Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Biðlistar eftiraðgerðumhafa verið
allt of langir í ís-
lensku heilbrigðis-
kerfi. Í mars var
loks lýst yfir því að ráðist yrði í
að stytta biðlistana og sam-
kvæmt nýjum tölum frá Land-
lækni hefur tekist að ganga
verulega á þá.
Landlæknisembættið hefur
um árabil fylgst með biðlistum
eftir ýmsum aðgerðum. Hefur
árangur meðal annars náðst í
að stytta bið eftir aðgerðum við
brjósklosi, augasteina- og lið-
skiptum og aðgerðum vegna
kviðslits.
Í frétt í Morgunblaðinu í gær
kemur fram að nú þegar hafi
verið gerðar 226 hnéaðgerðir.
Allt árið 2014 voru aðeins gerð-
ar 227 slíkar aðgerðir. Í fyrra
voru aðgerðirnar aðeins 191 og
var það vegna verkfalla lækna
og annarra heilbrigðisstétta.
Stytting biðlistanna er allra
hagur. Þeir kunna að hafa orð-
ið til vegna þess að það átti að
spara, en frestun á lækningu er
líklegri til þess að leiða til auk-
ins kostnaðar fyrir þjóðfélagið
en sparnaðar þegar upp er
staðið. Sjúklingurinn þarf iðu-
lega aðhlynningu meðan hann
bíður eftir aðgerð, endurhæf-
ing er líklegri til að vera dýrari
og biðin getur getur að auki
leitt til vinnutaps.
Þá má ekki gleyma sjúkling-
unum sjálfum. „Langur biðtími
getur haft veruleg
áhrif á lífsgæði
fólks,“ segir Laura
Scheving Thor-
steinsson, verkefn-
isstjóri hjá Land-
læknisembættinu, í fréttinni í
Morgunblaðinu í gær. „Margir
þjást af verkjum og geta ekki
unnið á meðan þeir bíða.“
Þótt árangur hafi náðst í að
stytta biðlistana er langt frá
því að settu marki hafi verið
náð. Þótt hlutfall þeirra, sem
þurfa að bíða 30 daga eða leng-
ur eftir aðgerð, hafi minnkað
er það enn of hátt.
Athyglisvert er að árangur
átaksins er ekki aðeins að
þakka auknum fjárveitingum.
Helga Kristín Einarsdóttir,
fyrrverandi deildarstjóri
skurðstofa Landspítalans í
Fossvogi og núverandi verk-
efnastjóri yfir átakinu í að-
gerðum á hnjám og mjöðmum,
segir í fréttinni að dugnaður
starfsfólks hafi skipt mestu
máli. „Allir tóku þátt í átakinu,
alveg frá framkvæmdastjórn
niður í skúringafólk,“ segir
hún.
Takist að halda þessum
krafti í að stytta biðlistana
þannig að allir sjúklingar kom-
ist í aðgerðir innan viðunandi
tímamarka verður stigið stórt
skref í að leysa vanda heil-
brigðiskerfisins. Fyrir nokkr-
um mánuðum hefði það hljóm-
að eins og óskhyggja.
„Langur biðtími get-
ur haft veruleg áhrif
á lífsgæði fólks“}
Biðlistar styttast
Gríðarleg gróskaer í íslensku
íþróttalífi um þess-
ar mundir og er
nánast sama hvert
litið er. Heimurinn
fylgdist agndofa með frammi-
stöðu íslenska karlalandsliðsins
í fótbolta á Evrópumeistara-
mótinu í Frakklandi, kvenna-
landsliðið er við það að tryggja
sig inn á sama mót á næsta ári
þriðja skiptið í röð. Á sama tólf
mánaða tímabilinu kepptu
karlalandsliðin í körfubolta og
handbolta einnig á Evrópu-
mótum. Margar sýnu stærri
þjóðir teldu sig fullsæmdar af
að komast á Evrópumót í einni
af þessum greinum.
Þá má ekki gleyma frammi-
stöðu íslenskra íþróttamanna í
frjálsum íþróttum og sundi.
Vekur undrun þeirra, sem til
þekkja á alþjóðlegum vett-
vangi, hversu margir íþrótta-
menn í fremstu röð koma frá Ís-
landi.
Nú á að gera bragarbót á
þessu. Í fyrradag var undirrit-
aður samningur milli ríkisins
og íþróttahreyfingarinnar um
mikla aukningu fjárframlaga til
afrekssjóðs Íþróttasambands
Íslands. Verður
upphæðin ferföld-
uð á næstu þremur
árum. Sagði Lárus
Blöndal, forseti
ÍSÍ, að sam-
komulagið væri bylting.
Það vill gleymast þegar ár-
angur næst í íþróttum að hann
var ekki fyrirhafnarlaus.
Íþróttamenn þurfa að leggja á
sig gríðarlegt erfiði og færa
fórnir án þess að fá mikinn
stuðning.
Til marks um ólíkan stuðning
er að danska karlalandsliðið í
handknattleik fékk 145 millj-
ónir til að búa sig undir Ólymp-
íuleikana 2012, en það íslenska
10 milljónir, að því er fram kom
í Morgunblaðinu í gær. Þar var
einnig vitnað í Rögnu Ingólfs-
dóttur badmintonspilara, sem
við undirritun samningsins
lýsti harki sínu til að geta
stundað íþróttina og sagði að
sennilega hefði hún misst af
einum Ólympíuleikum vegna
fjárskorts. Með þessu sam-
komulagi ætti íþróttamönnum
að vera auðveldað að búa sig
undir stórmót án þess að hafa
áhyggjur af því hvort þeir eigi
til hnífs og skeiðar.
Aukin framlög til af-
rekssjóðs ÍSÍ gætu
breytt miklu}
Létt undir með afreksmönnum
N
okkuð ber á gagnrýnisröddum
þessa dagana sem telja að auk-
inn straumur ferðamanna til
landsins sé farinn að hafa nei-
kvæð áhrif á miðborg Reykja-
víkur. Er þar ekki síst vísað til fjölgunar hót-
ela og gististaða og verslana sem kenndar eru
við blessaðan lundann sem ég get ekki séð að
hafi unnið sér nokkuð til óhelgi, alltént ekki
svo að hann sé notaður sem uppnefni í gagn-
rýni á verslunarmenninguna í landinu. Þá vísa
gagnrýnendur einnig til þess að vart sé Ís-
lending að sjá á ferli í miðborginni og að sá óg-
urlegi fjöldi útlendinga sem leggur leið sína
um Laugaveg og hliðargötur út frá honum,
valdi því að „íslensk stemmning“ eða „and-
rúmsloft“ sé með öllu horfið af svæðinu.
Vissulega hefur hin ört vaxandi atvinnu-
grein sem ferðaþjónustan er, haft mikil áhrif á samsetn-
ingu þess hóps sem saman er kominn í miðborginni á
hverjum tíma og atvinnulífið á svæðinu hefur einnig tekið
breytingum og lagað sig í auknum mæli að þeim tækifær-
um sem ferðaþjónustan býr til. Hins vegar er það einfald-
lega ekki réttmæt gagnrýni að miðborgin verði einsleitari
fyrir vikið. Aldrei fyrr hafa jafnmargir veitingastaðir,
kaffihús og verslanir verið í rekstri á svæðinu að ótalinni
allri þeirri þjónustu sem einnig hefur skotið upp kollinum
á síðustu misserum og miðar að því að þjónusta ferðamenn
sem leggja leið sína til Íslands.
Þróunin hefur reyndar leitt til þess að ýmis rótgróin og
þekkt fyrirtæki hafa hopað fyrir öðrum en þar er
um þróun að ræða sem í flestum tilvikum er
óhjákvæmileg í ljósi þeirrar lýðfræðilegu breyt-
ingar sem orðið hefur á svæðinu. Mörg af hinum
rótgrónu fyrirtækjum aðlaga sig breyttum að-
stæðum og munu eflaust standa styrkari fótum
eftir. Má í því sambandi nefna elsta bakarí lands-
ins, Bernhöftsbakarí, og einnig Tösku- og
hanskabúðina. Staðreyndin er sú að rótgrónu
fyrirtækin sem að mestu hafa einblínt á þjónustu
við Íslendinga, geta nú einnig sótt tekjur í þjón-
ustu við ferðalanga langt að komna. Þar þurfa
rekstraraðilar að grípa tækifærin í stað þess að
hopa undan sókn nýrra fyrirtækja á svæðinu.
Ekki geri ég lítið úr því að ásýnd miðborgar-
innar hafi breyst. Þar er allt krökt af fólki sem
sækir Reykjavík heim sem ferðalangar. En hin
aukna þjónusta og fjölbreytileikinn í henni virð-
ist einnig draga Íslendinga meira í miðbæinn. Þar er margs
að njóta. Munurinn er sá að fjölbreytnin er meiri og nú get-
um við Íslendingar notið þess sem boðið er upp á í sam-
félagi við fólk frá öllum heimshornum. Það er ánægjuefni
fremur en hitt.
Þá er ekki hjá því komist að nefna annan fylgifisk þess
mikla uppgangs sem einkennir flestan rekstur í miðbæn-
um. Aukin umsvif, meiri tekjur og hækkandi fasteignaverð
hefur leitt til þess að eigendur fasteigna eru tilbúnir til að
leggja aukið fjármagn í viðhald eigna sinna. Miðborgin
verður fallegri með hverjum deginum.
ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Miðborg Reykjavíkur iðar af lífi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
ÍMorgunblaðinu á fimmtudagvar fjallað um fornleifauppgröftvið bæinn Keflavík í Hegranesií Skagafirði, en þar kom í ljós
að steinum hafði verið komið fyrir í
gröfum kirkjugarðsins.
Fram kom í viðtali við Guðnýju
Zoëga, mannabeinafræðing og deild-
arstjóra fornleifadeildar Byggðasafns
Skagfirðinga, að kirkjugarðurinn
hefði verið tekinn í notkun skömmu
eftir kristnitöku, um árið 1000, og ver-
ið í notkun fram á fyrstu áratugi 12.
aldar.
Að sögn Guðnýjar er uppgröftur-
inn enn í gangi og öll úrvinnsla og túlk-
un gagna því enn á frumstigi. Ekki
verði hægt að álykta um niðurstöð-
urnar fyrr en í vetur í fyrsta lagi.
Svipuð notkun steina til að
merkja grafir er þekkt úr samtíða
kirkjugörðum hérlendis, t.a.m.í
kirkjugarðinum að Þórarinsstöðum í
Seyðisfirði. Hins vegar er víðtæk lagn-
ing steina í graffyllingar og ofan á
kistur nokkurt nýnæmi og virðist sem
steinar hafi haft mikilvægu hlutverki
að gegna við greftrun í kirkjugarð-
inum í Keflavík í Hegranesi.
Til varnar afturgöngu?
Að sögn Sigurðar Ægissonar,
sóknarprests á Siglufirði og þjóðfræð-
ings, er erfitt að segja nákvæmlega til
um hvernig sá siður sé tilkominn að
leggja steina í grafir. Þó séu til fræði-
kenningar um slíkt, til dæmis kenn-
ingar rúmenska fræðimannsins Mir-
cea Eliade.
„Hugmynd hans var að steinninn
hafi átt að koma í veg fyrir að viðkom-
andi gengi aftur, sálin festist í stein-
inum. Það væri upprunalega hug-
myndin á bak við legsteininn sem er
auðvitað löngu gleymd núna. Nú er að-
allega litið á steininn sem efni sem
endist o.s.frv.,“ segir hann.
Sigurður bætir þó við að Eliade
hafi ekki verið óumdeildur fræðimað-
ur á sínum tíma.
Hvítir steinar við stóðarholur
Guðný segir að auk þess sem
steinar hafi verið lagðir ofan á kistur,
sérstaklega á höfuð- eða fótendum,
hafi þeim einnig verið komið fyrir í
gröfum við höfuð þeirra sem ekki voru
grafnir í kistum.
„Steinar, og stundum torf, hafa
verið notaðir til að skorða af höfuð
hinna látnu jafnt fullorðinna sem
barna. Það hefur líklega tengst því að
menn hafa átt að horfa mót austri á
hinsta degi. Í nokkrum gröfum hafi
einnig fundist steinar ofan við höfuð
ungbarna,“ segir hún.
Aðspurð um skyldleika við siði
nágrannalandanna, segir Guðný að
sams konar notkun steina hafi tíðkast
í Skandinavíu, á Írlandi, í Skotlandi
og á Englandi.
„Við finnum líka nokkuð af hvít-
um steinum í gröfum í garðinum, en
hvítir steinar fundust líka við allar
fjórar hornstoðir kirkjunnar. Við höf-
um fundið sams konar hvíta steina í
öðrum görðum sem við höfum rann-
sakað,“ segir Guðný og bætir við:
„Steinar hafa greinilega ein-
hverja sérstaka þýðingu í frum-
kristnum greftrunarsiðum, en auk
þess má nefna að sérstakir altaris-
steinar voru notaðir í ölturum,“ segir
hún en áréttar þó að of snemmt sé að
álykta um niðurstöðurnar.
Steinar skipuðu stór-
an sess í greftruninni
Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga
Beinagrind Grjóthnullungar fundust m.a. við höfuð þeirra látnu.
Enn eimir eftir af fornum siðum
í guðsþjónstu. Þannig eru lík-
kistur jafnan bornar út úr kirkj-
unni þannig fætur hins látna
fari á undan og höfuðið fylgi.
Einn þeirra siða sem ekki er
iðkaður lengur er að áður var
líkkistan borin þrjá hringi sól-
arsinnis kringum kirkjugarðinn
eða kirkjuna áður en hún var
grafin í jörðu.
Þessa má þó enn sjá stað í út-
förum dagsins í dag, en þá er
kistunni snúið sólarsinnis inni í
kirkjunni áður en hún er borin
út, en oftast er sérstakur snún-
ingsfótur notaður til þess.
Kistan borin
þrjá hringi
GAMLIR SIÐIR ENN VIÐ LÝÐI