Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Oscar Bjarnason vörumerkjahönnuður er fertugur í dag. Hannhefur gert fjölda merkja sem allir þekkja fyrir fyrirtæki ogstofnarnir eins og N1, Borg brugghús, OZ, Alvogen, Alvotech, TripCreator, A4, Íslandsstofu, Sjúkratryggingar Íslands, Einkaleyfa- stofu, Hagstofu Íslands og hlaut til að mynda alþjóðleg verðlaun í fyrra sem hann gerði fyrir Innnes. „Ég er sjálfstætt starfandi og tek að mér verkefni fyrir fyrirtæki beint en einnig fyrir auglýsingastofur sem verktaki, hvort sem um er að ræða grafíska hönnun, merkjahönnun eða ljósmyndum. Ég er núna t.d. að vinna að tveimur frímerkjum sem koma út á næsta ári, en ég hef búið til einhver 12-13 frímerki fyrir Íslandspóst.“ Oscar er sjálfmenntaður í faginu en að teikna hefur verið áhugamál hjá honum frá því að hann var krakki. „Ég lærði prentsmíði í Iðnskól- anum en byrjaði að vinna á auglýsingastofu og fór út í grafíska hönn- un þar og kláraði aldrei námið. Ég hef síðan unnið sjálfstætt í 15 ár.“ Oscar er staddur á Alicante með fjölskyldunni í tilefni afmælisins, en hann ferðast einnig innanlands og tekur myndir. „Að ferðast og taka myndir er aðaláhugamálið en það er líka vinnan. Í sumar er ég búinn að fara um alla Vestfirði fram og til baka og fór upp á hálendið, í kringum Landmannalaugar. Ég fór einnig til Færeyja í lok maí með konunni að mynda fyrir myndabankann og sjálfan mig.“ Eiginkona Oscars er Erla Rán Jóhannsdóttir, en hún er að ljúka við lokaritgerðina í meistaranámi í matvælafræði. Dóttir þeirra er Sóley, 3 ára, en fyrir átti Oscar Mána Frey, 12 ára, og Sögu Steindóru, 9 ára. Á Alicante Oscar Bjarnason og Erla Rán ásamt börnunum þeirra. Hefur hannað mörg þekkt vörumerki Oscar Bjarnason er fertugur í dag Á rni Sigfússon fæddist í Goðasteini í Vest- mannaeyjum 30.7. 1956 og bjó með fjölskyld- unni í Eyjum til 12 ára aldurs er hún fluttist til Reykjavík- ur. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1977, kennaraprófi frá KHÍ 1981 og meistaraprófi í stjórnun og opin- berri stjórnsýslu í Bandaríkjunum 1986. Árni stundaði fiskvinnslu, sjó- mennsku og byggingarvinnu í Vest- mannaeyjum flest námsárin, var stundakennari við Vogaskóla 1974- 78, blaðamaður á Vísi 1980-81, fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1982- 84, aðstoðarmaður við rannsóknir við University of Tennessee 1985-86, deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar 1986-88, framkvæmda- stjóri Stjórnunarfélags Íslands 1989-99, borgarfulltrúi í Reykjavík 1986-98, borgarstjóri 1994 og leið- togi sjálfstæðismanna í borgarstjórn 1994-98. Hann var framkvæmda- stjóri Tæknivals 1999-2001, bæjar- fulltrúi í Reykjanesbæ frá 2002 og bæjarstjóri 2002-2014. Árni var formaður Heimdallar 1981-83, formaður SUS 1987-89, for- maður Félagsmálaráðs Reykjavík- urborgar 1986-90, sat í borgarráði 1990-98, formaður stjórnar sjúkra- stofnana 1990-94 og formaður Skóla- málaráðs 1991-94. Hann var formað- ur FÍB frá 1994-2001. Þá var Árni formaður fræðsluráðs Reykjanes- bæjar 2002-2006 og formaður Fé- lagsmálaráðs frá 2006-2010, stjórn- arformaður Hitaveitu Suðurnesja 2007-2009 og er stjórnarformaður Keilis, miðstöðvar vísinda og fræða. Búa öllum bestu aðstæður til að þroskast „Í lífinu hef ég lært að fimm gildi þurfa að fara saman svo við séum Árni Sigfússon stjórnsýslufræðingur – 60 ára Fjölskyldan Árni Sigfússon með eiginkonu, börnum, tengdasonum og barnabörnum ásamt móður og tengda- foreldrum á brúðkaupsdegi Védísar Hervarar og Þórhalls Bergmann. Uppskriftin að árangri er frekar einföld Árið er 1980 Árni mótmælir innrás Sovétmanna í Afganistan. Hér eru fimm ættliðir í beinan kvenlegg samankomnir. Sú elsta neðst til hægri heitir Elísabet Ólafsdóttir (fædd 1932), fyrir ofan hana til hægri er Elísabet Ólöf Helgadóttir (fædd 1972), við hliðina á henni stendur Hafdís Haraldsdóttir (fædd 1955) og neðst til vinstri er Hafdís Elsa Ásbergsdóttir (fædd 1992) sem heldur á sínu fyrsta barni, óskírðri Andrésdóttur (fædd 8. júlí 2016). Fimm ættliðir Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggisskór í vinnuna! Ertu með réttan skófatnað fyrir vinnuna þína? Dynjandi býður upp á úrval af öryggisskóm. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.