólitísk öfl innan
Evrópu hafi haft óeðlileg áhrif á
stefnumótun og ákvarðanir sjóðsins. Í
skýrslunni segir meðal annars: „Í
samtölum, sem IEO átti, ásamt
ákveðnum skjölum innan úr sjóðnum
er gefið til kynna að það sem hentað
hafi pólitískt í löndum lánveitenda
hafi vegið þungt í mati starfsliðs
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins og að starfslið AGS hafi á
tímum fundið fyrir þrýstingi um að
sætta sig við niðurstöðu sem ekki var
ákjósanleg.“
Þá er einnig bent á að AGS hafi
ekki komið eitt að aðgerðunum held-
ur hafi þær verið leiddar af þríeykinu,
sem samanstendur af AGS, fram-
kvæmdastjórn ESB og Seðlabanka
Evrópu. Sú staðreynd og einnig það
að framkvæmdastjórnin hafi verið
málsvari evruríkjanna, hafi valdið því
að starfslið AGS hafi verið undir póli-
tískum þrýstingi við mat og greiningu
á stöðu mála hverju sinni.
Stærstur hluti lánveitinga AGS
Meðal þess sem bent er á í skýrsl-
unni er sú staðreynd að á árunum
2011 til 2014, rann 80% alls þess láns-
fjármagns sem AGS veitti til aðild-
arríkja sinna til Grikklands, Portú-
gals og Írlands. Hvert og eitt ríkjanna
fékk þannig að láni tuttugufalt meira
en viðmið sjóðsins gera ráð fyrir að
þau geti notið samkvæmt kvóta.
Aðild að sjóðnum eiga 189 ríki vítt
og breitt um heiminn og mörg þeirra
eru í hópi fátækustu og vanþróuðustu
ríkja veraldar. Í kjölfar útgáfu skýrsl-
unnar hefur gagnrýni risið vegna
framgöngu sjóðsins og hefur hún nú
valdið nokkrum titringi meðal þeirra
sem segja að hún sýni að AGS fari
ólíkum höndum um Evrópuríki og
þau lönd sem tilheyri öðrum og fá-
tækari svæðum heimsins.
Höfundar skýrslunnar finna mjög
að því að erfitt hafi í mörgum tilvikum
reynst að fá aðgang að gögnum er
vörðuðu aðkomu AGS að málefnum
ríkjanna þriggja. Þannig hafi komið í
ljós að mörg gögn hafi verið unnin og
vistuð utan samþykktra ferla og í
ákveðnum tilvikum varðveitt í einka-
skjölum starfsmanna. Þá hafi gögn er
vörðuðu viðkvæm málefni í mörgum
tilvikum ekki fundist. Þá hafi þurft
sérstakan atbeina Christine Lagarde,
framkvæmdastjóra AGS, til að fá
önnur skjöl afhent.
Óráðsían með fyrrnefnd gögn veld-
ur því að skýrsluhöfundar treysta sér
ekki í öllum tilvikum til að leggja mat
á hver hafi tekið mikilvægar ákvarð-
anir í tilteknum málum né heldur á
hvaða gögnum viðkomandi ákvarðan-
ir byggðu.
Tillögur til úrbóta
Í skýrslunni eru tíundaðar þær að-
gerðir sem höfundar telja rétt að AGS
grípi til í því skyni að þau mistök sem
gerð hafa verið við úrlausn mála inn-
an Evrusvæðisins endurtaki sig ekki.
Fela tillögurnar meðal annars í sér að
stjórn sjóðsins og stjórnendur móti
verkferla sem dragi úr pólitískum
áhrifum á tæknilega greiningarvinnu
á vettvangi hans. Þá er einnig lögð
sérstök áhersla á að forsvarsmenn
sjóðsins tryggi að þeir verkferlar sem
þar eru við lýði sé fylgt og með því sé
tryggt að yfirlýstri stefnu sjóðsins sé
fylgt og ekki breytt án þess að vönduð
umræða fari fram um viðkomandi
breytingartillögu.
Áfellisdómur yfir AGS
AFP
Úttekt Christine Lagarde var skipuð framkvæmdastjóri AGS árið 2011 en fram að því hafði hún gegnt embætti
fjármálaráðherra Frakklands. Hér sést hún ráðfæra sig við Mario Draghi, seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu.
Skrifstofa sem fer með innra eftirlit sjóðsins gagnrýnir starfsemina harðlega
Grikkland, Portúgal og Írland fengu 80% alls lánsfjármagns sjóðsins 2011-2014
● Heildartekjur WOW air á fyrri helm-
ingi ársins voru 11,7 milljarðar og jukust
um 107% á milli ára. EBITDA á öðrum
ársfjórðungi nam 1,2 milljörðum og
jókst um 930 milljónir á milli ára.
Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórð-
ungi var 400 milljónir samanborið við
185 milljóna tap á öðrum ársfjórðungi
árið 2015.
Hagnaður félagsins á fyrstu sex
mánuðum ársins var 800 milljónir sam-
anborið við 465 milljóna króna tap árið
2015. „Við erum mjög ánægð með af-
komu félagsins á fyrri hluta ársins. Af-
koman batnar um rúma tvo milljarða
miðað við sama tímabil í fyrra þrátt fyr-
ir að við séum að fjárfesta mikið í
áframhaldandi vexti félagsins,“ segir
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi
WOW air, í tilkynningu.
Tveggja milljarða
viðsnúningur WOW air
30. júlí 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.09 119.65 119.37
Sterlingspund 156.65 157.41 157.03
Kanadadalur 90.41 90.93 90.67
Dönsk króna 17.775 17.879 17.827
Norsk króna 13.898 13.98 13.939
Sænsk króna 13.816 13.896 13.856
Svissn. franki 121.94 122.62 122.28
Japanskt jen 1.1499 1.1567 1.1533
SDR 165.77 166.75 166.26
Evra 132.23 132.97 132.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.5865
Hrávöruverð
Gull 1332.5 ($/únsa)
Ál 1598.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.53 ($/fatið) Brent
● Halli á vöruvið-
skiptum á fyrri árs-
helmingi var 63,2
milljarðar króna.
Er það mun meiri
halli en á sama
tímabili í fyrra,en
þá var hann 4,2
milljarðar. Þetta
kemur fram í nýj-
um tölum frá Hag-
stofunni. Vöruvið-
skiptajöfnuðurinn versnaði því um 59
milljarða milli ára.
Mestu munar um samdrátt í verð-
mæti vöruútflutnings, eða 57,9
milljörðum. Mestu munar um verðmæti
útfluttra sjávarafurða á fyrri árshelm-
ingi en það var 22,4% lægra en á sama
tímabili í fyrra.
Halli á vöruviðskiptum
vex ört á fyrri árshluta
Sjávarafli Virðið
dregst saman.
STUTT
Í skýrslunni kemur fram að innan sjóðsins hafi gagnrýni á evrusamstarfið
verið ýtt til hliðar og að starfið þar hafi á stundum einkennst af „sjálfs-
ánægju“ sem aftur hafi leitt til þess að menn hundsuðu hættumerki og
þau óveðursský sem hrönnuðust upp yfir efnahag sumra þeirra ríkja sem
aðild eiga að evrusamstarfinu. Þá hafi blindan gagnvart mögulegum veik-
leikum í efnahagskerfi Evrópu orðið þess valdandi að engar áætlanir voru
til hjá sjóðnum sem gerðu honum kleift að takast á við hremmingar á
borð við þær sem lönd eins og Grikkland lentu í.
Þá segir: „AGS var jákvætt á heilbrigði bankakerfis Evrópu og gæði
bankaeftirlits á meðal evruríkjanna allt þar til eftir að hin alþjóðlega fjár-
málakreppa skall á um mitt ár 2007. Mistökin birtust helst í því hversu
auðtrúa AGS var gagnvart friðþægingarorðum yfirvalda í viðkomandi
ríkjum og á vettvangi evrunnar.“
Þá skeri í augun sú staðreynd að í eftirliti með ríkjum innan evrusam-
starfsins hafi AGS yfirsést hættan á því að fjármagnsflæði myndi stöðv-
ast innan evrusvæðisins af völdum þess ójafnvægis sem tók að myndast
á efnahagslegri stöðu ríkjanna.
Skorti á gagnrýna hugsun
TÖLDU BANKAKERFI EVRÓPU STANDA TRAUSTUM FÓTUM