Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 30

Morgunblaðið - 30.07.2016, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Martak er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki í þróun og smíði hátæknibúnaðar og heildar- lausna til matvælavinnslu. Martak sinnir fjölmörgum verkefnum bæði hérlendis og erlendis. Ný og spennandi verkefni kalla á öflugt starfsfólk. Meðal þess sem við leitum nú að er: Rennismiður Martak óskar eftir að ráða starfsmann á renniverkstæði sem búið er 5 CNC tölvu- stýrðum vélum (3 rennibekkjum og 2 fræsi- vélum). Um fjölbreytt og krefjandi framtíðar- starf er að ræða þar sem faglegra vinnu- bragða er krafist. Helstu verkefni: • Smíði íhluta fyrir framleiðsludeild Martaks og aðra aðila • Skipulagning innkaupa með innkaupastjóra Martaks • Ábyrgð á kostnaði og vinnuskipulagi •Tilboðsgerð í verkefni í samstarfi við sölustjóra Martaks Hæfnis- og menntunarkröfur: • Menntun og reynsla við rennismíði • Góð þekking á Esprit / MasterCam forritum Eiginleikar: • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Snyrtimennska • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Vönduð og fagleg vinnubrögð • Reynsla og þekking á gæðamálum æskileg Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst. Upplýsingar veitir Gunnlaugur Sighvatsson framkvæmdastjóri, í netfangi gunnlaugur@martak.is eða í síma 422 1810. Blaðbera Áhugasamir hafi samband við Guðbjörgu í síma 860 9199 vantar í sumarafleysingar í Keflavík Félagsráðgjafi félagsþjónustunnar metur aðstæður þeirra sem þangað leita og veitir aðstoð eftir því sem við á og í samræmi við gildandi lög og reglur sveitarfélagsins. Það felur meðal annars í sér móttöku tilkynninga, mat umsókna, öflun gagna og tillögu um afgreiðslu mála en félagsráðgjafa ber að tryggja að mál sé nægjanlega kannað áður en til ákvörðunar kemur. Félagsráðgjafi ber einnig ábyrgð á og sinnir sértækum verkefnum sem verkefnastjóri og/eða félagsmálastjóri felur honum hverju sinni. Félagráðgjafi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveit- arfélaga nr. 40/1991, lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Menntunar og hæfniskröfur: · Starfsréttindi í félagsráðgjöf · Þekking og reynsla af félagsþjónustu og barnavernd · Reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu · Krafist er góðrar alhliða tölvukunnáttu, þekking á Navision og OneSystems er kostur · Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum · Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti · Bílpróf Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2016 Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið gudrunf@egilsstadir.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 470 0705. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Vinnustaðir Fljótsdalshéraðs eru reyklausir. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs | Lyngási 12 | Pósthólf 183 | 700 Egilsstaðir | Sími 4700 700 | Fax 4700 701 | egilsstadir@egilsstadir.is Fljótsdalshérað auglýsir eftir félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs Atvinnuauglýsingar 569 1100 RST Net ehf leitar að metnaðarfullum véliðnaðar- mönnum og rafiðnaðarmönnum til starfa sem fyrst við uppsetningu, þjónustu og viðgerðir á vél- og rafbúnaði. Góð fagmennska, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum nauðsynleg. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af störfum í raforku- eða iðnaðarumhverfi. Áhugasamir sæki um á www.rst.is undir Starfsumsóknir eða með því að senda umsókn ásamt ferilsskrá á netfangið kt@rst.is FLOTT TÆKIFÆRI Á ÓLAFSFIRÐI Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Olíuverzlun Íslands hf. auglýsir eftir áhugasömum og metnaðarfullum aðila til að taka að sér rekstur þjónustustöðvar félagsins á Ólafsfirði. Á Ólafsfirði hefur Olíuverzlun Íslands hf. rekið um árabil þjónustustöð þar sem seldar eru veitingar undir vörumerkinu Grill 66, auk þess sem hefðbundin vörusala og eldsneytis- sala með sjálfsafgreiðsludælum frá félaginu er á staðnum. Olíuverzlun Ísland hf. leitar nú eftir aðila sem hefur reynslu af rekstri og hefur áhuga á að taka að sér og byggja upp verslun og þjónustu á Ólafsfirði, en mikil tækifæri eru tengd ferðamennsku á staðnum. Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðir um að senda inn umsóknir á shh@olis.is eigi síðar en 7. ágúst n.k. Tæknifræðingur Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að ráða tæknifræðing til starfa  Æskilegt er að viðkomandi sé véltækni- fræðingur af orkusviði.  Hafi góða færni í notkun Autodesk Inventor og Autocad.  Hafi góða færni í ensku og helst einu skandinavísku máli. Kælismiðjan Frost ehf. er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöð í Garðabæ. Hjá fyrirtækinu eru u.þ.b. 50 starfsmenn. Frost fæst aðallega við hönnun og uppsetn- ingu á frysti- og kælikerfum til iðnaðarnota auk þess að sinna viðhaldi slíkra kerfa. Íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki eru mikilvægustu viðskiptavinir Frosts og undan- farin ár hefur tæplega helmingur af veltu fyrirtækisins verið vegna verkefna sem unnin eru erlendis Áhugasamir vinsamlega sendið ferilskrá og aðrar upplýsingar á gunnar@frost.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.