Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík Íslenska sveitin sem teflir á Ól- ympíumóti ungmenna 16 ára og yngri í Poprad í Slóvakíu var í 18. sæti með 9 stig og 19 ½ vinning af 32 mögulegum fyrir lokaumferð mótsins sem fram fór í gær. Eftir erfiða byrjun í fyrstu fjórum um- ferðum mótsins fóru hjólin að snú- ast og í sjöundu umferð vann sveitin Hong Kong 3:1 og síðan Belga 3 ½: ½. Alls eru tefldar níu umferðir og nýtt stórveldi skákarinnar virðist vera að koma fram: Íranir. Þeir hafa þegar tryggt sér ólympíu- gullið með 15 stig, í 2. sæti koma Rússar og Armenar í 3. sæti. Í lokaumferðinni dróst Ísland á móti sterkri sveit Moldavíu. Fyrirkomulag mótsins er nýtt; fimm í sveit þar af ein stúlka en teflt er á fjórum borðum. Vara- maður sveitarinnar, Svava Þor- steinsdóttir, er að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi, hún vann sannfærandi í fyrstu umferð og byggði upp góðar stöður í næstu tveim skákum en tapaði. Vignir Vatnar Stefánsson sem er 13 ára gamall hefur teflt vel og er með 4 ½ vinning af sjö mögu- legum. Bárður Örn Birkisson er einnig með 4 ½ vinning af sjö á 2. borði. Björn Hólm hefur hlotið 3 ½ vinning af átta og Hilmir Freyr Heimisson er í banastuði; eftir jafntefli í tveim fyrstu umferð- unum vann hann fimm skákir í röð, 6 vinningar af sjö mögulegum á 4. borði! Þátttökuþjóðirnar eru 54 talsins og Íslandi var fyrirfram raðað í 32. sæti. Indland verður vettvang- ur Ólympíumóts 16 ára og yngri árið 2017 samkvæmt mótaáætlun FIDE. Niðurstaða þessa móts er í takt við stöðu Íslands á alþjóðavett- vangi meðal ungra skákmanna og talsvert betri ef eitthvað er. Hjörvar við toppinn í Kaupmannahöfn Íslenskir skákmenn sitja einnig að tafli í Kaupmannahöfn þar sem fram fer hið svonefnda Xtracon- mót sem hét áður Politiken cup. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson gerði jafntefli í sjö- undu umferð og var með 5 ½ vinn- ing í toppbaráttunni en Egyptinn Amin Bassem er efstur með 6 ½ vinning. Á opna tékkneska meist- aramótinu í Pardubice í Tékklandi bar helst til tíðinda að Oliver Aron Jóhannesson vann stórmeistarann Jansa í fjórðu umferð. Oliver Aron og Dagur Ragnarsson eru báðir með 3 ½ v. af sjö mögulegum og voru að ná árangri umfram vænt- ingar í A-flokknum þar sem Ar- meninn Movsesian og Indverjinn Ganguly voru efstir. Magnús Carlsen sigraði með yfirburðum Magnús Carlsen vann hið sterka mót í Bilbao á Spáni sem lauk um síðustu helgi. Gefin voru þrjú stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli og lokaniðurstðan var þessi: Carlsen 17 stig, 2. Nakamura 12 stig, 3. – 4. So og Wei Yi 11 stig, 5. Karjakin 9 stig, 6. Giri 7 stig. Heimsmeistarinn á síðasta orðið. Andstæðingi hans virðist standa stuggur af nálega öllum leikjum Magnúsar, saklausum peðsleikjum eins 9. a3 og 10. b4. Og svo kemur hrina snilldarleikja, 17. De1, 18. Rd2, 19. Rc4. So leggur niður vopnin þegar hann stendur frammi fyrir mátsókn: Bilbao 2016; umferð: Magnús Carslen – Wesley So Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. De2 De7 7. Rbd2 Bg4 8. h3 Bh5 9. a3 Rd7 10. b4 Bd6 11. Rc4 f6 12. Re3 a5 13. Rf5 Df8 14. bxa5 Hxa5 15. O-O Df7 16. a4 Rc5 17. De1 b6 18. Rd2 Hxa4 19. Rc4 Bf8 20. Be3 Kd7 21. Dc3 Rxe4 22. Rxb6+ cxb6 23. dxe4 Dc4 24. Dd2+ Kc7 25. g4 Bg6 26. Hfd1 - og svartur gafst upp. Hilmir Freyr vann fimm í röð á ÓL 16 ára og yngri Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Það var í mars sem hringt var í mig frá DV og spurt hvort ég vildi blaðið frítt í 3 mánuði. Ég var treg til þess enda kaupi ég Morgun- blaðið, en lét samt tilleiðast. Í maí var tvívegis hringt í blaðið og ósk- að eftir því að hætta að senda mér blaðið en það kemur enn. Svo fæ ég rukkun um mánaðargjald með dráttarvöxtum fyrir júní og á ég líka að borga mánaðarlega til fyrsta september því ég fékk blaðið frítt á undan. Ég veit um fjórar konur hér sem fengu þetta tilboð eins og ég, en við erum allar á ní- ræðisaldri. Þær lenda sennilega í sömu málum og ég með þetta. Er hægt að koma svona fram við gam- alt fólk? Guðlaug Vagnsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Losna ekki við DV Morgunblaðið/Sverrir Blaðið DV Bréfritari er ekki sáttur við framkomu í sinn garð. Kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski frá Hafnarnesi VER, sem nemur 1.600 þorsk- ígildistonnum, eru váleg tíðindi fyrir Þorlákshöfn. Þau eru váleg tíðindi fyr- ir öll sveitarfélög, sem ekki eru heimastöðvar kvótasterkra útgerðar- fyrirtækja með ríkuleg- ar aflaheimildir í bæði bolfiski og uppsjávarstofnum. Fyrr á árinu keypti Skinney/ Þinganes Auðbjörgu í Þorlákshöfn og með þeim kaupum hurfu 1.800 þorsk- ígildistonn úr byggðarlaginu, þannig að blóðtakan á þessu ári er gríðarleg. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum keypti Meitilinn í Þorlákshöfn 1991 og lofaði að fiskvinnslan í sveitarfélaginu yrði efld. Fram til þess tíma hafði bol- fiskvinnsla gengið ágætlega þrátt fyrir nokkurn skort á hráefni. Vinnslustöð- inni hafði gengið síður í bolfiskvinnslu. Ekki leið á löngu þar til Vest- mannaeyingum fannst ófært að kvóti þeirra væri unninn í Þorlákshöfn og lyktir þeirra mála urðu að Frostfiskur keypti fiskvinnslu Meitilsins. Eftir aldamót var skráning skipa Meitilsins flutt til Eyja og þau auðkennd VE. Kvóti Meitilsins er þar með kominn til Eyja. Staðan er því sú að allur kvóti er far- inn frá Þorlákshöfn, að slepptum þeim kvóta sem Þormóður rammi hefur yfir að ráða. Stærsti vinnustaðurinn er Frostfiskur sem á engan kvóta og býr við mun hærra hráefnisverð en kvótas- terku fyrirtækin, sem í skjóli ríkisins landa afla til eigin vinnslu á allt að helmingsafslætti frá fiskmarkaðsverði, sem kvótalausar vinnslur þurfa að greiða. Síðan koma þessi kvótasterku fyrirtæki á kauphliðinni inn á fisk- markaði og greiða þar mun hærra verð en þau miða við í skiptum til eigin sjó- manna. HB Grandi hefur t.a.m. verið stærsti kaupandi ufsa og hefur verið að færast í aukana í kaupum á þorski eftir að fiskvinnslan á Akranesi var stækk- uð. Ekkert lært af Borgunarmálinu Allt gerist þetta í skjóli ríkisins og ríkisbankans, Landsbankans. Bank- inn hefur verið leiðandi í sjávarútvegi og beitt afli sínu til að ganga milli bols og höfðuðs á smærri fyrirtækjum í sjávar- útvegi í þágu hinna stærri. Stjórnendur Landsbankans hafa greinilega ekkert lært af Borgunarsölunni, sem rýrði bankann trausti svo að ríkis- stjórnin varð að hverfa frá áformum um sölu á hlut sínum í bankanum á þessu ári. Eftir að upp komst um Borgunar- hneykslið lofuðu stjórn- endur bankans að stærri eignasölur yrðu framkvæmdar í opnu útboðs- ferli. Kvótasalan frá Þorlákshöfn sýnir að ekkert hefur breyst. Bankinn af- hendir völdum gullkálfum þessar aflaheimildir til þess að verja sín eigin veð. Engar forsendur eru fyrir hárri verðlagningu á aflaheimildum í um- hverfi þar sem íslensk útflutningsfyr- irtæki standa frammi fyrir sterkri, handstýrðri krónu og löskuðum mörkuðum í mörgum löndum sem eru svo til lokuð vegna mikils falls gjaldmiðla. Bankinn ver óeðlilega verðlagn- ingu á kvóta sem stimplar alla út aðra en hina sterku, sem hafa stuðning bankans og fá afskriftir eftir þörfum án þess að missa tangarhald á fyrir- tækjum sínum og framleiðslu- tækjum. Það eru nefnilega engar rekstrarlegar forsendur fyrir kaup- um á kvóta á því verði sem Lands- bankinn heldur uppi. Það virðist ekki skipta máli og tilgangurinn helgar meðalið. Markmiðið er samþjöppun sem skaðar þjóðarbúið í heild. Hagn- aðurinn af uppsjávarveiðum er not- aður til að safna bolfiskkvóta á örfáar hendur. Þessi skollaleikur í skjóli ríkisins og ríkisbankans leiðir til þess að fisk- markaðir eru sveltir. Alvarlegur skortur er á verðmætasta bolfiskafl- anum því stóru útgerðirnar halda honum fyrir sínar eigin vinnslur. Samkeppnismismunun í boði ríkisins Það er við þessar aðstæður sem Frostfiskur hefur frá 1998 verið stærsti atvinnuveitandinn í Þorláks- höfn með að meðaltali 120 manns í vinnu. Frostfiskur er dæmigert aðild- arfélag innan Samtaka fiskfram- leiðenda og útflytjenda (SFÚ). Fyr- irtækið kaupir sitt hráefni á fiskmörkuðum og sinnir kröfuhörð- ustu viðskiptavinum í Evrópu og Am- eríku, sem borga hæsta verðið og krefjast mestu gæða, fullkomins af- hendingaröryggis og nákvæmra stærða. Í mörgum byggðarlögum hafa SFÚ-fyrirtæki stigið inn sem at- vinnuveitendur eftir að stórútgerðin hvarf á braut með kvótann. Þrátt fyrir að Frostfiskur og sam- bærileg fyrirtæki víðar um landið framleiði verðmætustu sjávarafurðir, sem framleiddar eru hér á landi, er ekki rekstrarlegur grundvöllur fyrir kvótakaupum fyrirtækja sem þurfa einatt að keppa við önnur sem fá hrá- efnið á lægra verði og betri kjör og þjónustu í bankanum. Kosningamál Hvað gerist ef Frostfisksbræður og fleiri athafnamenn víða um landið gefast upp á óréttlætinu og loka? Ætlar þá Landsbankinn að koma til hjálpar í byggðarlögum, sem komast á vonarvöl? Eða skiptir fólkið í land- inu engu máli? Ríkisstjórnin styður þetta óréttláta og óhagkvæma kerfi. Mikilvægt er að stjórnarandstaðan leggi sín spil á borðið því fiskveiðistjórnunin verður eitt af stóru kosningamálunum í kom- andi þingkosningum. Við Íslendingar getum ekki státað af besta fiskveiði- stjórnunarkerfi í heimi á meðan kerf- ið mismunar fyrirtækjum og byggð- arlögum, og alls ekki á meðan kerfið kemur í veg fyrir að þjóðin njóti há- marksafraksturs af nýtingu sameig- inlegrar auðlindar. Er ekki mál að linni? Eftir Ólaf Arnarson »Þrátt fyrir Borg- unarhneykslið af- hendir Landsbankinn vildarviðskiptavini nær allan kvóta Þorlákshafnar fyrir luktum dyrum. Ólafur Arnarson Höfundur er hagfræðingur og hefur starfað að verkefnum fyrir Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.