Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 24

Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 ✝ Auður Stefáns-dóttir fæddist á Hamri í Hamars- firði 27. október 1925. Hún andaðist á dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, 7. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Jónína Sigurðardóttir, f. 1891, d. 1969, og Stefán Stefánsson, f. 1891, d. 1975. Bræður Auðar voru: 1) Aðalsteinn, f. 1917, d. 2001, 2) Ásgeir, f. 1919, d. 2007, 3) Stef- án, f. 1930, d. 2014. Eiginmaður Auðar var Birg- ir Ari Einarsson, fyrrverandi skólastjóri á Breiðdalsvík, f. 11. apríl 1928, d. 29. maí 2016. Börn þeirra eru: 1) Anna Mar- grét, f. 1960, 2) Einar Heiðar, f. 1962, 3) Jónína Björg, f. 1966, maki Hermann M. Arn- þórsson, f. 1966. Börn: a) Birg- ir Jónsson, f. 1984, maki Jó- hanna Rut Stefánsdóttir, f. 1986. Börn þeirra eru Gunn- hildur Anna, f. 2009, og Hákon Hrafn, f. 2014. b) Aðalheiður Kristín Hermannsdóttir, f. 1987, sambýlismaður Daniel Senese, f. 1985. c) Arnþór Ingi Hermannsson, f. 1988, sam- býliskona Karítas Ósk Valgeirsdóttir, f. 1994. Barn þeirra er Hlynur Logi, f. 2014. d) Auður Hermanns- dóttir, f. 1993, sambýlismaður Pétur Viðarsson, f. 1982. Auður ólst upp á Hamri í faðmi stór- fjölskyldunnar fyrstu æviárin en fluttist með foreldrum sínum og bræðrum að Fagradal í Breiðdal vorið 1935. Hún naut almennrar far- skólakennslu en veturinn 1946- 1947 lá leiðin í húsmæðraskól- ann að Staðarfelli í Dölum. Auður var um tíma á Akureyri þar sem hún gætti barna og vann í fataverksmiðju Gefjun- ar. Hún starfaði við mötuneyti Staðarborgarskóla í Breiðdal um skeið, rak sumarhótel í Staðarborg, ásamt fleirum, í nokkur sumur og vann í fiski í mörg ár auk þess að vera hús- móðir á gestkvæmu heimili. Síðasta árið dvaldist Auður á dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Útför Auðar fer fram frá Heydalakirkju í Breiðdal í dag, 30. júlí 2016, klukkan 14. Elsku besta amma. Þegar við sátum saman upp frá fyrir tveim- ur mánuðum að skoða myndir af mér með ykkur afa gat ég ekki ímyndað mér að mánuði síðar hefðir þú sameinast honum að nýju. Mér datt þó helst í hug að hann gæti ekki hafa verið lengur án þín en í þennan mánuð sem leið frá því að hann kvaddi. Þegar við skoðuðum þessar myndir rifj- uðum við um leið upp ótal minn- ingar af ferðalögunum sem við fórum í saman og þótt það væru kannski 20 ár síðan þau höfðu verið farin gast þú lýst þeim eins og þau hefðu verið farin daginn áður. Ég hef yfirleitt verið talinn hafa gott minni, sem ég fæ líklega frá þér, en ég hef samt ekki tærn- ar þar sem þú hafðir hælana. Þú mundir allt sem þú last og gast rakið ættir og lífshlaup fólks sem þú hafðir kannski aðeins lesið eina grein um í blaðinu. Ég hugsaði oft að ef þú hefðir haft kost á að ganga menntaveg- inn hefðir þú farið alla leið þar og skapað þér enn meiri frama utan veggja heimilisins. Hlutskipti þitt innan veggja heimilisins var ekki síður mikilvægt og það sem ég minnist hvað best. Þú passaðir alltaf upp á að ég væri vel til fara og síðan var afar mikilvægt að ég fengi nóg að borða. Ég vandist því aldrei að sofa lengur en fram að hádegi í fríum þar sem ég þurfti að vera vaknaður til að borða hádegismat sem var eldað- ur í hverju einasta hádegi. Síðan var passað upp á að maður fengi eitthvað með kaffinu og yfirleitt var kvöldmatur líka. Þegar ég var kominn í menntaskóla og síð- an suður í háskóla passaðir þú að hafa alltaf eitthvað sem mér þætti gott að borða þegar ég kom heim í fríum. Ég get sagt að ég hafi aldrei fengið eins góðan mat og bakstur og þann sem þú gerðir og var ekki einn um þá skoðun. Ég man eftir því þegar þú fékkst til þess að selja flatbrauðið þitt á útimarkaðnum þá seldist það yf- irleitt upp sama hversu mikið var gert. Ég man svo vel eftir því þegar ég hafði setið með þér kvöldið fyrir, þar sem þú pakk- aðir flatbrauðinu og ég setti merkimiðana á það. Þú lagðir þó ekki bara áherslu á að ég fengi að borða því þú lagð- ir alla tíð hart að mér að standa mig vel í skóla. Það gekk þó brös- uglega á tímabili þar sem ég veit að þú varðst fyrir vonbrigðum en síðan rétti ég mig við aftur og þú varst mjög stolt af mér síðustu ár þótt þú hafir ekki haft mörg orð um það. Þú varst lítið fyrir að segja þína skoðun á mönnum og málefnum og til dæmis vildirðu aldrei segja mér hvað þú kysir í kosningum. Það var ekki fyrr en eftir forsetakosningarnar í sum- ar sem þú sagðir að okkar maður hefði unnið. Elsku amma, ég gæti ekki ver- ið þakklátari fyrir að hafa verið alinn upp af ykkur afa. Þið kennduð mér svo margt sem ég á eftir að búa að alla ævi. Ásamt öllum góðu siðunum má nefna góða íslensku og áhuga á landa- fræði og sögu. Þú kenndir mér líka það hugarfar sem einkenndi þig sem er að hugsa vel um þá sem eru í kringum sig og líta allt- af fram á veginn þótt eitthvað slæmt gerist. Ég veit ekki um neina manneskju sem er harðari af sér en þú varst. Ég veit að þið afi fylgist saman með okkur og þú passar vel upp á hann. Þinn Birgir. Elsku amma og afi. Það er svo margt sem hægt er að minnast. Minningar um elsku- leg hjón sem voru alltaf svo góð við litla pattaralega ömmu- og afastrákinn sinn. Þið kennduð mér svo margt og leiðbeinduð mér í gegnum bernskuárin, þeg- ar ég var að ana út í einhverja vit- leysu. Minningarnar eru allar svo fal- legar og góðar. Minningin um all- ar símhringingarnar sem mér þóttu stundum vera of margar, afi minn, eru af hinu góða. Ég veit að þú meintir vel með þeim og þú varst bara að hugsa um krakkana sem þér þótti svo vænt um. Ég minnist bílferðanna sem við áttum inn í sveit og eru mér mjög kærar, þar sem þú leyfðir mér að æfa mig að keyra á gömlu Lödunni, var ég ekki nema 10-12 ára býst ég við, en allt er leyfilegt í sveitinni. Einnig eru vitjanirnar í netin út á Meleyri mjög minn- isstæðar. Oftar en ekki var sil- ungur í netinu og fórum við með aflann heim til ömmu sem gerði að honum og verkaði. Þú varst alltaf svo dugleg amma mín, tilbúin með matinn í hádeginu handa liðinu og stóðst þína vakt í eldhúsinu frá morgni til kvölds. Ég skil ekki hvernig þú fórst að þessu öllu saman. Þegar fólk bar að dyrum varstu farin inn í eld- hús að græja kræsingarnar á borðið og var þetta yfirleitt stærðarinnar hlaðborð sem eng- inn mátti yfirgefa fyrr en hann væri að minnsta kosti búinn með þrjá diska. Skipti það ekki máli hvernig þú varst upplögð, alltaf stóðstu fyrir þínu. Ég minnist þess að þegar ég fór heim frá ykkur þá sendir þú mig alltaf með kleinur eða köku með mér í „nesti“, eins og þú varst vön að kalla það, því ekki mátti litli patt- aralegi drengurinn svelta. Þið voruð alltaf svo hreinskilin og góð hjón og verður ykkar sárt saknað af öllum þeim sem þið tengdust vinaböndum í gegnum tíðina. Ég á eftir að sakna sam- verustundanna okkar saman. Þegar ég og þú, afi, þrættum um alls konar málefni sem snerust í hausnum á mér og þegar þú, amma, sast við eldhúsborðið og leystir krossgátur á meðan ég sat og drakk kalda mjólk og borðaði heitar kleinur. Núna eruð þið komin á betri stað og veit ég að ykkur líður vel. Beddinn á sínum stað og eldavél- in örugglega ekki langt undan. Ykkar Arnþór (Addi). Auður kvaddi snöggt á góðum sumardegi aðeins rúmum mánuði á eftir eiginmanni sínum. Í okkar fjölskyldu var sjaldan talað um annað þeirra nema nefna þau bæði enda voru þau hjón sam- rýnd en þó á margan hátt ólík. Þau sýndu hvort öðru virðingu og áttu farsælt hjónaband. Við sem yngri erum gætum gert heiminn betri ef við tileinkuðum okkur mannkosti þeirra hjóna, eða gildi eins og nú er stundum talað um. Auður var gædd gáfum á mörg- um sviðum, fróð og minnug. Heimili þeirra Birgis var gest- kvæmt og þegar gesti bar að garði voru þjóðmálin rædd. Eig- inmaður hennar hafði sterkar skoðanir, hún hafði ákveðnar skoðanir sem hún setti fram á hæverskari hátt. Okkur er minn- isstætt hversu vel hún var inni í þjóð- og dægurmálum og setti okkur yngra fólkið á gat í um- ræðu um t.d. íslenskar hljóm- sveitir sem væru að gera það gott úti í heimi. Auður var víðlesin, fylgdist vel með fjölmiðlum alla tíð og með „límheila“ eins og það er stundum kallað í dag og gaf lít- ið eftir þrátt fyrir að vera komin á tíræðisaldur. Nú síðast í erfi- drykkju eiginmanns síns rifjaði Auður upp ýmis minningabrot og örnefni í sveitinni sem hún ólst upp í fyrstu æviárin, en sagðist nú lítið muna samanborið við bróður sinn, Ásgeir. Auður var ákaflega gestrisin og bar á borð fallegustu og bestu kræsingar sem þekkjast. Hin síðari ári var hvergi slakað á þegar gesti bar að garði, þrátt fyrir að líkaminn væri orðinn þreyttur. Auður studdi sig við hækju og borðbrún og dró fram allar tegundir. Ekki skipti máli þó að gesti bæri óvænt að eða hvaða árstíð væri. Auður virtist ávallt eiga birgðir af góð- gæti handa öllum, hún vissi hvað börnunum og Birgi þótti best og okkur öllum hinum. Flest af því sem var borið á borð þurfti tals- verðrar fyrirhafnar við en það stöðvaði ekki Auði. Napóleons- kökur, gyðingakökur, heimsins besta flatbrauð (sem þau bökuðu saman hjónin) og fleira var töfrað fram við minnsta tilefni. Við vor- um sennilega ansi mörg sem höfðum matarást á Auði og því ekki skrýtið að ein fyrsta minn- ing bróður míns sé tengd veislu- höldum og að telja kökurnar sem Auður bakaði fyrir erfidrykkju tengdaföður síns í Hamri. Þó það væri líf hennar og yndi að taka á móti gestum og fólkinu sínu voru viðfangsefnin mörg. Auður var mjög fróð um land og þjóð, frændrækin, barngóð og bar mikla virðingu fyrir börnum. Hún var dýravinur eins og bræð- ur hennar. Auður hugsaði vel um foreldra sína og bræður eftir að hún fluttist frá Fagradal. Allt lék í höndum hennar og var hún hörkudugleg til vinnu utan heim- ilis þegar hún hafði tök á að sinna því. Auður hafði fallega rithönd allt fram á síðasta dag. Jólakortin sem hún skrifaði verða varðveitt á mínu heimili og sýna ákveðna fullkomnun sem hægt er að ná í þeirri list, sem ber kannski vott um þann metnað, vandvirkni og alúð sem Auður lagði í verk sín. Við erum mörg sem erum þakk- lát fyrir frændsemi og vináttu þeirra hjóna og kveðjum þau með virðingu og miklum söknuði. Við systkinin og fjölskylda sendum börnum Auðar og Birgis og öðr- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigrún (Sirra) og fjölskylda. Kær vinkona, Auður Stefáns- dóttir frá Fagradal í Breiðdal, er fallin frá á 91. aldursári, aðeins fjórum vikum eftir að maður hennar, Birgir Einarsson, var borinn til grafar. Kallið kom snöggt, en í stíl við þessa ein- stöku konu, sem vildi aldrei láta hafa fyrir sér heldur fórnaði sér fyrir aðra alla tíð. Í mínum aug- um var Auður hetja, sem fannst hún aldrei gera nógu vel við aðra, hvort sem það var fjölskylda hennar, bræður og aðrir ættingj- ar eða stór vinahópur. Í minning- unni sitja eflaust lengst innilegar móttökur í hvert skipti sem við hittumst, óðara var ráðist í að bera fram góðgjörðir og ósjaldan hringdi hún og sagðist vera búin að elda mat og hvort ég vildi ekki skreppa yfir. Gestrisni Auðar og elskulegs manns hennar átti sér engin takmörk. Þau nutu sín best þegar þau gátu veitt gestum sín- um háum sem lágum veitingar og hlýju sem nóg var til af hjá þeim. Auður var afar vel gefin, var stálminnug fram til síðasta dags, las mikið og mundi allt sem hún las. Á fyrri hluta síðustu aldar átti alþýðufólk ekki kost á að ganga menntaveginn, jafnvel þótt geta og áhugi væri til staðar. Þannig var það með Auði en hún fór þó í húsmæðraskóla á yngri árum og bjó að þeirri reynslu æ síðan. Þegar ég heimsótti hana í síð- asta sinn á hjúkrunarheimilinu Uppsölum viku fyrir andlátið lá hún í rúmi sínu og var að lesa Heima er best þegar ég kom. Við spjölluðum lengi saman, hún hlakkaði mikið til að hitta frænku sína sem búsett er í Kanada en hugðist koma heim til að halda upp á stórafmæli hér. Þegar Auð- ur sagði frá þessu ljómaði hún af tilhlökkun og sagðist ætla að vera með Hrönn heima í Fagradal í nokkra daga. Leitt er að ekki varð af þessum endurfundum en Hrönn var Auði afar kær og talaði hún oft um hana. Í minningargrein um Birgi sagði ég: Allir voru ætíð vel- komnir til þeirra hjóna og var ekki laust við að manni fyndist stundum ótrúlegt hvað þau gátu gefið mikið af sér. Þetta átti jafn- vel enn frekar við Auði, sem virt- ist óþreytandi og fannst hún aldr- ei veita nógu vel. Umhyggja fyrir fjölskyldunni, eiginmanni, börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum, var ómæld en einnig voru heimsóknir hennar í Fagradal til bræðra hennar mikilvægar og ekki lá hún þar á liði sínu við að aðstoða þá á allan hátt. Auður fór ekki varhluta af heilsubresti, um sextugt lær- brotnaði hún og fór í aðgerð sem mistókst og leiddi til þess að hún þurfti að fara fjórum sinnum í lið- skipti á mjaðmarlið og fyrir rúmu ári lærbrotnaði hún, en þessi sterka kona komst aftur á fætur og sýndi þar ótrúlegan viljastyrk og elju. Hún missti heyrn á öðru eyra fyrir mörgum árum og háði það henni, ekki síst þar sem heyrn á hinu eyranu dapraðist smám saman. Nú eru allir þessir kæru vinir mínir fallnir frá og mun ég sann- Auður Stefánsdóttir Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Snævar Jón Andrésson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLL ÞÓRÐARSON, Hólabraut 3, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 21. júlí. Jarðarförin hefur farið fram. Við þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun síðastliðin ár. . Gréta Jósefsdóttir, Arís Njálsdóttir, Þórður Daði Njálsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir og frænka, DAGNÝ MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, félagsráðgjafi MA og sjúkraliði, Þrastarási 26, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 25. júlí. Útförin verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 5. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar láti Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga njóta þess. Reikningur 0544-14-700311 og kt. 680880-0269. . Jón Garðar Hafsteinsson, Ragnar Heiðar Jónsson, Axel Ingi Jónsson, Birna Styrmisdóttir, Páll Grétar Jónsson, Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðsson, Sigurður K. Sigurðsson, Hallfríður G. Blöndal og fjölskylda. Móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR, Sólvöllum, Eyrarbakka, áður búsett á Selfossi, er látin. Útförin verður auglýst síðar. . Erna Kristín Jónsdóttir, Bjarnfinnur Hjaltason, Bjarni Jónsson, Vilhelmína Þór og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNFRÍÐUR PERLA GÚSTAFSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 26. júlí á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 8. ágúst klukkan 13. . Börn hinnar látnu og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.